Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

9 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Staða kennara gagnvart nemendum Í fræðslu sem þessari er sérlega mikilvægt að kennarinn hugi að stöðu sinni gagnvart nemendum. Kynferðisofbeldi er valdníðsla og á afar sterk tengsl við valdamisvægi í samfélaginu og kennari er jú í valdastöðu gagnvart nemendum. Staða kennarans getur þó verið breytileg. Kyn hefur mikil áhrif þar sem staðalmyndir og væntingar til kynbundinnar hegðunar lita viðhorf nemenda til kennarans (og öfugt). Karlkennarar hafa þannig almennt séð meira svigrúm en konur og önnur kyn og eiga oft auðveldara með að fara í hlutverk þess sem miðlar þekkingu án þess að hún sé dregin í efa. Þetta þarf að setja sérstaklega í samhengi við efnisflokkinn hér – kynferðisofbeldi – sem er gríðarlega kynjaður veruleiki. Aldur kennara getur skipt máli og þá sérstaklega í tengslum við aldurssamsetningu nemendahópsins (og hvaða skólastig um ræðir). Sumir kennarar njóta meiri virðingar nemendahópsins eftir því sem þeir eldast, á meðan aðrir virðast ná betur til nemenda sem eru nær þeim í aldri. Þá þarf að hafa ýmis atriði í huga s.s. kynhneigð, kynvitund, líkamlega getu, líkamsbyggingu, etnískan bakgrunn og húðlit. Því forréttindi og misrétti hanga saman. Grundvöllur þess að hvers kyns aðgerðir skóla gegn kynferðisofbeldi skili sér á gagnlegan hátt til nemenda er þekking starfsfólksins á umfangi, afleiðingum, eðli og ólíkum birtingarmyndum kynbundins ofbeldis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=