Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

77 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Kvikmyndir – greiningarverkefni Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 1. þrep 30–60 mín. Mörk, samþykki, kynlíf, kynlífshandrit, sambönd Undirbúningur: Nauðsynlegt er að hafa lesið kennarahandbókina og kynnt fyrir nemendum þau hugtök sem ákveðið er að taka fyrir í verkefninu. Verkefnið getur hvort sem er verið einstaklings- eða hópverkefni. Hægt er að lengja það og dýpka, eða stytta að vild eftir aðstæðum. Framkvæmd: Nemendur greina klassíska „rómantíska gamanmynd“ – annaðhvort að eigin vali eða kennari velur nokkrar heppilegar og dreifir á hópa. Heppilegar myndir fyrir kennara að benda á: Love actually, Notebook, There´s something about Mary, The devil wears Prada, The breakup, You´ve got mail, Knocked up, Grease, Twilight og miklu fleiri. Framkvæmd: Nemendur skoða rómantísk/kynferðisleg samskipti í kvikmyndinni með tilliti til kyns, staðalmynda og valdamisvægis – en ekki síst út frá sambandsrófinu á www.sjukast.is. Myndi ástarsamband aðalpersónanna flokkast sem heilbrigt, óheilbrigt eða ofbeldisfullt samband? Svara eftirfarandi spurningum, rökstyðja með atriðum úr myndinni og hugtökum af sambandsrófinu. ● Virðir fólk mörk hins aðilans á allan hátt? ● Er skýrt samþykki í rómantískum og kynferðislegum samskiptum? ● Er dæmi um sjúklega afbrýðisemi? Stjórnunartilburðir? ● Að hlusta ekki á nei í einhverjum aðstæðum? ● Öfgafull samskipti á borð við Haltu mér/slepptu mér? eða „Make up sex“? ● Eru opin og virðingarrík samskipti? Eða óheiðarleiki? ● Þvingun af einhverju tagi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=