Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

52 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Hinsegin einelti Líkt og með allt kynbundið ofbeldi og áreitni, eiga minnihlutahópar í sérstakri hættu á að vera beittir kynferðiseinelti. Má þar nefna hunsun á kynverund og kynhneigð fatlaðra ungmenna og rasískt kynferðisáreitni gegn stúlkum af erlendum uppruna en hinsegin ungmenni eru sérstaklega líkleg til að verða fyrir slíku. Hinsegin einelti er kynferðiseinelti sem hefur kynhneigð og kyntjáningu brotaþola sem útgangspunkt og beinist t.d. að klæðaburði eða hegðun þeirra sem gangast ekki upp í hugmyndum annarra um eðlilega hegðun út frá kyni. Slíkt einelti virðist gjarnan venjuvætt í unglingamenningu, sem sést til að mynda í því að hómófóbísk uppnefni eru oft algeng og viðtekin í skólum – jafnvel meðal starfsfólksins. Íslensk könnun á líðan hinsegin ungmenna frá 2020 sýndi að 28% hinsegin nemenda hefðu heyrt fordómafullar athugasemdir frá starfsfólki sinna. Einelti gegn samkynheigðum ungmennum er rótgróið og eins er sterk tilhneiging til þess að draga ályktanir um samkynkynhneigð manneskju sem tjáir sig með óhefðbundnum hætti, án upplýsinga frá henni sjálfri. Ályktunin er svo nýtt til að hæðast að viðkomandi, jaðarsetja eða niðurlægja. Trans og kynsegin fólk á sérstaklega undir högg að sækja um þessar mundir. Kynferðiseinelti gegn þeim ungmennum birtist meðal annars í því að kynvitund þeirra er ekki virt, t.d. þegar kennarar og skólafélagar nota rangt persónufornafn eða nafn. Mikilvægt er að kennari leggi sig fram um að gæta orða sinna gagnvart trans ungmennum og virða kynvitund þeirra, sem þó flest skilja og fyrirgefa mistök þegar þau eiga sér stað í flýti eða af gömlum vana. Að viljandi ávarpa eða flokka manneskju í röngu kyni er önnur saga og dæmi um kynferðiseinelti af hálfu kennara. Íslensk könnun á líðan hinsegin ungmenna frá 2020 sýndi að 28% hinsegin nemenda hefðu heyrt fordómafullar athugasemdir frá starfsfólki skóla sinna. Trans og kynsegin fólk á sérstaklega undir högg að sækja um þessar mundir. Kynferðiseinelti gegn þeim ungmennum birtist meðal annars í því að kynvitund þeirra er ekki virt, t.d. þegar kennarar nota yfirvegað rangt persónufornafn eða nafn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=