Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

54 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | staðreynd að gerandinn er oftast nákominn brotaþola stangast harkalega á við nauðgunarmýtuna um „skrímslið“. Slík staða bæði torveldir brotaþola að skilgreina reynslu sína (heilinn ræður illa við að flétta saman hlýjar tilfinningar og ofbeldi) og flækir það að opinbera ofbeldismanninn, náin tengsl við gerandann geta gert óhugsandi að segja frá. Loks óttast margir brotaþolar viðbrögð umhverfisins ef þau segja frá ofbeldinu. Óttast að vera ekki trúað, vera kennt um ofbeldið eða fá á sig stimpil. Óttast að þeim verði á einhvern hátt refsað fyrir að segja frá, gerandinn hefni sín eða ástvinir snúi baki við þeim. Óttast að valda foreldrum sínum sársauka eða vonbrigðum. Margir brotaþolar sem segja frá ofbeldinu mæta enda vissulega þolendaskömmun umhverfisins; sem lýsir sér m.a. í því að draga orð brotaþola í efa eða draga úr alvarleika ofbeldisins, máttleysi í viðbrögðum og því að draga gerendur til ábyrgðar. Hvað er hægt að gera? Ítarleg og sífelld fræðsla er lykilatriði. Ungmenni þurfa vandaðar upplýsingar og skýrar skilgreiningar á kynbundnu ofbeldi; hjálp við að skilja eigin reynslu sem brotaþolar; eigin gjörðir sem gerendur og eigin ábyrgð sem aðstandendur. Allt umhverfi ungmenna þarf einnig að fræða sig um eðli og afleiðingar kynferðisofbeldis og vinna gegn skaðlegri umræðu og viðhorfum. Skólinn þarf að vera öruggur staður fyrir ungmenni að leita til, brotaþolar verða að geta treyst því að starfsfólk skólanna muni hlusta, virða og styðja – en ekki detta í þolendaskömmun og útúrsnúninga. Sem svo gjarnan eru ómeðvituð viðbrögð, þekking og þjálfun skipta miklu við að tileinka sér þolendavæn og áfallamiðuð viðbrögð. Skólakerfið getur ekki gert þá kröfu til barna og unglinga sem upplifað hafa ofbeldi að þau beri sjálf ábyrgðina á að vera hjálpað. Skóli þarf að þekkja ofangreindar ástæður þess að ungir brotaþolar segja ekki frá ofbeldinu og leita leiða til að ná til þessara þöglu þolenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=