Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

34 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Klám er ekki kynlíf Þess þarf að gæta að gagnrýnin snúi að sjálfu kláminu en ekki ungmennum sem hafa neytt þess. Áhugi á kynlífi er auðvitað heilbrigður og eðlilegur og skiljanlegt að ungt fólk leiti í hið aðgengilega klám til að svala forvitni sinni. Jafnréttisbaráttan er sannarlega ekki á móti kynlífi, þvert á móti er baráttan fyrir kynfrelsi mikilvægur hluti hennar en í því felst frelsi hverrar manneskju til að skilgreina kynverund sína á eigin forsendum, þekkja og hafa vald yfir eigin líkama. Klámið vinnur í raun gegn því frelsi með að kenna ungu fólki til hvers er ætlast af þeim á kynferðislega sviðinu. Ungmenni eiga skilið að fá að uppgötva sína raunverulegu kynverund en festast ekki í ramma þess sem klámið segir þeim að sé eina leiðin. Þau þurfa að skilja að jafnvel þegar klámefni er framleitt án ofbeldis og valdníðslu, er efnið leikið og skapað fyrir ókunnuga neytendur en snýst ekki um sjálft fólkið. Klámsenur fara oftast fram í aðstæðum þar sem þátttakendur þekkjast lítið og sjaldan er spurt hvað þeim líður vel með að gera og hvað þeir vilji ekki gera. Á meðan raunverulegt og gott kynlíf byggist á heilbrigðum samskiptum, trausti og virðingu. Samþykki er að mörgu leyti erfitt hugtak en þó lykilatriði í umræðunni um kynferðisofbeldi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=