Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

70 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | 2. hluti – einstaklings-, para- eða hópverkefni (mest 3 í hóp): Hannið veggspjald/poster Nú gerið þið poster eða veggspjald tengt #sjúkást. Ímyndið ykkur að þið séuð að taka þátt í hugmyndasamkeppni um auglýsingaherferð sjúkást. Hannið veggspjaldið með það í huga að það nái til ykkar sjálfra og vina. Þið viljið að það nái til ungmenna og hafi raunveruleg áhrif. Hægt er að gera frítt veggspjald á ýmsum síðum, oftast þarf svo að taka skjáskot (e. screenshot) til þess að geta vistað það í tölvuna. Hér eru síður sem hægt er að nota: www.canva.com www.crello.com www.venngage.com www.postermaker.com www.picmonky.com og fleiri og fleiri sem þið getið fundið á netinu. Upplagt er að prenta út eða varpa á tjald þessum veggspjöldum og leyfa hópnum að sjá hvernig hin unnu verkefnið. Hægt er að prófa að halda kosningu um hvað þeim finnst vera „best heppnaða“ veggspjaldið. Sniðugt ef hver hópur kynnir sitt veggspjald með rökstuðningi um af hverju það var hannað á þennan hátt, hvaða atriði í fræðslunni hópurinn ákvað að leggja áherslu á og hvað í málaflokknum þeim finnst mikilvægast að skili sér til unglinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=