Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 Yes we can Yes we can 2 Teacher’s Book Sara Hajslund og Louise Holst Tollan Ellen M. Tudor Edwards, Mona Evelyn Flognfeldt og Elisabeth Moen Teacher’s Book

Teacher’s Book 2 Sara Hajslund og Louise Holst Tollan Ellen M. Tudor Edwards, Mona Evelyn Flognfeldt og Elisabeth Moen

Contents Til kennarans 3 Uppbygging kennsluleiðbeininga 4-7 Gagnlegar kennsluhugmyndir 8 Að koma af stað samtölum 8 Notaðu sjónræna örvun 9 Búið til setningar með flettispjöldunum 9 Æfið algengustu orðin 9 Notið Myndavegginn 9 Námstækni 9 Einstaklingsmiðað nám 10 Viðbótarverkefni 10 Leiðsagnarmat með Yes we can 10 Kennslufræðilegar vangaveltur 11 Málörvun og framvinda 11 Tungumál uppgötvað 11 Kerfisbundinn framgangur og endurtekning 11 Málform 12 Tillögur að enskum barnabókmenntum 12 Once upon a time 13 English every day 14 1 Welcome 16 2 This is me 22 3 I like jumping 28 4 Christmas 36 5 In the classroom 40 6 A windy Wednesday 48 7 Oink! Woof! Moo! 56 8 Happy Birthday! 64 2 Prentað efni My Book • Leggur áherslu á munnlega vinnu. Markvisst tungumálanám hefst með hlustun og skilningi. • Byggist á stigbundinni innleiðingu lestrar- og ritunarverkefna. • Tryggir kerfisbundna framvindu og hvetur til náms. Teacher’s Book • Fylgir My Book blaðsíðu fyrir blaðsíðu og hvert verkefni er útskýrt markvisst. • Veitir hagnýta og skýra aðstoð við notkun á mismunandi þáttum námsefnisins. • Hvetur til og styður við fjölbreytta kennsluhætti. Vefsvæði Nemendasvæði inniheldur • Hægt er að smella og hlusta á öllum kveikjumyndum. • Hljóð, söngva og texta sem lesnir eru upp af enskumælandi börnum og fullorðnum. Stærstur hluti hlustunarefnisins er með breskum framburði en seinna munu nemendur kynnast fleiri tegundum framburðar. • Myndavegginn, þar sem nemendum gefst tækifæri til að leika sér með nýtt tungumál ogflétta saman æfingarorðum setningarhlutum, hljóðum, myndum og bakgrunnum. Kennarasvæði inniheldur • Aðgang að nemendasvæði • Rafbók • Ljósrit með fjölbreyttum verkefnum fyrir hvern kafla. (Sjá yfirlit yfir ljósrit í hverjum kafla í Teachers book, eða aftast í bókinni.) • Veggspjöld og flettispjöld. Tillögur að vinnu með þau má finna í Teacher's Book. Einnig má lesa meira um flettispjöldin á bls. 9.

2 This is me 3 Til kennarans Til kennarans Kennsluleiðbeiningum þessum er ætlað að gefa þér faglegan stuðning. Margir kennarar sem kenna ensku á yngsta stigi hafa ekki sérhæft sig í enskukennslu. Efnið tekur mið af þessu með því að bjóða upp á markvissa nálgun í enskukennslu sem veitir faglegt öryggi í vinnu með nýtt tungumál. Markviss og örugg framvinda Til þess að geta byggt upp enskukunnáttuna í gegnum alla skólagönguna er mikilvægt að nemendur fyrstu bekkjanna nái að byggja traustan grunn. Tungumálakunnátta þróast smám saman með því að ný orð og setningamynstur lærast og með endurtekningu á orðum og orðasamböndum. Hlustunaræfingar og munnleg verkefni eru því mjög mikilvægir þættir í kennslunni. Nemendur verða að skilja og þekkja orð áður en þau geta notað þau sjálf á virkan hátt. Kennsluefnið Yes we can 2 styður við örugga framvindu og byggir á hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Samskipti frá upphafi Yes we can byggir á því að nemendur hafi samskipti á ensku frá fyrsta degi – jafnvel þótt orðaforði þeirra sé takmarkaður. Með fjölda mismunandi aðferða læra nemendur að ná tökum á enskum orðatiltækjum og þróa smám saman talhæfileika sína. Teacher´s book, hljóðefnið, flettispjöldin og stafræna efnið eru allt góð verkfæri til málörvunar. Hentug og auðveld í notkun Teacher’s Book fylgir My Book blaðsíðu fyrir blaðsíðu og veitir nauðsynlegan stuðning við kennslu, auk yfirlits yfir hvernig ólíkir hlutar efnisins tengjast. Í bókinni eru fjölbreyttar tillögur að kennsluháttum fyrir síðurnar í My book en gert er ráð fyrir að þú sem kennari veljir þann hátt sem hentar þinni kennslu og nemendahóp þínum best. Rafbók og Myndaveggur Rafbókin gerir kennaranum kleift að sýna á töflunni það sem nemendur sjá í sinni bók. Þannig nær hann athygli þeirra á meðan unnið er með kveikjumyndina eða verkefni útskýrð. Notaðu rafbókina til að afmarka vinnu með orðaforða og verkefni áður en nemendur hefjast sjálfir handa í eigin bókum. Myndaveggurinn er rými nemenda fyrir skapandi vinnu. Þar vinna þau sjálfstætt með orð, myndir og setningar og búa til sínar eigin kveikjumyndir. Vinnan með Myndavegginn er samþætt öllum köflum en tengist ekki sérstökum verkefnum. Það er undir hverjum kennara komið hvaða verkefni nemendur vinna á Myndaveggnum og hvenær. Höfundateymi • Sara Hajslund er enskukennari og hefur margra ára kennslureynslu á öllum stigum, bæði í Danmörku og á Spáni. Hún er einnig meðhöfundur enskuefnisins Gekko, fyrir mið- og unglingastig, sem gefið er út af Alinea í Danmörku. • Louise Holst Tollan er enskukennari og hefur kennt ensku frá 1. bekk síðan 2004 í verkefninu Tidlig engelsk sprogstart (TESS) í Brøndby. Hún hefur einnig haldið námskeið víða í Danmörku fyrir CFU og UCC með áherslu á ensku á yngsta stigi og hefur skrifað greinar m.a. fyrir Sprogforum og Sproglæreren. Þýtt og staðfært • Ástríður Einarsdóttir er kennari með framhaldsmenntun í Enskukennslu á yngsta stigi, frá Høgskulen på Vestlandet í Bergen. Hún hefur kennt ensku á yngsta stigi frá aldamótum, á Íslandi og í Noregi, og meðal annars stuðst við þetta kennsluefni. Hún hefur einnig samið kennsluefni fyrir Menntamálastofnun.

Uppbygging kennsluleiðbeininga Markmið Nemendur geta … • Fundið gagnsæ orð í kveikjumyndinni • Skilið og tileinkað sér æfingarorð kaflans • Skilið og notað töluorðin 7-12 • Skilið og tileinkað sér orðasamböndin I can see … og It is … jumper trousers skirt socks shoes black T-shirt This is me 2 9 I can see … It is ... 15 14 arm leg foot orange hand 7 8 9 10 11 12 22 2 This is me Æfingarorð • Líkamshlutar: arm, hand, leg, foot • Litir: orange, black • Föt: jumper, T-shirt, trousers, skirt, socks, shoe • Tölur 7-12 • Orðasambönd: I can see…, It is ... Endurtekning • Tölur: 1-6 • Orðin boy og girl, • Litir: blue, green, red, pink, yellow. • Orðasambönd: Hi, My name is… Gagnsæ orð • Hat, finger, toe, show, box, dancing, singing, piano, arm Framburður • // jumper, orange, Jack • Framburðaræfing bls. 6 • Framburðarmyndband: Jack’s orange jumper Söngur • If you’re happy Í upphafi tímans Mundu að nota opnuna English every day bls. 6-7, þar sem þú finnur hugmyndir að hvernig þú getur byrjað kennslustundina á líflegan hátt. Ljósrit 2.1 Colour and write Skrifaðu, lestu, litaðu og skrifaðu stafina sem vantar. 2.2 A Read and match Lestu orðin og tengdu við myndirnar. B Colour and say Litið myndina og ræðið. 2.3 Bingo Veldu liti, föt og líkamshluta 2.4 Skapandi verkefni Tengdu saman myndir og orðmyndir. 4 Uppbygging kennsluleiðbeininga Nemendabókinni er fylgt, blaðsíðu fyrir blaðsíðu, með upplýsingum og tillögum að kennsluháttum. Allir kaflar hefjast á yfirliti yfir þau námsmarkmið sem nemendur vinna að Í upphafi hvers kafla má finna yfirlit yfir æfingarorð og orða- sambönd, orð sem eru endurtekin frá fyrri köflum, gagnsæ orð, áherslur í framburðar- þjálfun og söngva og vísur sem tilheyra kaflanum.

2 This is me 5 Uppbygging kennsluleiðbeininga 2 This is me 23 Notaðu kveikjumyndina Skoðið opnuna á bls 14-15 í My Book. Finnið hana einnig á vefnum og sýnið á töflu. Spurðu börnin hvort þau þekki eitthvað af orðunum. T.d. gagnsæ orð, liti eða tölur. Smellið á orðin og hlustið á framburð þeirra. Hengið upp veggpjaldið með markmiðum kaflans og ræðið hvað þau haldi að þau muni læra í kaflanum. Farið yfir æfingarorðin á veggspjaldinu Rifjið upp orð Rifjið upp tölurnar og litina úr fyrsta kafla. Finnið rímorðin úr verkefnum 3 og 6 á bls. 11-12 og segið þau saman. Spurðu því næst nemendur: • Let’s see, can you find something yellow in the picture? Good, a yellow T-shirt. • Put your finger on something green. Well done! • Come up and show us something blue, please. • How many trousers can you see? Finnið gagnsæ orð Leyfið nemendum að hlusta á gagnsæju orðin, finna út hvað þau þýða og hvernig þau líkjast íslensku orðunum. • Look at me and listen! I can see a hat (Láttu eins og þú setjir hatt á höfuðið.) What do you think a hat is? • Can you find a hat? (bentu á myndina). Come up and show us a hat! Kynnið ný orð og orðasambönd Kynnið æfingarorðin og orðasamböndin og finnið orðin á kveikjumyndinni eins og lýst er hér að neðan. Einhver orðanna hafa kannski þegar verið nefnd. • This is a skirt. Can you say skirt? Good! Put your hand on top of your head (sýnið) if you can see a skirt. • Anna, can you come up and show us a skirt in the picture? Well done! • This colour is called orange. Stand up if you can see something orange. Kynnið setningarhlutana I can see … og It is … með samtali um kveikjumyndina. • Look here! I can see (bentu á peysuna þína) a jumper. Can you see a jumper? It is green. TFarið einn hring þar sem nemendur benda á myndina og nota orðasamböndin. Þau geta einnig komið upp að töflunni og merkt inn á kveikjumyndina. Til dæmis sett hring utan um ákveðin orð eða talið og flokkað: Let’s circle and count all the hats. Teljið með nemendum Æfið töluorðin 1-12 með því að telja hluti á myndinni. • Now then, how many T-shirts can you see? Let’s count them together. • One, two, three, four, five, six, seven. I can see seven T-shirts. • Can you find a hand? How many hands can you see? Hlustið og leitið Spilið hljóðtextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Látið nemendur hlusta eftir orðum sem þau þekkja og reyna að finna út hvað krakkarnir eru að tala um, þótt þau þekki ekki öll orðin. Í umræðum um myndina þjálfast nemendur í því að nota þá ensku sem þau þegar hafa lært. Útskýrið mikilvægi þess að þora að giska á hvað sagt er þrátt fyrir að þau skilji ekki allt. Let’s play! First to the board Útskýrðu reglurnar. • Nemendur standa aftast í stofunni en kennarinn stendur við töfluna. • Kennarinn nefnir flík og lit, t.d. green jumper. • Þau sem eru í fötum eins og nefnd eru taka eitt skref í átt að töflunni. • Sá sem kemst fyrstur alla leið að töflunni á að segja lit og flík í næstu umferð. This is me! Rifjið upp orðasamböndin My name is … og I am … Láttu nemendur skiptast á að nota þau í stuttum hlutverkaleik, þar sem þau kynna sig og segja aldur sinn. Tilbrigði við þetta verkefni gæti verið að láta nemendur finna upp á nafni, draga spjald með tölu og kynna sig með því nafni og aldrinum sem spjaldið segir til um. Notaðu flettispjöldin Notaðu flettispjöldin daglega þannig að nemendur heyri eitthvað af ensku á hverjum degi. Flettispjöldin henta t.d. til að fylgja eftir ákveðinni vinnu eða til endurtekninga. • Notaðu orðasamböndin Láttu nemendur draga spjald og nota orðasamböndin It is … og I can see … til að lýsa því sem er á spjaldinu. I can see a cap. It is red. • Let’s sort! Settu flettispjöld með litum, tölum og fötum þar sem allir geta séð þau. Láttu nemendur skiptast á að koma upp, velja sér spjald, segja orðið upphátt og leggja spjaldið í réttan bunka. (litir, tölur eða föt). - Now then, let’s sort these words. - Find all the colours, please. - Put all the numbers over here. • Endurtekning á orðum og orðasamböndum. Láttu nemendur skiptast á að draga flettispjald, segja orðið og finna það á kveikjumyndinni eða í kennslustofunni. T.d. I can see a T-shirt. Hlustunarefni – kveikjumynd 1 Hi! Look at me! I am Molly. I like singing. 2 My name is Emma. I am six. My hat is black. Can you see me? 3 This is me, Jack. I like singing, but I like dancing best. Wow, look at these blue shoes! 4 Oh no! This blue jumper is too small. Where is my T-shirt? It is yellow. Can you see it? 5 Come on! Let’s count the T-shirts. 1-2-3-4-5-6-7-8-910-11-12! 6 1-2-3-4-5-6- 7-8-9-10 stamp stamp 1-2-3-4-5-6- 7-8-9-10 stamp stamp 1-2-3-4 clap clap 5-6-7-8 clap clap 1-2-3-4-5-6- 7-8-9-10 stamp stamp Tillögur að spurningum á ensku og umræðuefnum sem þú getur notað til að hefja samræður um kveikjumyndina. Láttu nemendur leita eftir orðum sem þau þekkja, telja hluti, dýr eða fólk. Fleiri tillögur að einföldum samtölum á ensku má finna á bls. 8. Nemendur tengja það sem þau þegar kunna við það sem þau eru að læra með því að leita að orðum sem líkjast á íslensku og ensku, svokölluðum gagnsæum orðum. Áður lærð orð og orðhlutar eru rifjaðir upp og endurteknir í nýju samhengi í gegnum allt námsefnið. Yfirlit yfir hlustunarefni sem tilheyrir kveikju- myndinni. Lestu það upp fyrir nemendur eða spilaðu það af vefsvæðinu. Textarnir eru lesnir inn af ensku- mælandi börnum og fullorðnum. Tillögur að notkun á stafrænu efni og flettispjöldum.

Markmið Nemendur geta … • Hlustað á og skilið einföld fyrirmæli • Tekið þátt í hlutverkaleik um eigin áhugaefni með því að nota þekkta setningarhluta 27 26 Now I know Listen and write • Lytteopgave. Skriv tallet i rammen ved det rigtige billede • Vurdering for læring. Vurder din egen målopfyldelse, og farvelæg trafiklyset grønt, gult eller rødt. 9 Lytteopgave. Lyt til teksten i tabellen, og kig på billederne. Sæt kryds i det udsagn, der passer på dig. 10 Rollespil. Fremfør dialogen, og fortæl hvad I hedder, hvor gamle I er og hvad I kan lide at lave: My name is ... I am six/seven. I like cycling/skating/running. Hi, my name is Tia. I like swimming. I am Max. I like skating. 9 Listen and write I am 7. I like blue. I like jumping. I am 6. I like pink. I like skating. I like swimming. 10 Let’s play! 9 Listen and write Undirbúðu nemendur fyrir verkefnið með því að rifja upp orðasamböndin sem þau hafa þegar lært. I am 6. I like cycling. Það má t.d. gera með því að hlusta á verkefni 4 Listen and write og ræða um hvað börnin segja þegar þau kynna sig. Segðu þeim að þau eigi að teikna broskalla til að sýna hvaða fullyrðing passar við þá. Hlustið á setningarnar sjö og látið nemendur setja broskall eða fýlukall í þann reit sem við á fyrir hverja setningu. Gerið ef til vill fyrsta hlutann sameiginlega. Litlu myndirnar á eftir setningunum hjálpa þeim sem ekki eru farin að þekkja orðin. Að lokum farið þið yfir svörin í sameiningu. Öll sem hafa svarað að þeim líki blár litur segja hvert á fætur öðru: I like blue • Tell me, how many children here like jumping? Öll sem hafa sett broskall við það svara, hvert á fætur öðru: I like jumping. Hlustunarefni verkefni 9 I am 7. I like blue. I like jumping. I am 6. I like pink. I like skating. I like swimming. 10 Let’s play! Notaðu myndina neðst á bls. 26 sem kveikju fyrir þetta verkefni. Skoðið myndina og ræðið saman um það sem fram fer þar. Myndin sýnir nemendur sem eru að sýna leikþátt. Einhverjir nemendur geta ef til vill lesið það sem stendur í talblöðrunum. Sýndu hvernig þau geta, tvö og tvö saman, notað þekkt orðasambönd til að búa til stutt samtal með því að fylgja sama formi: Þau kynna sig, segja hversu gömul þau eru og segja frá einhverju sem þau hafa gaman af: 34 3 I like jumping 6 Uppbygging kennsluleiðbeininga Verkefnin í My Book eru útskýrð ítarlega og tillögur gefnar að vinnu í samræmi við getu og skilning. Einnig eru tillögur að framburðaræfingum þegar við á. Á vefsvæðinu má finna framburðarmyndbönd með áherslu á hljóð sem ekki eru notuð í íslensku. Í hverjum kafla má finna verkefnin Circle, sem fjalla um algengustu orðin í ensku. Verkefnin undirbúa nemendur fyrir lestrar- og ritunarvinnu seinna í námsferlinu.

2 This is me 7 2 This is me 35 • Hi! • Hi! I am Simon. • I am Sarah. I am 6. • I am 7. I like skating. • I like swimming. Eftir að pörin hafa æft sig stutta stund sýna þau bekknum leikþættina sína. Það er afar mikilvægt að nemendur venjist því frá fyrstu stund að tala ensku fyrir framan aðra. Ef til vill hentar að sýna leikþættina einnig öðrum bekkjum eða taka þá upp og sýna á foreldrakvöldi. Verkefnið nýtist vel sem liður í símati. Sum geta kannski sagt eins atkvæðisorð meðan önnur geta farið með heilt samtal hjálparlaust. Ef samtölin eru tekin upp má skoða þau með hverju og einu eftir á svo nemendur verði betur meðvituð um hvar þau eru stödd út frá markmiðunum. Now I know Að lokum meta nemendur eigin stöðu út frá markmiðum kaflans og verða um leið meðvitaðri um hvað þau hafa verið að læra. Ræðið hver markmið kaflans voru og hvort þau hafa náðst. Hlustað er á börn sem segja frá því sem þau hafa gaman af og því næst skrifa nemendur rétta tölu við hvert barn. Listen and write 1. Hi! I like cycling. Write 1. 2. Hello! I like jumping. Write 2. 3. Hi! I like running. Write 3. 4. I like climbing. Write 4. 5. Look! I like skating. Write 5. 6. Hello! I like Swimming. Write 6. Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Hvar verður enska á vegi okkar? Eftir að nemendur hafa sýnt samtölin sín í verkefni 10 gæti verið áhugavert að fá þau til að tjá sig um í hvaða aðstæðum það kemur sér vel að kunna ensku. Láttu þau velta fyrir sér hvernig þau myndu kynna sig fyrir enskumælandi fólki. Ræðið einnig aðstæður þar sem enska verður á vegi nemenda. Það gæti verið í tölvuleikjum, sjónvarpsþátt- 3 I like jumping um eða bíómyndum, tónlist, texta á skiltum, heiti fyrirtækja eða setningum á stuttermabolum svo eitthvað sé nefnt. Biddu nemendur að fara í enskuleit. Annaðhvort stutta leit í skólanum eða með því að skrá niður það sem á vegi þeirra verður eftir skóla og koma með næsta dag. Þannig aukum við meðvitund um tilgang tungumálanámsins og gagnsemi. Read and draw a line (Ljósrit 3.2). Tengið orð og mynd. Wrap (Ljósrit 3.4) Þræðispjald. Nemendur þræða bandið frá mynd að réttu orði. Eftir að búið er er að þræða alla leið má snúa spjaldinu við til að sjá hvort allt er rétt. Uppbygging kennsluleiðbeininga Allt hlustunarefni náms- efnisins má einnig finna í Teacher’s Book. Kennari hefur þannig val um að lesa það upp fyrir nemendur eða spila af vefsvæðinu. Textarnir eru lesnir inn af enskumælandi börnum og fullorðnum. Hverjum kafla lýkur með Now I know verkefnum sem eru grunnur að leiðsagnar- mati kennara og sjálfsmati nemenda. Lesið meira um leiðsagnarmat á bls. 10. Tónlist gerir enskunámið léttara og skemmtilegra og nokkuð af söngvum og vísum hefur verið búið til sérstaklega fyrir Yes we can. Einnig eru gefnar hugmyndir af þekktum barnalögum og vísum sem henta í vinnu með mismunandi kafla. Þessa söngva og vísur finnur maður auðveldlega við leit á netinu.

Að koma af stað samtölum Sem fyrirmynd ættir þú að nota ensku við hvert tækifæri í kennslunni. Aðlagaðu orðanotkunina að getu nemenda en vertu óhrædd/ur við að leyfa þeim að heyra ný orð. Með námsefninu Yes we can fá nemendur einmitt verkfæri sem gera þeim kleift að skilja innihald, þrátt fyrir að þau þekki ekki öll orðin. Notaðu skýra líkamstjáningu og undirstrikaðu fyrirmælin með því að benda á orðmyndir og hluti í kennslustofunni. Bentu á blaðsíðutal, leiktu og notaðu látbragð til að útskýra það sem mun gerast. Þegar nemendur svara á íslensku getur þú endurtekið á ensku. Oft hentar að flétta stutt munnleg verkefni inn í kennsluna, í pörum eða stærri hópum, til að nemendur verði öruggari með nýja málið. Gefið hverju og einu tækifæri til að segja orð eða setningu, þannig að sjálfstraust þeirra eflist stöðugt og jafnvel feimnir eða óöruggir nemendur upplifi að vera með og ná tökum á nýjum orðum og orðatiltækjum. Ræðið til dæmis um uppáhaldsdaga eða -liti, hluti í skólatöskunni eða veðrið. Hér eru nokkur dæmi um orð og orðasambönd sem hægt er að nota við mismunandi aðstæður með nemendum á byrjendastigi svo þau heyri sem mesta ensku. English every day Right, let’s get started! Hi / Hello! Good Morning! Nice to see you! How are you? Fine, thanks. Come in. Sit down, please. Find your chair. Now then, let’s see….Who is here today? Martin? Yes! Sunita? How many girls / boys are there in our class today? What day is it today? What’s the weather like today? Have you had a nice weekend? I wonder who can find / see / tell me / show us… See if you can find… Put your hand up / on your head / nose / Stand up if you can see… Look carefully! Use your ear and listen carefully! Have a quick think… Have you found…? Try again! It’s your turn / It’s Jacob’s turn. Let’s all have a go. Are you ready? Ready, steady, go! Open your book on page… Approval Activity words Well done! Great! Excellent! Super! Fantastic! Good job! Great work! Good for you! Good girl / boy! Goodness me, I’m impressed! Listen Read… Write… Count… Find… Point to… Find a pencil / your crayons, please. Draw / Colour… Circle… Sort… Show me… Go to… Let’s play / sing / say it! …and don’t forget Right, tidy-up time! Please. Thank you. Sorry! Pardon. Excuse me. Come on, let’s all tidy up. Put your book and your pencil case in your bag. Children wearing red jumpers / children who like cycling can go out / home. Put your jacket on, please. See you tomorrow! Have a nice day! Bye! Gagnlegar kennsluhugmyndir 8 Gagnlegar kennsluhugmyndir

2 This is me 9 Í Teacher’s Book eru hugmyndir sem hjálpa kennaranum að koma af stað samtölum um kveikjumyndirnar eða hvernig halda má uppi samræðum um mismunandi verkefni í My Book. Þetta geta verið munnleg verkefni eins og: • Finnið orð á myndinni. Nemendur leita að orðum sem þau kunna á ensku. Well then, let’s have a look. What can you see in this picture? • Gagnsæ orð. Nemendur leita að orðum sem líkjast á íslensku og ensku. Look at me and listen carefully! I can see a flag. A flag. Can you see a flag? What do you think a flag is? • Talning. Teljið saman. Now then, boys and girls, let’s count. How many girls can you see in the picture? Let’s circle all the girls. Hm… I wonder how many girls can you see in our classroom? Let’s count again! Flettispjöldin nýtast á fjölbreyttan hátt, bæði af kennara og nemendum í sameiningu, sem og í hópa- eða paravinnu. Gátuleikir til að æfa ný orð, flokkunarverkefni og spil hjálpa nemendum að auka orðaforða í gegnum endurtekningu og með því að nota orð í nýju samhengi. Skoðið flettispjöldin saman og notið lestraraðferðir sem nemendur þekkja úr íslenskunámi, eins og t.d. að klappa atkvæði eða hlusta eftir upphafs- og lokahljóðum í orðunum. Í upphafi er ekki gert ráð fyrir því að nemendur geti lesið öll spjöld sjálfir en með mörgum fjölbreyttum verkefnum munu orðmyndirnar festast í minni. Seinna í námsferlinu hentar að nota flettispjöldin með æfingarorðum og orðasamböndum til að smíða sameiginlega stuttar setningar sem nemendur geta unnið áfram með, bæði munnlega og skriflega. Flettispjöldin hjálpa einnig til að gera nemendur meðvitaða um hvernig orðin eru stafsett. Æfið algengustu orðin Verkefnið Circle er í hverjum kafla en þar er sjónum beint að ýmsum smáorðum og öðrum orðum sem eru meðal algengustu orðanna í enskri tungu. Rannsóknir sýna að 100 algengustu orðin, spanna verulegan hluti þeirra orða sem notuð eru í daglegu tali í ensku. Þar sem að enska er ekki mjög hljóðrétt mál, léttir það námið töluvert ef þessi orð og orðmyndir þeirra eru festar í minni. Flettispjöldin eru vel til þess fallin að venja nemendur við að kanna stafsetningu orða. Þegar nemendur byrja að skrifa sínar eigin setningar og lengri texta seinna meir, mun stafsetning liggja betur fyrir þeim ef orðmyndir algengustu orðanna eru fastar í minni þeirra. Notið Myndavegginn Á stafræna myndaveggnum geta börnin notað sköpunargleðina þegar þau vinna með orð, myndir og orðatiltæki úr köflunum. Myndaveggurinn gerir kennaranum kleift að aðlaga verkefni að getu nemenda, þrátt fyrir að öll séu að vinna að sams konar verkefni. Þannig geta nemendur unnið á sínum forsendum og æft þá þætti sem þörf er á hverju sinni. Myndaveggurinn gefur einnig tækifæri til þess að vinna áfram með kveikjumyndina og orðaforðann heima. Gerðu ráð fyrir tíma til vinnu á Myndaveggnum, fléttaðu hana inn í einstaka kafla og nýttu hann í tengslum við námsmat í lokin. Námstækni Það er á ábyrgð kennarans að hjálpa nemendum, jafnt og þétt í gegnum námið, að verða meðvituð um hvaða námstækni hentar þeim best. Börnin þurfa að tileinka sér tækni til að geta skilið það sem þau heyra og seinna lesa. Þau þurfa að geta komið orðum að því sem þau ætla að læra og ekki síður hvernig þau læra. Yes we can hjálpar þér sem kennara, við þessa vinnu strax frá upphafi enskukennslu Kveikjumyndirnar finnur þú á vefsvæðinu og hægt er að smella og heyra orðin. Byrjið hvern kafla á að vinna með kveikjumyndina sameiginlega uppi á töflu. Notaðu sjónræna örvun Margir hafa enskuvegg eða enskuhorn í kennslustofunni þar sem markmið hvers kafla og flettispjöldin eru hengd upp ásamt t.d. verkefnum nemenda eða öðru sem tilheyrir enskunáminu. Notaðu veggspjöldin með kveikjumyndunum sem hvatningu til að leita stöðugt að nýjum orðum. Hvettu nemendur til að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, t.d. með því að semja stuttar sögur um hluti og persónur sem fjallað er um í köflunum. Hengdu upp verk nemenda, með yfirskriftum eins og My favourite animal eða This is me! Þrátt fyrir að nemendur geti ekki enn lesið ensku hafa þau gaman af að fletta enskum barnabókum og ævintýrum sem þau þekkja á íslensku. Það er kjörið að nota slíkar bækur til að leyfa þeim að fara í orðaleit. Búið til setningar með flettispjöldunum Efnið inniheldur flettispjöld, bæði með æfingarorðum og orðasamböndum úr hverjum kafla, sem nýtast vel til að sýna nemendum hvernig búa má til setningar á ensku. Æfingarorðin og orðasamböndin eru meðal algengustu orðanna í ensku máli. Með því að byrja námið á einmitt þessum orðaforða og byggja svo jafnt og þétt ofan á hann, munu börnin fljótt verða í stakk búin til þess að tala saman og tjá sig á einföldu máli um áhugamál og hversdagslíf eins og hæfniviðmið aðalnámskrár gera ráð fyrir. Gagnlegar kennsluhugmyndir

á yngsta stigi. Nemendur fá þjálfun í að draga ályktanir um það hvað kaflarnir fjalla um, með athöfnum og verkefnum sem hvetja þau til að rýna í teikningarnar, nota fyrri þekkingu og ekki síst hlusta eftir þekktum, gagnsæum og algengum orðum. Einstaklingsmiðað nám Til að allir nemendur geti fengið tækifæri til að ná sínum markmiðum er mikilvægt að einstaklingsmiða enskukennsluna. Sem kennari getur þú aðlagað munnleg verkefni að getu hvers og eins á þann hátt að öll upplifi að þau fái spurningar og verkefni sem ögra og hvetja. Yes we can er byggt upp þannig að bæði er auðvelt að einfalda verkefni og gera þau meira krefjandi, hvort sem um er að ræða bækurnar, ljósritin, flettispjaldaverkefnin eða efnið á vefsvæðinu. Viðbótarverkefni Það er mjög mismunandi frá skóla til skóla hvernig enskukennslunni er háttað. Þar sem ekki er gert ráð fyrir miklum tíma í töflu, hjá allra yngstu nemendunum má skjóta inn litlum dagskömmtum, bæta ensku inn í verkstæðisvinnu eða vinna með stök viðbótarverkefni. Í hverjum kafla í Teacher’s Book finnur þú tillögur að viðbótarverkefnum sem henta vel til einstaklingsmiðaðs náms. Veldu verkefni sem passa þér og þínum nemendahópi og þeim fjölda kennslustunda sem þú hefur úr að moða. Til að ná að vinna með alla grunnþætti skaltu velja verkefni með fjölbreyttum faglegum áherslum yfir það tímabil sem þú vinnur með hvern kafla. Viðbótarverkefnin henta vel til að hvíla bókarvinnu og gefa nemendum tækifæri að þjálfa orð og kunnáttu í nýju samhengi og nýjum hópasamsetningum. Með því að flétta viðbótarverkefnin inn í kennsluna verður auðvelt að bjóða upp á kennslustund með hreyfingu, spilum, leikjum, lestrar- og ritþjálfun og skapandi vinnu. Leiðsagnarmat með Yes we can Í Yes we can 2 er gert ráð fyrir að hæfniviðmiðum fyrir erlend mál sé fylgt. Í Teacher´s book er grein gerð fyrir markmiðum hvers námshluta. Allt námsmat á fyrstu stigum skal vera símat. Markmið þess skal vera að hvetja til náms og framþróunar og veita kennara og nemanda innsýn í hvar nemandinn stendur og hvað beri að vinna með í framhaldinu. Rannsóknir sýna að það sem hefur mest áhrif á námsframvindu og námsáhuga er gæði endurgjafarinnar sem nemendur fá fyrir vinnu sína. Námsmatið ætti að gefa svar við þrem megin spurningum: • Hvar er ég? • Hvert ætla ég? • Hvernig kemst ég þangað? Til að geta svarað þessum spurningum þurfa nemendur að: • skilja hvað þeir eru að læra og hvers ætlast er til af þeim • fá viðbrögð á gæði vinnu sinnar • fá leiðbeiningar um hvernig þeir eiga að undirbúa sig • vera þátttakendur í eigin námi og leggja mat á eigin vinnu og námsþróun Leiðsagnarmat fer fram á fjölbreyttan hátt í Yes we can. Kennarinn metur framgang nemenda á mismunandi sviðum jafn óðum, út frá markmiðum og hæfniviðmiðum. Námsmatsverkefnin Now I know nýtast vel sem liður í leiðsagnarmati. 10 Gagnlegar kennsluhugmyndir

2 This is me 11 Þegar nemandi byrjar að læra ensku í skóla hefur heilinn þegar myndað tungumálamynstur, við það að tileinka sér móðurmálið. Þetta mynstur yfirfærir heilinn á nám nýs tungumáls og því er afar mikilvægt að nemendur fái frá upphafi að vinna með grundvallar orðasambönd sem smám saman festast í minninu. Þau lærast fyrst sem heildir og með aldrinum eykst skilningur á að orðasamböndin eru samsett úr pörtum sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Um leið eykst meðvitund um málfræðilega uppbyggingu og samhengi. Á þeim tímapunkti er eðlilegt að málfræðinám hefjist. Málörvun og framvinda Í enskunámi þarf að gefast svigrúm til að nota sem flest skilningavit. Börn læra á ólíkan hátt og á mismunandi hraða. Þau nota líka ýmis konar námstækni sem þau sjálf eru ekki meðvituð um í upphafi. Börn á þessum aldri hafa oft líflegt ímyndunarafl og vilja gjarna leika sér. Einbeitingarhæfni þeirra er ekki fullmótuð og hana þarf að þjálfa upp með stuttum námslotum og mikilli fjölbreytni. Almennt hafa yngri skólanemendur heildrænni sýn á umhverfi sitt og því hentar ekki að vinna með málfræði eða formlega greiningu á málinu með þeim aldurshópi. Sum 6-7 ára börn geta meira að segja átt erfitt með að greina á milli bókstafa, orða og tölustafa. Mikil áhersla er lögð á málörvun í námsefninu. Nemendur þroska skilning á samhenginu milli hljóða, bókstafa, samstafa, bókstafsmynda og ríms. Rannsóknir staðfesta að leikur með orð og hljóð á borð við það að finna líkindi og ólíkindi eða að taka burtu hljóð úr orði og setja annað í staðinn, léttir nemendum lestrarnámið. Þetta á við hvort sem er um fyrsta eða annað tungumál. Á vefsvæðinu finnur þú framburðarmyndbönd sem hjálpa nemendum og kennurum með hljóð sem eru frábrugðin í ensku. Horfið saman á myndböndin og æfið framburðinn. Framvindan í Yes we can þróast frá áherslu á hlustun, endurtekningu og skilning til munnlegrar tjáningar og síðar til markvissrar ritunar og lesturs. Verkefnin í MyBook eru gerð með þetta í huga. Nemendur prófa sig áfram með ritun á sama tíma og þau kynnast bókstöfunum og einföldu setningamynstri fyrstu árin. Upp frá því verður aukin áhersla lögð á sjálfstæðari vinnu við ritun og lestur. Orð og setningamynstur í Yes we can eru valin með hliðsjón af hæfniviðmiðum. Markmið hvers kafla eru skilgreind í Teacher’s Book. Viðfangsefni og orðaforði efnisins eru sótt í nánasta umhverfi nemenda. Efnið reynir á hlustunar- og lesskilning um leið og nemendur styrkja tal- og rithæfni sína með því að hlusta á og upplifa ensku í fjölbreyttum aðstæðum. Nemendur læra ensk orð áður en málskilningur í þeirra móðurmáli eru orðinn fullþroskaður. Umfang orðakunnáttu þeirra þroskast jafnt og þétt gegnum skólagönguna og út allt lífið. Í Yes we can eru æfingarorðin valin út frá megin viðfangsefnunum. Ætlunin er að nemendur þekki þessi orð og kunni þegar þau fara sjálf að lesa og skrifa. Að auki er áhersla lögð á algengustu orðin í ensku. Það er fjöldi fallorða auk smáorða á borð við forsetningar, aukasagnir, greina og fornöfn. Það er ekki auðvelt að myndgera smáorðin á flettispjöldum en nemendur eru fljótir að læra orðmyndir þeirra og þekkja þau í texta. Í námsefninu eru verkefni þar sem nemendur eiga að finna og setja hring utan um orðin í söngvum og vísum. Þegar unnið er markvisst með algengustu orðin frá upphafi námsferlisins fá nemendur góðan grunn fyrir lestur og ritun og eiga auðveldara með réttritun þegar áhersla eykst á þann þátt tungumálanámsins seinna meir. Orðin verða þannig mikilvæg verkfæri þegar nemendur fara að skrifa sinn eigin texta. Tungumál uppgötvað Í es we can eru nemendur hvattir til að finna orð og hluti á myndum, að hlusta eftir orðum og málhljóðum og til að leita eftir merkingu í þeim orðum og verkefnum sem þau mæta. Þau gerast tungumálspæjarar og þetta verða fyrstu kynni þeirra af málfræði, þó fyrstu skrefin einkennist af leik og skemmtilegum athöfnum. Yes we can miðar að því að skapa frjóan jarðveg fyrir dýpra nám. Rannsóknir sýna að tungumálanám, sem krefst ígrundunar og úrvinnslu, er árangursríkara en það sem einkennist eingöngu af minnisnámi. Því meira sem nemandi þarf sjálfur að velja orð og hugtök, því líklegra er að orðin festi sig í sessi og verði tekin í notkun aftur seinna meir. Það er því eðlilegt að byrja á einföldum aðgerðum eins og að hlusta, finna og þekkja orð í textum, fyrst í töluðu máli en seinna einnig í ritun. Meiri áskoranir fylgja í kjölfarið, eins og t.d. að finna orð sem skera sig úr (Odd one out-verkefni), eða að para saman orð og myndir, orð og merkingu þeirra eða samheiti og andheiti. Orðaflokkun er enn meiri áskorun t.d. flokkun orða eftir ákveðnum viðmiðunum eða að raða þeim í rétta röð. Verkefnin í Yes we can taka mið af þessari framvindu. Önnur leið til að tryggja dýpra nám og að þekkingin festist í sessi er að gera verkefnin þannig úr garði að nemandinn upplifi tengingu við þau og tilgang. Þetta má nálgast með verkefnum þar sem lýst er uppáhaldi innan ákveðins flokks, þar sem valið er milli nokkurra möguleika o.fl. Rannsóknir sýna að persónuleg nálgun hefur jákvæð áhrif á nám. Það er ekki fyrr en nemendur hafa gert nýju orðin að sínum, að þau hafa virkilega tileinkað sér þau. (Thornbury 2002.) Kerfisbundinn framgangur og endurtekning Nemendur þurfa að sjá orð töluvert oft áður en þau festast í langtímaminninu. Þau þurfa að þekkja þau, nota þau og nota þau aftur í nýju samhengi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mikil áhersla er lögð á upprifjun og endurtekningu í Yes we can. Þegar lærð orð eru sótt og notuð í nýju samhengi örvast og styrkist huglægt net nemenda. Enskunámið einkennist í upphafi mikið af því að herma eftir en með tímanum verður æ mikilvægara að nemendur uppgötvi og verði meðvitaðri um Kennslufræðilegar vangaveltur Kennslufræðilegar vangaveltur

hvaða námstækni hentar þeim best. Það er hlutverk kennarans að hjálpa nemendum að átta sig á þessu. Mikilvægt skref í þá átt er að leika sér með rím, þulur og atkvæði. Eftir því sem nemendur eldast er einnig gert ráð fyrir að þau verði meðvitaðri um mismun og líkindi milli tungumála. Aukin málvitund auðveldar frekara tungumálanám bæði á ensku og íslensku. Í aðalnámsskrá er lögð áhersla á að nemendur verði meðvitaðir um málnotkun sína. Þau þróa með sér hæfileikann til að aðlaga málnotkun sína að aðstæðum, taka tillit til viðmælanda, samhengis, umræðuefnis og tilgangs. Þetta er ævilangt ferli. Til að nemendur verði í stakk búin til að aðlaga mál sitt samhenginu þurfa þau smám saman að byggja upp mikinn orðaforða. Málform Í Yes we can er miðað við breskt málform en seinna meir kynnast nemendur auðvitað fleirum eins og gert er ráð fyrir í aðalnámskrá. Valið hefur verið að nota styttingarnar he’s, I’m og it’s í töluðu máli, söngvum og vísum. Til að auðvelda nemendum að læra orðmyndirnar eru orðin notuð án úrfellinga í öllu öðru samhengi: he is, I am, og it is. Í fyrirsögnum og titlum er stuðst við seinni tíma ritvenjur. Stór upphafsstafur er einungis notaður þar sem reglur segja til um, svo sem í vikudögum, mánuðum og þjóðerni. Heimildir Cameron, L. (2001): Teaching language to young learners. Cambridge. Cambridge University Press Schmitt, N. og McCarthy, M. (red.) (2008 [1997]): Vocabulary: Description, acquisition and pedagogy. Cambridge: Cambridge University Press Thornbury, S. (2002): How to teach vocabulary. Harlow: Pearson Education Limited Wagner, Å.K.H., Strömqvist, S. og Uppstad, P.H. (2008): Det flerspråklige menneske: En grunnbok om skriftspråklæring. Landslaget for norskunder visning. Bergen: Fagbokforlaget Tillögur að enskum barnabókmenntum Þegar nemendur læra nýtt tungumál er mikilvægt að kynna fyrir þeim fjölbreyttar, barnabókmenntir á því tungumáli. Hér er að finna úrval af enskum barnabókmenntum sem nemendur munu hafa gaman af að vinna með. Bækurnar fjalla um þau viðfangsefni sem nemendur kynnast á yngsta stigi, þar á meðal liti, mat, dýr, tölur og veður. Með því að hlusta á og fletta í gegnum barnabækurnar nýta þau þá færni sem þau hafa tileinkað sér til að skilja innihald bókarinnar, jafnvel þótt þau kunni ekki öll orðin. Aesop: The sun and the wind (Retold by Mairi Mackinnon). Usborne Picture Storybooks, 2008 Campell, Rod: Dear Zoo. Abelard-Schuman Ltd. 1982 Carle, Eric: The very hungry caterpillar. Puffin Books, 1969 Cousins, Lucy: Maisy’s colours. Walker Book Ltd. 1997 Cousins, Lucy: Hooray for fish. Walker Books Ltd. 2005 Hill, Eric: Spot can count. Penguin Books Ltd. 1999 Martin Jr., Bill and Eric Carle: Brown bear, brown near, what do you see? Fitzhenry & Whiteside Ltd. 1970 McKee, David: Elmer’s colours. Andersen Press Ltd. 1994 McKee, David: Elmer’s friends. Andersen Press Ltd. 1994 Rosen, Michael and Helen Oxenbury: We’re going on a bear hunt. Walker Books, 1997 12 Kennslufræðilegar vangaveltur

2 This is me 13 Once upon a time … Ævintýrið The three billy goats Gruff á vel við í vinnu með kafla 7; Oink! Woof! Moo! The three billy goats Gruff Once upon a time there were three goats called the three billy goats Gruff. The big billy goat Gruff, the middle billy goat Gruff and the little billy goat Gruff lived in a field and were always hungry. From their field the tree bill goats Gruff could see a beautiful hillside full of green grass. One day the big billy goat Gruff said, “Let’s go up the hillside and eat lots of lovely green grass!” But, to get to the hillside the three billy goats Gruff had to cross a river. They had to walk over an old wooden bridge. Under that bridge lived a big, grumpy troll. First the little billy goat gruff walked over the bridge. Trip, trap, trip, trap his hooves went. “Who is that trip-trapping over my bridge?” said the troll. “It is only me, the little billy goat Gruff, crossing over to eat green grass on the hillside,” said the little billy goat Gruff. “I’m coming to eat you,” said the troll. “Oh, please, don’t eat me, I’m too small,” said the little billy goat Gruff. “Wait for my brother. He is much bigger than me!” “Well, all right, then. Off you go,” said the troll. Then the middle billy goat Gruff walked over the bridge. Trip, trap, trip, trap his hooves went. ”Who is that trip-trapping over my bridge?” said the troll. “It is only me, the middle billy goat Gruff, crossing over to eat green grass on the hillside”, said the middle billy goat Gruff. “I’m coming to eat you,” said the troll. “Oh, please, don’t eat me,” said the middle billy goat Gruff. “Wait for my brother. He is much bigger than me.” Well, all right, then. Off you go” said the troll. At last the big billy goat Gruff tramples over the bridge. Trip, trap, trip, trap his hooves went. “Who is that trampling over my bridge?” the troll roared. “It is me, the big bully goat Gruff, crossing over to eat green grass on the hillside,” said the big billy goat Gruff. “I’m coming to eat you,” roared the troll and climbed up on to the bridge. “Oh, no you won’t,” said the big billy goat Gruff. He lowered his horns and charged at the troll. The big billy goat gruff pushed the troll so hard that he fell off the bridge and landed in the river with a big splash. The troll was never seen again. The tree billy goats Gruff walked to the hillside, ate lovely green grass all summer and lived happily ever after. THE END Tillögur að enskum barnabókmenntum

Markmið Nemendur geta … • Skilið og notað þekkt kurteisisorðasambönd • Þekkt gagnsæ orð (orð sem eru lík á ensku og íslensku) • Skilið og tileinkað sér tölurnar 1-12, orð yfir vikudaga og veðurorðin sunny, cloudy, raining og snowing 14 English every day 7 6 3 Ræðið um vikudagana og veðrið, t.d. Today is Monday. It is sunny. 4 Kveðjið á ensku. 1 Heilsið hvort öðru og farið með vísuna saman. 2 Notið málbandið og teljið saman. Teljið mismunandi hluti í skólastofunni. 3 What day is it today? What is the weather like? It is sunny. It is cloudy. It is raining. It is snowing. 4 Have a nice day! Bye! English every day Good morning! How are you? Hello! Hi! Have a nice day! See you tomorrow! Fine, thanks. Let’s rap Hi! Hello! Good morning! How are you today? Hi! Hello! Good morning! It’s time to work and play. Let’s explore! We want to learn more. 2 Let’s count 1 Good morning! Æfingarorð • Tölurnar 1-12 • Vikudagarnir • Orðin sunny, cloudy, raining, snowing Gagnsæ orð • Hello, hi, good morning, Monday, bye Sunday Framburður • /w/Wednesday • /θ/Thursday • /z/Thursday Söngvar • Let’s rap Þessum blaðsíðum er ætlað að stuðla að því að nemendur heyri og tali ensku í daglegu skólastarfi. Á fyrstu árum skólagöngunnar eru fáir tímar eyrnamerktir enskukennslu og því nauðsynlegt að nýta hvert tækifæri til að flétta enskuna inn í dagleg viðfangsefni. Markmiðum kennslunnar má ná fram á fjölbreyttan hátt á sama tíma og nemendur upplifa námið sem áhugavekjandi, yfirstíganlegt og markvisst. Það er mikilvægt að leggja inn stutt munnleg verkefni eins oft og auðið er. Það dregur úr líkum á að nemendur upplifi feimni og óöryggi í samskiptum á ensku, þegar þau eldast, hættir frekar til sjálfsgagnrýni. Greeting each other Þegar heilsast er og kvatt, gefast góð tækifæri til að læða enskunni inn í dagleg samskipti í skólastofunni og um leið gefast tækifæri til að hefja samtöl. Nemendur læra að það er hægt að heilsa á marga máta. Ef kennari segir Good morning, geta nemendur svarað á sama hátt, eða með því að segja Hi eða Hello. Þegar þú spyrð nemendur How are you? er viðeigandi að þau svari Fine, thanks. 1 Good morning Hlustið á mismunandi tegundir af kveðjum og látið nemendur heilsast. Vinnið því næst með Let´s rap. Erindið má gjarna nota í byrjun hvers enskutíma. Þannig fá nemendur endurtekningu á kveðjunum um leið og heilinn býr sig undir að hlusta á og tala ensku. Kennarinn les textann,

2 This is me 15 English every day bekkurinn í kór eða nokkrir nemendur fara með sína línuna hver. Rappið er hressileg byrjun á deginum en hjálpar einnig nemendum að gera kveðjurnar að rútínu. Í vefefninu má finna erindið í skemmtilegri rappútgáfu. 2 Let’s count Mörg kunna enska talnarunu áður en þau byrja í skóla en það er ekki þar með gefið að þau kunni að nota tölurnar. Notið tölurnar í mismunandi aðstæðum, þar sem við á t.d. Now boys and girls, let’s count. How many boys are there in our class today? 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7. Yes, there are seven boys. Well done! Eftir því sem orðaforðinn eykst má láta nemendur telja fleira í skólastofunni, t.d. pencils, chairs, tables o.fl. 3 What day is it today? Hefjið kennslustundina á því að segja hvaða dagur er: Today is … Þegar nemendur hafa endurtekið heyrt nöfnin á vikudögunum geta þau farið að svara spurningunni What day is it today? Til stuðnings geta þau haft bókina opna á bls. 6 og séð þar dagana í réttri röð eða fylgst með uppi á töflu. Nýtið tækifærið og æfið réttan framburð á vikudögunum. Sum daganafnanna innihalda hljóð sem eru einkennandi fyrir enskan framburð. T.d. Monday, þar sem fyrsti sérhljóðinn er borinn fram sem ^-hljóð. Hljóðið /w/ í Wednesday er annað dæmi en upphafshljóðið í Thursday ætti ekki að vefjast fyrir íslenskum nemendum sem þekkja það sem Þ hljóðið. Markmiðið er að nemendur á þessu stigi geti sagt nöfn vikudagana á ensku og með því að byrja alla daga á English every day fá þau góða þjálfun í því. 4 What is the weather like? Við upphaf skóladags eða enskutíma er tilvalið að ræða veðrið lítilsháttar. Nemendur læra um fjórar mismunandi tegundir af veðri í Yes we can 2: It is sunny, It is cloudy, It is raining og It is snowing. Það er líka kjörið að vinna með tölfræði í kringum veðrið. Til dæmis að fylgjast með veðrinu yfir viku eða mánaðartímabil, búa til súlurit og láta nemendur teikna eða skrifa um mismunandi veður. Í daglegu tali eru orðin It is gjarna sett saman í It´s. 5 Have a nice day! Í talblöðrunum á bls. 7 læra nemendur kveðjurnar Have a nice day, See you tomorrow! og Bye! Þær er tilvalið að nota daglega við lok skóladags til að festa þær í minni. Það er undir hverjum kennara komið hve langan tíma hann eyrnamerkir enskunni í byrjun eða lok dags. Dæmin sem hér hafa verið nefnd nýtast hvort sem sá tími er rúmur eður ei og gefa möguleika á alls kyns útfærslum.

Markmið Nemendur geta … • Fundið gagnsæ orð í kveikjumyndinni • Skilið og tileinkað sér æfingarorð kaflans • Skilið og tileinkað sér orðasamböndin Hi!, My name is og I am • 1 2 3 4 5 6 Welcome! 1 My name is … Hi! I am … 9 8 girl mum dad cat boy ball green red pink yellow tree blue Æfingarorð • Girl, boy, mum, dad, cat, tree, ball, blue, green, red, pink, yellow • Tölurnar 1-6 • Orðasamböndin Hi!, My name is …, I am Gagnsæ orð • Hat, tree, hamburger, guitar, pizza, house, door Í upphafi tímans Á opnunni English every day bls. 6-7 finnur þú tillögur að því hvernig hægt er að byrja og ljúka kennslustundum. Látið nemendur æfa sig í að heilsa og kveðja og farið því næst með rappið Let´s rap. Í framhaldinu má æfa vikudagana, tölur og veðurorð. Framburður • /r/ red, green, tricks • Framburðaræfing bls. 18 • Framburðarmyndband: Red tree, green tree Söngvar • I am Molly, who are you? Ljósrit 1.1 Read and write Lestu, strikaðu yfir og skrifaðu orðin. 1.2 Read and colour Lestu, litaðu og skrifaðu orðin. 1.3 Read and match Púsluspil með gagnsæjum orðum. 16 1 Welcome!

2 This is me 17 • Great job, Anna! (Anna kemur upp að töflu og bendir á hamborgarann.) • There is a baby in the picture. Can you see a baby? • Raise your hand (sýndu upprétta hönd) if you can see a baby. Come up and show us, please. Kynntu ný orð til sögunnar Skoðið æfingarorðin og finnið þau á kveikjumyndinni. Sum þeirra hafa líklega þegar verið nefnd. Kynnið orðin með því að benda á þau: • This is a boy. Can you say boy? Good! Put your hand on top of your head if you can see a boy. (Sýndu með því að setja hönd á höfuð.) • Þorsteinn, can you come up and show us a boy in the picture? Well done! • This colour is called green. Stand up if you can see something green. Teljið saman Æfið tölurnar frá 1-6 með því að telja hluti á myndinni: • How many hamburgers can you see? Let’s count the hamburgers. • One, two, three, four, five. I can see five hamburgers. • Can you find a tree? How many trees can you see? Teljið áfram, allt sem hægt er að telja á myndinni. Hlustið og leitið Spilið hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrið fyrir nemendum að hægt sé að giska á hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að maður skilji ekki hvert orð. Mikilvægasta námstæknin sem nemendur tileinka sér við tungumálanám er mögulega sú að geta fundið samhengi í texta með því að leita eftir orðum sem þau þekkja og gangsæjum orðum og notað þau til þess að geta sér til um innihaldið. Leyfið nemendum að spreyta sig á að finna út hver er að tala og hvað viðkomandi er að tala um. Hlustið á textana og gefið nemendum tækifæri á að sýna að þau skilji innihaldið með því að bregðast við því sem börnin eru að segja. Nemendur geta t.d. komið upp að töflunni og svarað spurningunum sem börnin spyrja í textanum og fundið þann sem talar á myndinni. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. I love pizza! I like hamburgers. Can you see the ketchup? 2. 1-2-3 cats in a tree. 3-2-1 – this is fun! How many cats can you see? 3. Hi! My name is George! Hello! I am John. Would you like a hamburger? No, thank you. How many hamburgers can you see? 4. Hi! I am Jack’s mum. I like playing the guitar. This is my baby. Can you see my baby? 5. Hi! My name is Liam. I love pizza. Here is my mum. Can you see my mum? Let’s play! Æfið litina með leikjunum Stand up og Go to. Finnið til öll flettispjöldin með litum. Dragið einn lit og gefið fyrirmæli. Í þessum leik er hægt að vinna með ýmsar hreyfingar, t.d. twist, turn around, skip, dance, nod your head osv. • Everybody wearing something (dragðu lit) red, please stand up. • Everybody wearing something (dragðu lit) green, please jump. (sýndu hreyfinguna) Í leiknum Go to er flettispjöldunum með litunum dreift um stofuna. Biddu tvo nemendur um að takast í hendur. • Jonas and Isabella, join hands (sýndu hreyfinguna) and go to pink. • Say the name of the colour! Well done! Haltu áfram á sama hátt með hinum í bekknum og restina af litunum. Það má einnig láta pörin skipta um liti. • Pink group (Jónas and Ísabella) and red group (Þóra and Atli), please swap place! Kynntu til sögunnar orðasamböndin My name is … og I am … Láttu nemendur æfa sig í að kynna sig, til að mynda með smá leikþætti þar sem þau segja nafn sitt og aldur. Notaðu kveikjumyndina Það fyrsta sem mætir nemendum í hverjum kafla er kveikjumyndin og hún nýtist vel til að koma af stað og styðja við umræður í gegnum kaflann. Notaðu kveikjumyndina í bókinni eða finndu hana á vefnum og varpaðu henni upp á töflu. Ræðið saman um það sem þið sjáið á myndinni og láttu nemendur leita eftir orðum sem þau þekkja nú þegar. Hafið umræðurnar sem mest á ensku en notið líkamstjáningu og leikræna tilburði eftir því sem við á, til að auka skilning, sérstaklega þegar ný orð eru kynnt til sögunnar. Hengið veggspjaldið með námsmarkmiðunum upp og ræðið hvað nemendur telji að þau muni læra í kaflanum. Farið yfir æfingarorðin á veggspjaldinu. Hvað kunna nemendur? Ræðið hvað nemendur kunna nú þegar og hvaða orð þau geta sagt á ensku. Margir kunna að telja, kunna litina, að kynna sig og ýmis smáorð og algeng orð sem þau hafa rekist á í sjónvarpsefni, tölvuleikjum, utanlandsferðum eða á netinu. Ef nemendur skilja hvers vegna þau læra ensku verður áhuginn og hvatningin enn meiri og því borgar sig að byggja á þeirra eigin reynslu og upplifunum. Ræðið hvar líklegt sé að enska verði á vegi okkar og leyfið öllum að segja frá aðstæðum þar sem þau hafa notað ensku. Skoðið kveikjumyndina í sameiningu og spyrjið á ensku: What can you see in the picture? Ef ástæða er til má endurtaka spurninguna á íslensku. Ef svarað er á íslensku þýðir þú yfir á ensku, t.d. I can see hús. Þú endurtekur og segir Gunnar can see a house. Nemendur skiptast á að segja orð sem þau þekkja. Smelltu á orðin eða láttu nemendur koma upp og smella á orðin sem þau finna. Allir endurtaka svo orðið í kór. Þegar búið er að finna öll orð sem þau þekkja segir þú: • Now listen carefully! I can see a hamburger. Stand up if you can see a hamburger (Stattu upp til að sýna hvað þú ert að biðja um.) Nemendurnir standa upp • Sit down (sýndu aftur) • Anna, where is the hamburger? Point to the hamburger, please. (Bentu til að sýna.) 1 Welcome!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=