Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 39 Notaðu Myndavegginn til að gefa nemendunum kost á að flétta saman myndum, orðum og setningum úr kaflanum Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Father Christmas Finndu jólasveinahúfu og leyfðu nemendum að skiptast á að leika Father Christmas. Hin eiga að búa til samtöl. Þau skiptast á að koma upp, heilsa og spjalla við Father Christmas. Mundu að hvetja þau til að nota kurteisisorð og frasa sem þau hafa þegar lært: Hi, Hello, My name is … I am … Nemendur og Father Christmas ljúka samtölunum með því að óska hvert öðru Merry Christmas! Santa Scramble Nemendur fá einn lit hver. Notaðu litina sem þau hafa þegar lært: green, red, blue, yellow, pink, orange, black. Öll setjast á stól í hring nema einn sem stjórnar og stendur í miðjunni. Stjórnandinn nefnir einn eða fleiri liti og þau sem hafa þá liti standa upp og skipta um sæti. Ef stjórnandinn segir Merry Christmas eiga allir að skipta um sæti. Stjórnandinn reynir að stela sæti meðan hinir skipta. Sá sem ekki nær sæti verður næsti stjórnandi. • Reds, change places! • Yellows, change places! • Merry Christmas! 3 Christmas

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=