Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 25 3 Listen and circle Þetta er tvíþætt hlustunarverkefni þar sem nemendur lita fyrst flíkurnar og setja því næst hring utan um mismunandi líkamshluta. Rifjið upp litaorðin, biddu svo nemendur að taka fram litina sína og segðu: • Show me black, please! Find your blue crayon. Good! Ræddu við nemendurna um hvernig fötum Molly og Jack eru í. Hjálpaðu þeim í umræðunum með því að byrja setningar sem þau geta klárað. • What is Molly wearing? She is wearing a …? Skirt! Yes, she is wearing a skirt. Put your finger on Jack’s T-shirt. Well done! Rifjið upp líkamshlutana: • Show me your arm, please! • Where is your hand? Hlustið á textann. Segðu nemendum að hlusta og lita fötin í réttum litum. Það er nóg að setja kross í réttum lit meðan hlustað er og klára að lita eftir á. Hlustið á fyrri hlutann (frá byrjun til 00.38), og litið fötin í réttum lit. Stoppið inn á milli og hlustið á eina setningu í einu svo tryggt sé að allir skilji verkefnið. Hlustið á seinni hlutann, (00.39 til enda). Segðu nemendum að gera hring um þau föt sem þau heyra nefnd í upplestrinum. Stoppið af og til meðan hlustað er. Söngur Finndu lagið If you’re happy and you know it á vefsíðunni og spilaðu það fyrir bekkinn. Hlustið fyrst, spilaðu svo aftur og syngið með. 4 Listen and colour Rifjaðu upp litina áður en þið hlustið á textann: • Stand up if you are wearing red. • Well done, I can see you’re wearing a red T-shirt. Segðu nemendum að hlusta á textann og lita kubbana í réttum lit. Eins og fyrr, dugar að setja kross í réttum lit í reitina til að byrja með og lita að fullu eftir á. Stoppaðu afspilunina af og til, til að fullvissa þig um að allir nái að fylgjast með. Að lokum gefur þú nokkrar mínútur til að ljúka við að lita. Hlustunarefni verkefni 5 1. Number one is blue. 2. Number two is pink. 3. Number three is yellow. 4. Number four is green. 5. Number five is orange. 6. Number six is black. 7. Number seven is red. Teikniverkefni Nemendur teikna sjálfsmynd og lýsa fatnaði og litum, hvert fyrir öðru. T.d. It is a cap. It is blue. Myndirnar má síðan hengja upp í kennslustofunni. Viðbótarverkefni Kims leg Nemendur vinna í hópum. Fjögur flettispjöld eru lögð á borðið. Einn nemendanna fjarlægir eitt af spjöldunum án þess að hin sjái til. Restin af hópnum á að reyna að finna út hvaða spjald vantar. Colour and write (lestrarverkefni ljósrit 2.1). Flashcards Nemendur vinna saman í pörum og skipta flettispjöldunum á milli sín. Þau skiptast á að draga eitt spjald og segja hvað er á því. Hlustunarefni verkefni 3 1. Hi! I am Molly. I am 5. My socks are blue. My skirt is green. Look at my cap. My cap is yellow. 2. Hello! My name is Jack. I am 6. Look, my T-shirt is orange. My shoes are red. I like red! 3. Find Molly’s hand. 4. Find Molly’s arm. 5. Find Molly’s leg. 6. Find Jack’s foot.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=