Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

5 In the classroom 41 Skoðið kveikjumyndina í sameiningu og leyfðu nemendum að leita eftir orðum sem þau þekkja. Ræðið hvað nemendur telji að þau séu að fara að læra um í kaflanum. Hengdu upp veggspjaldið með markmiðum kaflans, þar sem allir geta séð. Ræðið það sem þið sjáið á myndinni. Rifjið upp orð Skoðið myndina og finnið orð sem nemendur hafa lært í fyrri köflum. • How many boys can you see? • Raise your hand if you can see a cat? • Tell me, what can you see? A red jumper. Are any children in our class wearing red jumpers today? Vekið athygli á orðasamböndunum It is … og I can see ... Kynnið ný orð Skoðið kveikjumyndina og farðu yfir æfingarorðin. Geta nemendur fundið þau á stóru myndinni? Spurðu: What can you see? Hlustið á æfingarorðin eða lestu þau upp. Það gæti borgað sig að taka hvern flokk fyrir sig. Þ.e. fyrst skólatengd orð, svo sagnorð eða ávexti. • Can you see a table? • How many chairs can you see? • Jack is wearing a red jumper and blue trousers. What colour is Jack’s book? • Look at me first. I am reading (leiktu að þú lesir í bók). How many children are reading? • I can see two bananas. Can you point at the bananas? What colour are the bananas? Samanburður Berið saman ykkar kennslustofu og þá sem þið sjáið á myndinni. • How many girls are there in the class? How many girls are there in our class? Let’s count! • They have one computer in the classroom. Do we have any computers? How many? • What colour is the door? What colour is our door? Hlustið og leitið á myndinni Áður en hlustað er á textana með kveikjumyndinni skuluð þið ræða myndina. Notið orðin boy, girl og liti til að lýsa börnunum á myndinni. Nemendur giska og finna: • Listen! I can see a boy. He is wearing blue trousers and red shoes. Can you find him? Well done! Leitið að orðum á kveikjumyndinni. • Let’s count all the pencils in the picture. • I can see a boy who is writing. He is wearing blue trousers and a red jumper. Can you see him? He is writing. Láttu nemendur koma upp og smella á orðin og biddu svo allan bekkinn um að endurtaka orðið sem þið heyrðuð. Hlustið og leitið á myndinni Spilaðu hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrðu fyrir nemendum að hægt sé að giska á hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að maður skilji ekki hvert orð. Leyfið nemendum að spreyta sig á að finna út hver er að tala og hvað viðkomandi er að tala um. Spilaðu einn hlustunartexta í einu og gefðu nemendum tækifæri á að sýna að þeir skilji innihaldið og spurningarnar með því að bregðast við því sem börnin segja. Þeir geta t.d. komið upp að töflunni, svarað spurningunum og bent á börnin sem eru að tala. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. -Good morning, boys and girls! Sit down, please, and open your blue book. -We have many blue books. How many blue books can you see? 2. -My name is jack. I’m six. I like writing. I am wearing a red jumper. This is my apple. What colour is my apple? 3. -Hi, I’m Charlotte. I like reading. Can you see me? 4. -Look, there’s a cat at the door! -Oh, it’s my cat. He followed me to school. -What’s his name? -He’s called Tiger. -Where is the cat? 5. -Where is Molly? -I don’t know. -Oh, there she is. She is writing on the computer. Can you see Molly? Let’s play! In the classroom Settu öll flettispjöldin í bunka. Dragðu spjald og gefðu fyrirmæli. • Boys and girls, put your hand on a book, please! • Put your hand on the table.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=