Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

Markmið Nemendur geta … • Fært í orð hvað þau hafa lært á þessu skólaári • Sagt frá þeim söngvum og vísum sem þeim þykja skemmtileg • Sagt frá aðstæðum þar sem kemur sér vel að kunna ensku • Notið setningamyndirnar og myndirnar til að ræða um það sem þið hafið lært í ensku í þessari bók. 63 62 My name: Teacher’s name: Now I know Bingo This is my ... Great job! • Veldu 12 æfingarorð og límdu á bingóspjaldið. Spilið bingó. • Sjálfsmat. Leggðu mat á hvernig þér gekk að vinna með efni kaflans. Litaðu umferðaljósið í samræmi við það, grænt, gult eða rautt. I can see ... It is ... I like ... Now I know Verkefnið nýtist sem verkfæri í símati og er í samræmi við markmið kaflans. Nemendur fá tilfinningu fyrir því hvað þau hafa lært í kaflanum og fá tækifæri til að meta eigið nám með því að lita umferðaljósið í þeim lit sem við á. Vinnið fyrst flokkunarverkefni. Skiptu nemendum í hópa og gefðu hverjum hóp bunka af flettispjöldum. Skrifaðu nöfn flokkana á spjöld t.d. colours, animals, numbers o.s.frv. Biddu nemendur að flokka spjöldin í umrædda flokka. Finnið skæri og lím, dreifðu ljósriti með æfingarorðum til nemenda. Þau velja 12 orð og líma þau á bingóspjaldið á bls 62 í My Book. Leyfðu nemendum að velja orð sem þeim líkar. Ákveddu hvort spila á eina röð, tvær raðir eða heilt spjald. Settu öll æfingarorðin í poka og dragðu eitt orð í einu, sem þú lest upphátt. Þegar einhver er komin með röð/raðir/bingó, segir viðkomandi Bingo! Þú getur valið að leyfa nemendum að draga orð og lesa. Spilið eins oft og þið viljið. Símat Að lokum meta nemendur stöðu sína út frá markmiðunum og lita umferðaljósið. Ræðið með nemendum hver markmiðin voru og hvort þeim hefur verið náð. Yes we can Á lokasíðu bókarinnar er litið yfir farinn veg og námsframvindu og vinnusemi fagnað. Sýndu blað- síðuna uppi á töflu og rifjið um leið upp kveikjumyndirnar sem þar koma fram. Rifjið upp orð og orðasambönd og gefðu öllum tækifæri til að segja eina eða tvær setningar um það sem þið sjáið á blaðsíðunni. Ræðið hversu mikið þið getið sagt um myndirnar núna samanborið við fyrst þegar þið sáuð þær. Leggðu fram öll flettispjöldin sem unnið hefur verið með svo nemendur sjái, svart á hvítu, orðaforðann sem byggður hefur verið upp á tímabilinu. Viðbótarverkefni Let’s sing Skrifaðu fyrstu línurnar í ensku söngvunum sem þið hafið unnið 70 8 Happy Birthday

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=