Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

Markmið Nemendur geta … • Lesið og skrifað dýraorð • Skilið og notað töluorð • Tekið þátt í samtölum um uppáhaldshluti með því að nota lærð orðasambönd 60 61 8 Lestu orðin og litaðu kremið á kökunum í réttum lit. 9 Ræðið saman um uppáhaldsdýr og uppáhaldslit: My favourite colour/animal is … 8 Read and colour 9 Let’s talk! What is your favourite colour? What is your favourite animal? 6 Teiknaðu hring utan um dýraorðin í orðasnáknum. Veldu eitt dýr og skrifaðu á línuna. 7 Skrifaðu tölustafina frá 1–12 á línurnar og segðu tölustafina upphátt. 6 Circle the animals 7 Write and say 3 7 11 catdogcowpi gduck My animal: 68 8 Happy Birthday Námsmat Í kafla 8 gefst tækifæri til þess að fara yfir það sem hefur verið lært í þessu skólaári. Málskilning nemenda og hæfni þeirra til að nota orð og hugtök sem þau hafa tileinkað sér má meta í gegnum munnleg og skrifleg verkefni þeirra. Þau sem hafa þörf fyrir meiri þjálfun geta nýtt sér verkefni og ljósrit í fyrri köflum. Það er mikilvægt að börnin verði meðvituð um eigin faglegu framvindu og upplifi gleðina af því að hafa tekist vel upp. Með minni hópa getur þú notað flettispjöldin til þess að fara yfir hvaða hljóð, orð og orðasambönd úr Yes we can 2 þau eru búin að læra og hver þeirra þarf að æfa betur. 6 Circle the animals Rifjið upp dýraorðin með flettispjöldunum. Haltu uppi einu spjaldi og gefðu tvo möguleika. Cat or cow? Dog or duck? Nemendur svara It is a … Ræðið um myndina á bls. 60, og lýsið dýrunum. I can see a big … The cow is black and white. Hér gefst öllum tækifæri til að taka þátt, óháð orðaforða og málskilningi. Í orðaslöngunni eiga nemendur að lesa og gera hring utan um orðin. Því næst velja þau tvö af dýrunum og skrifa á línurnar. 7 Write and say Byrjið á því að láta nemendur búa til fimm lítil talningarverkefni hvert fyrir annað. Nota má hluti úr pennaveskjunum eða kennslustofunni. Nemendur skiptast á að segja How many …? Viðmælandinn telur og svarar. Því næst skrifa þau tölurnar sem vantar í rununa. 8 Read and colour Búið nemendur undir verkefnið með stuttum leik þar sem öll segja frá uppáhaldslit sínum. Nemendur nota orðasambandið My favourite colour is … Hafið gjarna litaflettispjöldin sýnileg í kennslustofunni. Skoðið því næst blaðsíðu 61 saman, annaðhvort á töflunni eða í bókunum. Nemendur hefjast svo handa við verkefnið, lesa orðin og lita kremið á kökunum. Að lokum ræðið þið verkefnið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=