Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

Markmið Nemendur geta … • Fundið gagnsæ orð í kveikjumyndinni • Skilið og notað æfingarorð kaflans • Tekið þátt í samtölum um jólahefðir í enskumælandi löndum • Skilið og notað orðatiltækið Merry Christmas. 36 3 Christmas Merry Christmas! Christmas 4 29 28 stocking star Christmas present candle Christmas ball snow Christmas tree Father Christmas Æfingarorð • Stocking, Christmas ball, star, Christmas present, candle, snow, Christmas tree, Father Christmas • Orðatiltækið Merry Christmas! Endurtekning • Red, blue, green, pink, yellow, orange, black • Tölur 1-12 Gagnsæ orð • Tree, clock, moon, snow Söngvar • We wish you a merry Christmas Notaðu kveikjumyndina Jól er viðfangsefni sem fangar flesta nemendur. Þrátt fyrir að ekki haldi allir jól er jólahátíðin kjörið tilefni til að ræða mismunandi fjölskylduhefðir og mismunandi leiðir til að halda hátíðir. Ræðið það sem þið sjáið á kveikjumyndinni. Láttu nemendur segja frá því sem þau þekkja á myndinni og jafnvel finna eitthvað sem minnir á eigin jólahefðir. Hvað er kunnuglegt á myndinni og hvað ekki? Myndin sýnir jólahátíð hjá enskri fjölskyldu, sem skýrir hvers vegna börnin á myndinni eru í náttfötunum. Upprifjun – Litir Rifjið upp litaorðin sem þegar hefur verið unnið með: blue, green, red, pink, yellow, orange og black. • Let’s see, can you find something green in the picture? Good! A green tree. • Put your finger on something red. Good job! • Þór, come up and show us something yellow, please. Ljósrit 4.1 Read and write Lestu orðin og tengdu saman orð og mynd. Skrifaðu orðið. Í upphafi tímans Ræðið hvernig veðrið er oftast um jólin. Láttu nemendur ákveða nöfn og aldur barnanna á myndinni. Þið getið líka talið hluti á myndinni til að rifja upp tölurnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=