Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 69 8 Happy Birthday • I like cake. Tell me, do any of you like cupcake? • This cupcake is red. What colour is that cake? • Yes, that cupcake is white. 9 Let's talk Í þessu verkefni eiga nemendur að finna út eitthvað nýtt um bekkjarfélaga sína. Taktu einn umgang í bekknum þar sem nemendur koma með tillögur að spurningum sem hægt er að spyrja með því að nota orðasambandið What is your favourite ...? • What is your favourite colour? My favourite colour is … • What is your favourite animal/day/ fruit/name/car/song …? • My favourite animal/day is … Verkefnið varpar ljósi á orðaforða nemenda og hversu góð tök þau hafa á orðasamböndunum. Notið flettispjöldin • Lestur: Skoðið flettispjöldin með dýrum og litum. Muna nemendur nöfnin á öllum dýrunum og litunum? Segðu orðið og láttu nemendur hlusta eftir fyrsta og síðasta hljóðinu. Feldu myndina með höndinni og láttu nemendur spreyta sig á að lesa orðin. • Lýsing: Dragðu flettispjald með dýri og láttu nemendur lýsa dýrinu með því að nota liti. What can you see? A pink pig. A brown and white cow. It is black. Meiri áskorun • Settu fram fjóra hluti sem hafa mismunandi liti. Finndu einnig til flettispjöldin með litunum. Útskýrðu fyrir börnunum hvernig þau geti skrifað setningar um hvern hlut með orðasamböndum sem þau þekkja: It is purple. It is black and red. Þið getið notað ljósrit 8.3; Write. • Ræðið það sem þið sjáið á kveikjumyndinni. Aðlagaðu samtalið að getustigi nemandans eða hópsins. Þau sem ráða við meiri áskorun geta sett saman fleiri orðasambönd og þannig lýst myndinni ítarlegar. Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má td. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Let’s sing Rifjið upp söngvana sem unnið hefur verið með yfir skólaárið. Láttu nemendur segja frá uppáhaldslaginu sínu. My favorite song is … Söngvana má flytja fyrir aðra bekki eða á sumarhátíð skólans ef við á. Let’s say it Rifjið upp allar vísur og þulur sem nemendur hafa lært. Láttu nemendur flytja uppáhalds vísuna sína fyrir bekkinn eða minni hóp. Let’s play! Ræðið við börnin um hvernig þau geta kynnt sig ef þau hitta enskumælandi börn á ferðalögum. Nemendur æfa stutt samtöl í pörum, þar sem þau kynna sig, segja hversu gömul þau eru og hvað þeim líkar að gera. Sýnið samtölin fyrir framan bekkinn. • I am Nora. I am seven. I like swimming. • Hi! My name is … How old are you? I am seven. • I like swimming. I like football. Notaðu tækifærið til að ræða um í hvaða aðstæðum það kemur sér vel að geta talað og skilið ensku. Notaðu Myndavegginn til að gefa nemendunum kost á að flétta saman myndum, orðum og setningum úr kaflanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=