Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 15 English every day bekkurinn í kór eða nokkrir nemendur fara með sína línuna hver. Rappið er hressileg byrjun á deginum en hjálpar einnig nemendum að gera kveðjurnar að rútínu. Í vefefninu má finna erindið í skemmtilegri rappútgáfu. 2 Let’s count Mörg kunna enska talnarunu áður en þau byrja í skóla en það er ekki þar með gefið að þau kunni að nota tölurnar. Notið tölurnar í mismunandi aðstæðum, þar sem við á t.d. Now boys and girls, let’s count. How many boys are there in our class today? 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7. Yes, there are seven boys. Well done! Eftir því sem orðaforðinn eykst má láta nemendur telja fleira í skólastofunni, t.d. pencils, chairs, tables o.fl. 3 What day is it today? Hefjið kennslustundina á því að segja hvaða dagur er: Today is … Þegar nemendur hafa endurtekið heyrt nöfnin á vikudögunum geta þau farið að svara spurningunni What day is it today? Til stuðnings geta þau haft bókina opna á bls. 6 og séð þar dagana í réttri röð eða fylgst með uppi á töflu. Nýtið tækifærið og æfið réttan framburð á vikudögunum. Sum daganafnanna innihalda hljóð sem eru einkennandi fyrir enskan framburð. T.d. Monday, þar sem fyrsti sérhljóðinn er borinn fram sem ^-hljóð. Hljóðið /w/ í Wednesday er annað dæmi en upphafshljóðið í Thursday ætti ekki að vefjast fyrir íslenskum nemendum sem þekkja það sem Þ hljóðið. Markmiðið er að nemendur á þessu stigi geti sagt nöfn vikudagana á ensku og með því að byrja alla daga á English every day fá þau góða þjálfun í því. 4 What is the weather like? Við upphaf skóladags eða enskutíma er tilvalið að ræða veðrið lítilsháttar. Nemendur læra um fjórar mismunandi tegundir af veðri í Yes we can 2: It is sunny, It is cloudy, It is raining og It is snowing. Það er líka kjörið að vinna með tölfræði í kringum veðrið. Til dæmis að fylgjast með veðrinu yfir viku eða mánaðartímabil, búa til súlurit og láta nemendur teikna eða skrifa um mismunandi veður. Í daglegu tali eru orðin It is gjarna sett saman í It´s. 5 Have a nice day! Í talblöðrunum á bls. 7 læra nemendur kveðjurnar Have a nice day, See you tomorrow! og Bye! Þær er tilvalið að nota daglega við lok skóladags til að festa þær í minni. Það er undir hverjum kennara komið hve langan tíma hann eyrnamerkir enskunni í byrjun eða lok dags. Dæmin sem hér hafa verið nefnd nýtast hvort sem sá tími er rúmur eður ei og gefa möguleika á alls kyns útfærslum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=