Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 3 Til kennarans Til kennarans Kennsluleiðbeiningum þessum er ætlað að gefa þér faglegan stuðning. Margir kennarar sem kenna ensku á yngsta stigi hafa ekki sérhæft sig í enskukennslu. Efnið tekur mið af þessu með því að bjóða upp á markvissa nálgun í enskukennslu sem veitir faglegt öryggi í vinnu með nýtt tungumál. Markviss og örugg framvinda Til þess að geta byggt upp enskukunnáttuna í gegnum alla skólagönguna er mikilvægt að nemendur fyrstu bekkjanna nái að byggja traustan grunn. Tungumálakunnátta þróast smám saman með því að ný orð og setningamynstur lærast og með endurtekningu á orðum og orðasamböndum. Hlustunaræfingar og munnleg verkefni eru því mjög mikilvægir þættir í kennslunni. Nemendur verða að skilja og þekkja orð áður en þau geta notað þau sjálf á virkan hátt. Kennsluefnið Yes we can 2 styður við örugga framvindu og byggir á hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Samskipti frá upphafi Yes we can byggir á því að nemendur hafi samskipti á ensku frá fyrsta degi – jafnvel þótt orðaforði þeirra sé takmarkaður. Með fjölda mismunandi aðferða læra nemendur að ná tökum á enskum orðatiltækjum og þróa smám saman talhæfileika sína. Teacher´s book, hljóðefnið, flettispjöldin og stafræna efnið eru allt góð verkfæri til málörvunar. Hentug og auðveld í notkun Teacher’s Book fylgir My Book blaðsíðu fyrir blaðsíðu og veitir nauðsynlegan stuðning við kennslu, auk yfirlits yfir hvernig ólíkir hlutar efnisins tengjast. Í bókinni eru fjölbreyttar tillögur að kennsluháttum fyrir síðurnar í My book en gert er ráð fyrir að þú sem kennari veljir þann hátt sem hentar þinni kennslu og nemendahóp þínum best. Rafbók og Myndaveggur Rafbókin gerir kennaranum kleift að sýna á töflunni það sem nemendur sjá í sinni bók. Þannig nær hann athygli þeirra á meðan unnið er með kveikjumyndina eða verkefni útskýrð. Notaðu rafbókina til að afmarka vinnu með orðaforða og verkefni áður en nemendur hefjast sjálfir handa í eigin bókum. Myndaveggurinn er rými nemenda fyrir skapandi vinnu. Þar vinna þau sjálfstætt með orð, myndir og setningar og búa til sínar eigin kveikjumyndir. Vinnan með Myndavegginn er samþætt öllum köflum en tengist ekki sérstökum verkefnum. Það er undir hverjum kennara komið hvaða verkefni nemendur vinna á Myndaveggnum og hvenær. Höfundateymi • Sara Hajslund er enskukennari og hefur margra ára kennslureynslu á öllum stigum, bæði í Danmörku og á Spáni. Hún er einnig meðhöfundur enskuefnisins Gekko, fyrir mið- og unglingastig, sem gefið er út af Alinea í Danmörku. • Louise Holst Tollan er enskukennari og hefur kennt ensku frá 1. bekk síðan 2004 í verkefninu Tidlig engelsk sprogstart (TESS) í Brøndby. Hún hefur einnig haldið námskeið víða í Danmörku fyrir CFU og UCC með áherslu á ensku á yngsta stigi og hefur skrifað greinar m.a. fyrir Sprogforum og Sproglæreren. Þýtt og staðfært • Ástríður Einarsdóttir er kennari með framhaldsmenntun í Enskukennslu á yngsta stigi, frá Høgskulen på Vestlandet í Bergen. Hún hefur kennt ensku á yngsta stigi frá aldamótum, á Íslandi og í Noregi, og meðal annars stuðst við þetta kennsluefni. Hún hefur einnig samið kennsluefni fyrir Menntamálastofnun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=