Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 53 með w upphátt og að lokum alla setninguna. 9 Let’s sing Hlustið á lagið eða búið til klappleik. Æfið fyrst framburðin og taktinn með því að klappa öll atkvæðin í vikudögunum án þess að syngja. Leikið klappleikinn. Klappið á lærin á Mon-. Klappið höndum saman á Tues-. Klappið á hendur sessunautar á Wednes- /wenz/, svo höndum saman á Thurs-, á lærin á Fri-, höndum saman á Satur- og á hendur sessunautar á Sun-. Klappið tvisvar snöggt í restina, áður en sungið er aftur. Þegar nemendur eru komnir með tökin á þessu má auka hraðann. 10 Draw and say Hér eiga nemendur að teikna uppáhaldsveðrið sitt og segja svo It is og velja eitt af orðunum sunny, windy, raining eða snowing. Hjálpaðu til með því að segja I like this weather! Ljúktu verkefninu með því að láta nemendur sýna og segja frá því sem þau teiknuðu: It is sunny! 11 Circle the days Nemendur finna og gera hring utan um vikudagana. Hér taka þau ef til vill eftir því að vikudagarnir eru skrifaðir með stórum staf. Til að undirbúa verkefnið má fara til baka í verkefni 9 og athuga hvernig vikudagarnir eru skrifaðir. Láttu svo nemendur velja sér þrjá vikudaga sem þau skrifa neðst á blaðsíðuna. Notið flettispjöldin Minnisleikur Settu flettispjöldin með vikudögunum upp á töflu í réttri röð. Endurtaktu nöfn daganna nokkrum sinnum, svo nemendur læri röðina og verði öruggari á orðmyndunum. Taktu burt einn af dögunum og láttu nemendur fara með alla röðina þrátt fyrir að vanti einn dag. Taktu fleiri daga burtu og endurtaktu verkefnið. Dagar og númeraröð Skrifaðu tölurnar 1-7 yfir flettispjöldin á töflunni. Segðu Number 1 is Monday, Number 3 is Wednesday osv. Fjarlægðu spjöldin, bentu á tölurnar og láttu nemendur segja hvaða dagur er númer hvað. Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Notaðu kveikjumyndina Finnið kveikjumyndina og skoðið æfingarorðin með vikudögunum og stundatöfluna. Farðu yfir dagaröðina á íslensku til að fullvissa þig um að nemendur kunni hana. Byrjaðu á mánudegi og láttu nemendur benda á mánudag á stundatöflunni í bókinni sinni meðan þú segir orðið á ensku. Láttu nemendur endurtaka það sem þú segir og jafnvel segja dagana í réttri röð á ensku. Teljið Notið kveikjumyndina og teljið saman. • How many days can you see? Day number 1 is Monday, number 2 is Tuesday osv. 6 A windy wednesday Notaðu Myndavegginn til að gefa nemendunum kost á að flétta saman myndum, orðum og setningum úr kaflanum. Segðu frá vikunni Láttu sem stundataflan á myndinni sé þín eigin. Sýndu hana uppi á töflu og segðu nemendum frá því sem þú gerir hvern dag. • Every Monday I play football. I like playing football. • Every Tuesday I play the piano. I love playing the piano. • Every Friday I eat taco. • Every Saturday I play football again. I love playing football. • Can you tell me what I do every Thursday? Notaðu látbragð og skýra líkamstjáningu þegar þú sýnir og segir frá því sem þú gerir hvern dag

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=