Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 29 3 I like jumping Notaðu kveikjumyndina Í Yes we can er áhersla lögð á að nemendur geti tekið þátt í einföldum samræðum um hugðarefni sín og áhugamál. Það virkar hvetjandi á nemendur að upplifa að þau geti sjálf sagt eitthvað á ensku. Þegar orðasambandið I like, ásamt sagnorði með -ing endingu, er orðið kunnuglegt geta nemendur farið að ræða um ýmsar tómstundir og áhugamál. Hvað kunna nemendur? Skoðið kveikjumyndina og ræðið orðin og það sem er að gerast á myndinni. Hengdu upp veggspjaldið með markmiðunum, þar sem allir sjá. Spurðu nemendur hvað þau haldi að kaflinn fjalli um. Spurðu einnig hvort nemendur kannist við einhver orðanna, t.d. gagnsæu orðin, litina eða tölurnar. Notaðu skýra líkamstjáningu til að hjálpa nemendum að skilja. • Jumping. Can you say jumping? Well done. • Can you find a boy and a girl jumping on a trampoline? • Markus, come up and show us, please. Rifjið upp þekkt orð Endurtakið og æfið framburð orða sem unnið hefur verið með fyrr í námsefninu: • Okay. Let’s see if you can find something green in the picture? Good, a green tree. • Come up and show us something red, please. • Put your finger on something pink. Well done! • Can you see a T-shirt? • Let’s see if you can find a boy in the picture. Gagnsæ orð Ræðið saman og reyndu að fá nemendur til að útskýra hvaða aðferðir þau nota til að skila það sem þú segir þegar þú talar ensku. Leyfðu þeim að heyra hvernig gagnsæju orðin líkjast íslensku orðunum. • Look at me and listen carefully! • I can see a flag. A flag. Can you see a flag? What do you think a flag is? „Tré“. Good! Rifjið upp orðasamböndin Skoðið kveikjumyndina aftur. Biddu nemendur um að rifja upp setningarhlutana I can see … og It is … Leyfðu þeim svo að velja sér eitthvað til að benda á, á myndinni, og segja frá. • I can see a girl. • What colour is this? It is … Bentu á eitthvað á myndinni, t.d. barnavagn, og segðu: Is this a cat? Rétta svarið er No, it isn’t. Bentu því næst á kött og svarið verður þá Yes, it is. Endurtaktu þetta með nokkur mismunandi orð, svo nemendur skilji hvers ætlast er til. Láttu þau svo endurtaka leikinn með sessunaut sínum í bókunum. Æfið No, it isn’t og Yes, it is. Kynntu ný orð til sögunnar Kynntu nýju æfingarorðin og orðasamböndin. Smelltu á æfingarorðin á myndinni. Nemendur hlusta, endurtaka og finna orðin á kveikjumyndinni. Kynntu því næst orðasambandið I like + sagnorð + -ing, t.d. með því að segja: • I like swimming. Put your hand up if you like swimming. Láttu nemendur gefa til kynna ef þeim líkar sund með því að segja I like swimming. Haltu áfram á sama hátt með hin sagnorðin. Teljið saman Æfið tölurnar með því að telja hluti á myndinni. Nemendur geta talið í eigin bók eða komið upp á töflu og talið. • Now then, how many cats can you see? Let’s count them together! Hlustið og leitið á myndinni Spilið hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrðu fyrir nemendum að hægt sé að giska á hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að maður skilji ekki hvert orð. Leyfðu nemendum að spreyta sig á að finna út hver er að tala og hvað viðkomandi er að tala um. Með samtölum um myndina læra nemendur að nýta sér það sem þau hafa þegar lært. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. Hi! I am Sophie. I like jumping on the trampoline! Hello! I am Simon. I like jumping too! Can you see me? 2. I like skating. What do you like doing? I like swimming! Miaow! Look, I like swimming too! 3. Hi, I’m Noah! What’s your name? My name is Oliver. How old are you? I’m six I like cycling. I like cycling, too! Come on! 4. I like playing football. I love playing football! Football is the best! Goal! 5. Look at me! I like climbing. Can you find me? 6. I like skiing. Can you see me? Come on, mum! Let’s play! Simon says Hér tengjum við hreyfingar við sagnorðin. Útskýrðu fyrst á íslensku og þegar allir eru komnir með hreyfingarnar á hreint hefst leikurinn. Kennarinn segir: Simon says jump og allir hoppa. Kennarinn heldur áfram að gefa mismunandi fyrirmæli. Ef fyrirmælin byrja ekki á Simon says … en einhver fylgir þeim samt, er viðkomandi úr leik.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=