Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 21 Now I know Þetta verkefni nýtist sem verkfæri í símati og er í samræmi við markmið kaflans. Nemendur fá tilfinningu fyrir því hvað þau hafa lært í kaflanum og fá tækifæri til að meta eigið nám með því að lita umferðaljósið í þeim lit sem við á. Now I know samanstendur af tveim verkefnum Listen and match Rifjið fyrst upp nöfn barnanna: • What is her name? (bendið á Molly) • Who is that? (bendið á Jack) • Is that Molly? (bendið á annaðhvort Molly eða Jack) Ræðið um hversu margir kettir eru í körfunni. Bendið á körfuna, látið nemendur telja kettina og segja hvernig þeir eru á litinn, t.d. • One blue cat. • Four yellow cats. Segið nemendum að tengja saman körfu og barn eftir því sem við á. Hlustið nokkrum sinnum á textann og ræðið verkefnið: • How many green cats are there? • How many cats does Jack have? Listen and colour Segið nemendum að sækja sér liti og útskýrið að í verkefninu eigi að lita réttan hluta boltans í þeim lit sem talað er um. Í fyrstu setja þau kross með réttum lit í reitinn og lita svo eftir á. Hlustið nokkrum sinnum á textann og ræðið svo: • What colour is number 3? Símat Að lokum meta nemendur stöðu sína út frá markmiðunum og lita umferðaljósið. Ræðið með nemendum hver markmiðin voru og hvort þeim hefur verið náð. Hlustunarefni Now I know Listen and match 1. Jack has two pink cats. 2. Molly has five red cats. 3. Jack has four yellow cats. 4. Molly has one blue cat. 5. Molly has three green cats. Listen and colour 1. Number five is red. 2. Number one is yellow. 3. Number four is green. 4. Number three is pink. 5. Number two is blue. um stendur í hinum endanum. Fiskurinn segir lit og tölu. T.d. red, two. Þeir nemendur sem eru með eitthvað rautt á sér fara tvö skref áfram. Sá sem er fyrstur að fisknum skiptir við hann um hlutverk. Simon says Útskýrið leikinn á íslensku. Nemendur standa upp og kennarinn gefur ýmiss konar fyrirmæli. Ef fyrirmælin byrja á Simon says … eiga nemendur að gera það sem sagt er. • Simon says … point to something yellow. (Nemendur benda á eitthvað gult). • Point to something blue. (Nemendur gera ekkert). Þeir sem fylgja fyrirmælum sem ekki byrja með Simon says ... eru úr leiknum. Sá sem er síðastur eftir vinnur leikinn. Tilbrigði við leikinn er að skipta Simon says … út fyrir Please. Þannig vekur þú athygli á hve mikilvægt og algengt það kurteisisorð er í ensku tali Syngið með nemendum I am Molly, who are you? (Lag: Skip to my Lou) I am Molly, who are you? I am Jack, who are you? I am Andy, who are you? Skip to my Lou, my darling. Vinnið áfram heima Það virkar hvetjandi á nemendur að fá að sýna hvað þau hafa lært. Því er kjörið að leyfa þeim að fara með My book með sér heim af og til. Til dæmis ef þau eiga eftir að klára að lita í verkefnum eða bara til að sýna heimilisfólki og ræða það sem fjallað hefur verið um. Það er tilvalið að hvetja foreldra til að ræða með barninu sínu um kveikjumyndina og spyrja það út í markmiðin og það sem er verið að vinna með í bekknum hverju sinni. Gefið þeim gjarna hugmyndir að spurningum. • Can you find the cats? • Point to something blue. • Who is wearing something red? • Count the trees, please. Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Colour and numbers Ræðið liti og tölur: • Who is wearing something yellow today? Stand up, please. • How many blue things can you see? • Find two pink things in the class. Að sækja hlut Skiptu bekknum í tvennt og veldu stjóra í hvorn hóp. Veldu nýjan stjóra í hverri umferð. Finndu til flettispjöldin með litum og tölum og dragðu eitt. Ef þú dregur lit á stjórinn að sækja einn hlut úr kennslustofunni sem er í þeim lit. Ef þú dregur tölu á stjórinn að sækja sama fjölda af hlutum. (t.d. fjóra blýanta, bækur eða annað). Sá sem er fyrstur til baka fær stig fyrir sitt lið. Þú segir á ensku hvað á að sækja, t.d. One, two, three, four crayons. Thank you, Adam! Excellent! One point for your team. Gætið þess að allir fái tækifæri til að vera stjórar. Stórfiskaleikur Farið saman í stórfiskaleik í íþróttasalnum eða á skólalóðinni. Einn nemandi er fiskurinn og stendur og snýr að veggnum. Restin af bekkn- 1 Welcome!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=