Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

Markmið Nemendur geta … • Flutt enskt rapp • Þekkt orðið my • Hlustað á og skilið fyrirmæli • Þekkt orð yfir liti 24 2 This is me 16 17 1 Let’s rap My arm, my hand, my finger, my leg, my foot, my toe. My head on top of my body, and I am ready to go! 2 Circle My and my 3 Listen and circle arm foot hand leg 4 Hlustunarverkefni. Litaðu kubbana. 4 Listen and colour 1 2 3 4 5 6 7 1 Farið saman með vísuna og hreyfið ykkur í samræmi við það. Tillögur að hreyfingum við vísuna má finna í kennsluleiðbeiningum. 2 Teiknaðu hring utan um orðið My/my í vísunni í verkefni 1. 3 Hlustunarverkefni. Litaðu fötin í réttum litum. Teiknaðu því næst hring utan um réttan líkamspart. red blue green pink yellow orange black 1 Let’s rap Rifjið upp orð yfir líkamshlutana arm, hand, leg og foot með því að nota eigin líkama eða æfingarorðin á kveikjumyndinni á bls. 14-15. Ræðið það sem er líkt með ensku og íslensku orðunum. • Listen, everyone. Finger, what do you think a finger is? Hlustið á lagið saman og hreyfið ykkur þannig: My arm, my hand, my finger – Teygið út handlegginn. Hreyfið fyrst allan handlegginn, því næst höndina og að lokum aðeins fingurna. My leg, my foot, my toe – Hreyfið fyrst fótlegginn, því næst fótinn og að lokum bara tá. My head on top of my body – Setjið báðar hendur á höfuðið. And I am ready to go! – Beygið ykkur niður hniprið ykkur saman og hoppið upp með hendur upp í loft þegar sagt er Go Þegar börnin eru orðin örugg á bæði laginu og hreyfingum fara þau saman, tvö og tvö, með textann og gera hreyfingarnar. Þetta verkefni hentar að nýta sem hluta af símati. 2 Circle My and my Lestu upphátt Let’s rap úr verkefni 1, og spurðu nemendur hvort þau heyri orð sem er endurtekið. Bentu jafnvel á orðið my, þannig að allir átti sig á hvað um er að ræða. Bentu nemendum á að orðið My er eitt af algengustu orðunum í ensku og að það get þýtt minn/mín og mitt eða mínir/mínar og mín. Láttu alla segja orðið t.d. my hand eða my foot. Láttu nemendur ganga um kennslustofuna og segja my + líkamshluti (og sýna líkamshlutann), í hvert sinn sem þau mæta öðrum nemanda. Að því loknu vinnur hvert fyrir sig og gerir hring um öll My/my í rappinu. Einnig má leysa verkefnið fyrst í sameiningu á töflunni áður en nemendur vinna í sinni bók. • Can you see the word "my"? Well done! • Come up here and circle "my". Fylgið verkefninu eftir í sameiningu: • Let’s count! How many "my" did you find? Eight, well done!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=