Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 59 spjald úr einum flokki með þrem spjöldum úr öðrum. Láttu nemendur útskýra hvers vegna þetta eina passar ekki í röðina. Segðu þeim að fletta á bls. 51 og leysa verkefni 4 á sama hátt. Þeir eiga að segja hvað þeir sjá á myndinni, með hjálp orða- sambandanna I can see … og It is a … og gera hring utan um myndina sem passar ekki með hinum. Láttu að lokum segja á íslensku, hvað var á myndunum og hvers vegna umrædd mynd passaði ekki með hinum. 5 Draw and write Hitaðu upp fyrir verkefnið með því að láta nemendur leika dýr með látbragði. Nemandi dregur dýraflettispjald, leikur dýrið og restin af bekknum reynir að giska hvert dýrið er. Því næst velja nemendur uppáhaldsdýrið sitt, teikna það og skrifa í bókina. Hengdu upp flettispjöldin með dýrunum eða finndu þau á Myndaveggnum, svo nemendur geti séð hvernig skrifa á orðin. Gefðu fyrirfram ákveðinn tíma fyrir teikninguna og endaðu á því að láta alla sýna myndina og segja hvað þeir hafa teiknað. Nemendur nota orðasambandið My favourite animal is … Með þessu verkefni fæst yfirsýn yfir orðaforða og framburð nemenda. Það mun að öllum líkindum vera mikill munur á því hversu ítarlega nemendur segja frá sínum teikningum en það mikilvægasta er að allir fái möguleika til að segja frá. Notið flettispjöldin Sæktu flettispjöld kaflans ásamt litum, klæðnaði og veðurspjöldum. Láttu nemendur skiptast á að velja spjald, segja orðið og leggja það í réttan flokk. Now then, let’s sort these words. Find all the colours, please! Well done! Find all the animals. How many animals have we found? There are … animals. Gátur Veldu eitt dýraflettispjald og lýstu dýrinu. Notaðu skýra líkamstjáningu: • It is white. It has four legs and it says baa. What do you think it is? • It is a …? Sheep. Good for you! Síðan geta nemendur skipst á, með stuðningi kennarans, að búa til gátur á sama hátt. Hjálpaðu nemendum með því að byrja setningu sem þau ljúka. Segðu: It is … It has … two legs. Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Völundarhús (Find and write, ljósrit 7.1). Finnið dýrin sem bóndinn fer fram hjá í völundarhúsinu og merkið við þau hægra megin á blaðsíðunni. Þeir nemendur sem geta, skrifa uppáhaldsdýrið sitt neðst á blaðsíðunni. Spinning wheels (Spinning wheel, ljósrit 7.4) Byrjið á því að lita dýrin á seinni hringnum. Klippið því næst báða hringina út og setjið þá saman þannig að seinni hringurinn sé undir. Snúið og ræðið um dýrin. The dog says … woof! Teikniverkefni Nemendur teikna uppáhaldsdýrið sitt á A5-blað. Sýndu hvernig á að skrifa It is a … og settu fram flettispjöldin með dýrunum. Nemendur skrifa hvaða dýr þau teiknuðu undir myndina. Hengdu myndirnar upp í kennslustofunni með fyrirsögninni Our favourite animals. Það er mikilvægt að stilla upp verkum nemenda til sýnis, þannig að þau upplifi stolt yfir því sem þau búa til í náminu. Lýstu dýri Ef einhver hafa þörf fyrir meiri áskorun getur þú látið þau búa til lengri setningar þegar þau lýsa dýri. Þau geta notað lýsingarorð, liti og fjölda. Þetta má gera í minni hópum til að laga málið og kröfurnar að getu hvers og eins. 7 Oink! Woof! Moo!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=