Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

5 Yeswe can Teacher’s Book Mie Schrøder og Louise Holst Tollan Ellen M. Tudor Edwards, Mona Evelyn Flognfeldt og Elisabeth Moen

5 Teacher’s Book Mie Schrøder og Louise Holst Tollan Ellen M. Tudor Edwards, Mona Evelyn Flognfeldt og Elisabeth Moen

Efnisyfirlit Til kennarans 3 Að læra á kennsluleiðbeiningarnar 5 Að gera kennsluna sem besta 8 Talaðu ensku og haltu samræðum gangandi 8 The 100 magic words 9 Málfræðilegt samhengi 9 Samvinnunám 9 Áhersla á leiðsagnarmat 10 English at home 11 Kennslufræðilegar hugleiðingar 12 Að uppgötva enskuna 12 Málörvun og framfarir 12 Hljóðkerfisvitund og lestrarfærni 13 Námsaðferðir 13 Málfar í Yes we can 14 Yfirlit yfir orðaforða 15 1 What’s your sport? 16 2 Wizards and witches 24 3 A trip to London 30 4 Wild animals 36 5 My passion 42 6 Collectors 48 7 Save the oceans 54 Yfirlit yfir efni til útprentunar og spil fyrir samvinnunám 59 2 Prentað efni Nemendabók • tekur til umfjöllunar mikilvæg og hvetjandi efni sem og alþjóðlegan vanda • kynnir nemendur fyrir mismunandi tegundum texta • hvetur nemendur til að vinna með námsmat á skapandi hátt • tryggir kerfisbundið tungumálanám með hlustun, lestri og málnotkun nemenda Verkefnabók • inniheldur munnleg og skrifleg verkefni • setur málfræði í skýrt samhengi við texta • inniheldur matsverkefni • hvetur til upprifjunar og samtals um eigið nám Vefsvæði Yes we can til nemenda • inniheldur krækjur við allar kveikjumyndir til að hlusta • hefur að geyma allar hljóðskrár, þ.á.m. texta og söngva • gagnvirk verkefni • krækjur sem snerta námsefnið Kennsluleiðbeiningar • innihalda tillögur um hvernig leggja má fram efni kaflanna • fela í sér yfirlit yfir alla hlustunartexta • innihalda tillögur um vinnu með námsmat • tillögur að heimanámi Yes we can til kennarans • inniheldur aðgang að nemendasvæði • aðgang að nemenda- og verkefnabók á rafbókarformi • aðgang að viðbótarefni til útprentunar, yfirlit yfir útprentanlegt efni er aftast í bókinni • lausnir við verkefni • ársáætlun og yfirlit yfir hvernig vinna má út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla fyrir erlend tungumál.

3 Til kennarans Í kennsluleiðbeiningum er yfirlit yfir hvernig vinna má með kennsluefnið Yes we can 5. Námsefnið er ólíkt fyrri bókum í flokknum að því leyti að nemendur fá nú bæði nemendabók og verkefnabók. Nemendur lesa texta sem eru fjölbreyttir hvað efnistök varðar, lengd og erfiðleikastig. Efninu er ætlað að hvetja nemendur áfram með fjölda verkefna, bæði munnlegum og skriflegum, sem leggja áherslu á aukningu orðaforða, mál og málnotkun og leiðsagnarmat sem veitir nemandanum leiðbeinandi upplýsingar um framvindu námsins og áframhaldandi markmið. Endurtekning og gagnsæ orð Tungumálafærni nemenda eykst með nýjum orðum og algengum setningamyndum og með endurtekningu þekktra orða og setninga. Skilningur á mæltu máli er grunnur tungumálanáms og grundvöllur lestrar og ritunar á nýju tungumáli. Nemendur þurfa að þekkja og skilja orðin áður en þeir geta tekið þau í notkun. Í Yes we can 5 er, athyglinni beint að endurtekningu orða og setningagerð. Aukin áhersla er á lestur og ritun út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Nemendur vinna markvisst með orðaforða út frá efnistökum og fá tækifæri til að tjá sig á ýmsan máta, bæði munnlega og skriflega. Um leið verða þeir meðvitaðri um hvaða hlustunar- og lestraraðferðum þeir geta beitt sér til ávinnings og reglulega eru þeir hvattir til að vera meðvitaðir um og taka afstöðu til eigin náms. Nærumhverfið og heimsmálin Í Yes we can 5 er lögð er áhersla á að veita nemendum menningarlega innsýn með völdum viðfangsefnum sem standa nemendum nærri og hafa auk þess alþjóðlega nálgun. Það er mikilvægt að vekja nemendur til umhugsunar um hvers vegna enska er alheimstungumál og hvers vegna er nytsamlegt að læra hana. Umfjöllun um aðrar þjóðir og kynni af þeim opna gáttir að fjölbreyttum menningarheimum, auka víðsýni, skilning, umburðarlyndi og virðingu gagnvart öðrum og ólíkum lifnaðarháttum og stuðla þar með að betri skilningi á eigin menningu. Málfræði Í Yes we can 5 vinna nemendur með málfræði út frá samhengi við texta og innihald kaflanna. Í upphafi hvers kafla eru málfræðiáherslur kaflans kynntar og farið yfir þær sameiginlega. Í kjölfarið vinna nemendur sjálfstætt að verkefnum bæði í verkefnabók og á vef. Með dæmum og verkefnum fá nemendur kynningu á þeim orðum og setningum sem þeir vinna síðan með í textum og viðfangsefnum kaflans. Í matshlutanum Let‘s go metur nemandinn svo hvort hann hefur náð að tileinka sér málfræðihluta kaflans. Námsmat Nemendur vinna markvisst að mati á eigin námi og eru hvattir til að íhuga og ræða hvernig þeir læra best og hvaða áskorunum þeir mæta í textum og verkefnum. Leiðsagnarmat fer fram samhliða náminu sjálfu og er hluti af vinnu nemenda með skapandi verkefnum, matssíðum, samvinnunámi, aukaverkefnum og samtölum innan bekkjarins. Námsefnið býður upp á skýrt samhengi milli náms, kennslu og námsmats og lagt er upp með að námsmatið sé leiðbeinandi, hvetjandi og upplýsandi. Staða nemandans er metin jafnóðum með samvinnu nemanda og kennara og út frá henni metið hvernig næstu skref í náminu skulu vera. Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningarnar gefa yfirsýn yfir innihald hvers kafla, þ. á m. orð og setningagerð, munnlegar áherslur og framburðarreglur. Efni kaflans er kynnt ásamt ábendingum og hugmyndum um hvernig vinna megi með hvert viðfangsefni fyrir sig. Skýrt yfirlit er yfir samhengi nemendabókar og verkefnabókar ásamt hlustunarefni og hugmyndum að heimanámi í ensku. Kennsluleiðbeiningunum er ætlað að vera nytsamlegt verkfæri í daglegu starfi enskukennarans. Kennarar eru eindregið hvattir til að kynna sér innihald þeirra og uppbyggingu vel fyrir notkun Yes we can efnisins og hafa þær við höndina í undirbúningi, kennslu og úrvinnslu. Þannig fá bæði kennarar og nemendur mest út úr námsefninu í heild sinni.

2 Wizards and witches Í Wizards and Witches er unnið með orðaforða sem m.a. tengist hrekkjavökunni en textinn býður einnig upp á samræður um nornir og tröll og draugalega heima. Útgangspunktur kaflans er í hinu ævintýralega, fantasínuheiminum, með ljóðum og textum um nornir og galdrakarla. Nemendur kynnast tungubrjótum og æfa sig í framburði á w. Þeir skoða einnig uppskrift að Spooky spiders. Seinna í kaflanum vinna þeir með lýsingu á hrekkjavöku í skoska kastalanum Culzean og texta um Borgarvirki. Í skype-samtali á milli Jacobs og frænda hans er talað um hvernig haldið er upp á hrekkjavöku í Bandaríkjunum. Í kjölfarið er tilvalið að ræða um hvernig haldið er upp á Halloween á Íslandi. Aftast í kaflanum er önnur uppskrift: Halloween drink. Orð og setningagerðir kaflans • Witch, wizard, ghost, dragon, toad, castle, cave, wand, brave, scared • There is … • There are ... • How do you …? Málfræðileg áhersla • Framburður og stafsetning Framburður og stafsetning • /w/ og /v/ witch, very • /ei/ cave, brave • /i/ happy, he, she Verkefnabók bls. 16-17 Soon • I can use adjectives and describe people or places. • I can talk about Halloween traditions. • I can use pronouns when I talk and write. Í þessum kafla æfa nemendur sig í að nota persónufornöfn. Unnið er með þau bæði í kyni og tölu. Á þessu þrepi er mikilvægast að nemendur séu meðvitaðir um samhengið á milli máls og málfræði og venji sig á taka eftir því sem er líkt og ólíkt m.t.t. annarra tungumála. Á yfirlitinu á bls. 16 í verkefnabókinni sjá nemendur að persónufornafnið you er eins í eintölu og fleirtölu og að það er bara ein mynd fyrir 3. pers. ft.: they. Skoðið myndirnar og lesið setningarnar saman. Látið nemendur finna og benda á mismunandi fornöfn og biðjið þá að athuga sérstaklega hvernig fornöfnin eru notuð í einstöku samhengi. Lítið aftur á töfluna neðst á síðunni og látið nemendur koma með dæmi um setningar þar sem fornöfnin koma fyrir. Þrátt fyrir að fornöfnin he, she og we séu borin fram með löngu sérhljóði /i:/, þegar lögð er áhersla á þau og/eða þau standa ein, er betra að lýsa hljóðinu sem stuttu /i/, einkum þar sem það er algengur framburður í talmáli. A Circle the pronouns Lestu textann og dragðu hring utan um öll fornöfnin. B Write the correct pronouns Skrifaðu réttu fornöfnin í eyðurnar. Veldu fornöfn úr rammanum. Sum eru notuð oft. Þegar nemendur hafa leyst verkefnið og skrifað fornöfnin inn í textann er hægt að skiptast á að lesa textann og lesa upp sérnöfnin Veronica og Vernon í staðinn fyrir fornöfnin. Nemendur uppgötva samstundis hvernig textinn breytist og verður tilbreytingarlaus og flatur. Drill Vinnið með verkefnin á vefsvæðinu. Námsmarkmið Drill 24 2 Wizards and witches Uppbygging kennsluleiðbeininga 4 Til kennarans Hér er almenn kynning á efni kaflans og sjá má hvaða orð, setningagerð og málfræðiatriði er unnið með. Allir kaflar byrja á yfirliti yfir þau námsmarkmið sem nemendur vinna að. Á vefsvæðinu er yfirlit yfir þau hæfniviðmið sem unnið er með hverju sinni, breytileg kennslumarkmið og dæmi um nám.

Til kennarans 5 Nemendabók bls. 16-17 Kveikjumyndin Byrjaðu alltaf á því að vinna með kveikjumyndina og notaðu hana til að koma af stað samtali á ensku. • Tell me, what can you see in this picture? • What are the children doing? • What do you think this chapter is about? Nemendur þekkja mörg áhersluorðanna og geta gefið dæmi um hvernig hægt er að nota þau. • Where do we often meet a dragon or a toad? • Who lives in a castle? • Find the witch. What can you tell about her? Ný orð og setningagerðir Hlustið á æfingaorðin og láttu nemendur vinna með þau. Þeir geta endurtekið orðin eða notað þau í setningar sem þeir búa sjálfir til: • Witch. The witch has a cat. • Wizard. The wizard has a hat and a wand. Notið setningagerðirnar og nemendur svara á sinn hátt: • How do you get to the castle if you’re a witch? Yes, that’s right. You fly! • To do a magic trick, you need a wand. Tell me where you can find a wand. There is … • How many stars are there on the boy’s costume? There are … • Emma, when do you wake up? Hlustið og skoðið kveikjumyndina Skoðið kveikjumyndina saman og spilið hlustunartextana. Nemendur benda á persónur og athafnir og búa til setningar ummyndina þegar búið er að hlusta á alla texta. Hlustunartextar fyrir kveikjumyndina 1. Look, I can see the castle now. We are almost there, Evie! But what is that sound? It sounds like a big bird flying. It’s a witch! I’m scared. Can you see the witch? Write 1. 2. There are many rooms in the castle. The princess’s room has a big window. Can you spot the princess looking out of her window? Write 2. 3. Listen, I can hear a sound. It is “Boo!” Where does the sound come from? Who is making that sound? Maybe it is a ghost? Please help me. Where is it? Write 3. 4. What’s that little green thing? It looks like a toad. It’s jumping. Can you put your finger on the toad? Write 4. 5. I wonder what kind of food the wizard is making. He is in his castle, in his kitchen. There is a witch in there, too. She is helping the wizard. Can you see the wizard and the witch? Write 5. 6. Oh, look over there! A big animal with fire coming out of its mouth! Look, it has very big teeth, too. And it has wings. Is it a bird? A very big bird? No! Oh, help! It’s a dragon! Do you see it? Write 6. 2 Wizards and witches 25 Nemendur fara frá því þekkta til hins óþekkta með því að leita að orðum sem líkjast á íslensku og ensku (gagnsæ orð). Orð og hugtök sem nemendur hafa þegar lært koma aftur fyrir og eru notuð í nýju samhengi í öllu efninu. Yfirlit yfir hlustunarefni fyrir kveikjumyndina. Lestu það upp fyrir nemendur eða spilaðu það af vefsvæðinu. Enskumælandi börn og fullorðnir lesa textana. Hugmyndir að spurningum á ensku og verkefnum til að koma af stað samræðum um kveikjumyndina.

English at home English at home a. Lestu textann Join my diving club upphátt. Æfðu þig vel þar til þú ert sátt/sáttur við framburð og flæði. Taktu lesturinn upp og sendu kennaranum þínum. b. Segðu frá því sem þú veist um Alex. Notaðu setningagerðir eins og He likes …, He practises …, He needs … . c. Láttu félaga þinn skrifa orð úr textunum á miða. Horfðu á orðin í 15 sekúndur og reyndu að leggja orðin á minnið. Skrifaðu orðin og berðu þau saman við fyrri miðann. d. Skrifaðu eigið sms-samtal um The wrong gear. Notaðu orðin sem þú hefur lært um íþróttaútbúnað. 22 1 What's your sport? I like everyone who likes…: Nemendur sitja á stólum í hring. Einn stendur í miðjunni og segir I like everyone who likes … íþrótt, t.d. diving. Allir nemendur sem hafa gaman af dýfingum standa upp og finna sér nýjan stað. Nemandinn í miðjunni reynir að næla sér í auðan stól. Sá nemandi sem ekki fær sæti segir nýja setningu með I like everyone who likes … íþrótt. Verkefnabók bls. 9-10 7 Read and write Lestu Join my diving club í nemendabókinni á bls. 10 og svaraðu spurningunum. 8 Circle the verbs and write sentences Dragðu hring utan um sagnorðin. Skrifaðu sagnorðin á línurnar þannig að setningarnar verði réttar. 9 What do you need? Skrifaðu hvaða útbúnaður tilheyrir þessum tveimur íþróttagreinum. Nemendabók bls. 12-13 Sports camp FIRST! What do you know about football? Rifjaðu upp orð eins og team sport, t-shirt, shorts, ball og goal með því að spyrja hvað nemendur viti um fótbolta. Talið e.t.v. um frægar fótboltastjörnur og um hversu margir í bekknum spili fótbolta. Síðan skima nemendur yfir dagskrána og benda á íþróttagreinarnar. Þekkja þeir allar greinarnar? Hvaða íþróttir eru vinsælastar í bekknum? Spurðu hvernig dagskrá nemendur myndu setja saman og láttu þá útskýra hvað þeir myndu vilja hafa í henni. Hjálpaðu þeim að búa til setningar svo þeir geti sagt hvers vegna þeim líki við/líki ekki við ákveðna íþróttagrein, t.d. Why would you choose hiking? I would choose hiking because I like being outside, and I like quiet activities/I wouldn’t choose hiking because I think it’s hard/boring/difficult. 10 What’s in your sports bag? Skrifaðu niður það sem er í íþróttatöskunni þinni. Láttu bekkjarfélaga geta upp á hvaða íþrótt þú stundar. Spurðu hvað félagi þinn sé með í sinni tösku. Gerðu eins og sýnt er í dæminu. Í þessu verkefni vinna nemendur saman í pörum. Fyrst skrifa þeir um sína eigin íþrótt og síðan fá þeir upplýsingar um íþrótt félaga síns. Farið yfir dæmið saman. Það getur hentað vel að bæta við verkefnið þannig að nemendur spyrji fleiri bekkjarfélaga um þeirra íþrótt. 6 Til kennarans Í English at home-hlutanum eru dæmi um hvernig nemendur geta unnið áfram með ensku í heimanámi. Verkefnin byggja á nemendabókinni og gefa nemendum möguleika á að vinna áfram með orðaforða, setningagerðir og ákveðin verkefni. Það er skýrt samhengi á milli verkefnanna og efnisins í nemendabókunum. Hægt er að prenta verkefnin út en nemendur geta einnig nálgast þau á vefsvæðinu. Fyrirmæli eru í kennsluleiðbeiningunum. Hugmyndir að vinnu með texta, bæði fyrir, á meðan og eftir að hann er lesinn. B kgrunnsupplý ingar og leiðbeinin ar um f amburð þegar það á við.

Yeswe can Yeswe can © Alinea • Yes we can 4 ∙ Let’s do more © Alinea • Yes we can 4 ∙ Let’s do more Ask and answer. Do you remember? What’s your sport? What is Olivia’s big dream? Where do the children meet to exchange bags? When did Jonas and Jack meet? Which sport are you interested in? Why is it important to use pads in BMX racing? Who trains for four hours a week and wears swimming trunks? What’s your sport? What is Olivia’s big dream? Where do the children meet to exchange bags? When did Jonas and Jack meet? Which sport are you interested in? Why is it important to use pads in BMX racing? Who trains for four hours a week and wears swimming trunks? Ask and answer. Do you remember? 1 1 1 What's your sport? 23 Think and write: Text with a friend about a sport you would like to try. Use the texts in your book to help you. Nemendur skrifa tveir og tveir saman stuttan sms-samtalstexta um uppáhaldsíþróttina sína. Þeir geta notað setningagerðir eins og I would like to try, It would be great to try, I think I would be good at …, I’m not sure, but I think I would like … Sem svarmöguleika er tilvalið að nota t.d.: Me too, That’s a good idea, Really? Not me…, I don’t think that I would like that. Vinnið verkefni 11-14 í verkefnabók. A new friend Nemendur fylgjast með sms-samskiptum á milli Jónasar og Jack. Þeir kynntust í íþróttabúðum í London og skrifast nú á um hvað þeir hafa gert heima hjá sér. Samtalinu lýkur með því að Jack sendir uppskrift að Chocolate chip cookies til Jónasar.Það er upplagt að baka kökurnar með nemendum – þær eru bæði auðveldar og fljótlegar. Vinnið verkefni 15 í verkefnabók. Verkefnabók bls. 11-13 11 Make a schedule for your dream camp Búðu til þína eigin dagskrá. 12 Find and circle Lestu textann og dragðu hring utan um orðin. Let’s play – Use the circled word and battle Nemendur búa til setningar, innan ákveðins tímaramma, úr algengustu orðunum í verkefni 12. Þeir nota orðin í eigin setningar og eiga að geta lesið setningarnar upphátt. Þar að auki skulu orðin vera rétt notuð í setningunum. Annað tilbrigði er að klippa pappírsmiða með algengustu orðunum út og setja þá í öskju. Allir nemendur draga einn miða. Þeir lesa orðið og nota það til að búa til setningu, t.d.: • Many. What does the word mean? Can you make a sentence using the word many? • There are many children in my class. • Well done! 13 What are you interested in…? Veldu fjórar íþróttagreinar og skrifaðu þær á línurnar. Finndu út hversu margir í bekknum þínum hafa áhuga á þeim. Spurðu: Are you interested in …? Gerðu talningarstrik. 14 How many? Skrifaðu setningar um niðurstöður könnunarinnar. Let’s do – Find someone who © Nemendur fara ummeð bókina í hönd og finna bekkjarfélaga sem hafa fengið sömu niðurstöðu og þeir í könnuninni. Sjáðu til þess að allir nemendur skilji leiðbeiningarnar og markmið verkefnisins. Gerðu þannig: • Hello Adam. • Hello Óliver. • Do you also know three classmates who like football? • Yes, I do./No, I only know two. • Thank you. Goodbye. 15 Over to you Fylltu út í tómu rammana í verkefnabókinni og segðu frá þér og íþróttinni þinni. Búðu til kynningu fyrir bekkinn. Svo skaltu vinna með námsmatssíðurnar Let’s go! Let’s do more – Leiðsagnarmat Nemendur vinna saman í pörummeð verkefnið Do you remember? Hér geta þeir endur- tekið orðaforða og innihald úr textum kaflans. Það er tilvalið að nota verkefnið sem lið í leiðsagnarmatinu þar sem þú sem kennari getur fylgst með því hvernig nemendur fást við spurningarnar og hvaða aðferðir þeir nota. Gerðu þannig: Nemendur skiptast á að kasta teningi. Punktarnir sýna hvaða spurningu þeir skulu vinna með. Einn nemandi les spurninguna upphátt og annar svarar. Tilbrigði: Vinnið verkefnið saman og ræðið hvernig svara má spurningunum sem best. Verkefnið er til útprentunar á vefsvæði bókarinnar. Let’s do Let’s play Til kennarans 7 Í Let‘s do more vinna nemendur í pörum og taka saman þau atriði sem þeir hafa lesið um í hverjum kafla fyrir sig. Þeir skiptast á að kasta teningi sem sýnir þeim hvaða spurningum þeir eiga að svara. Þetta er hluti af símatinu. Verkefnin í Let‘s go eru lokaverkefni hvers kafla og þau eru grundvöllur fyrir símat kennarans og sjálfsmat nemandans. Nemendur vinna með orðaforða, mál og málnotkun ásamt ritun.

English every day Right, let’s get started! Hi/ Hello! Good morning! Nice to see you! How are you? Fine, thanks. How are you feeling? Come in. Sit down, please. Find your chair. Now then, let’s see…Who is here today? Anna? Yes! Carla? What month is it? What day is it today? What’s the weather like today? Have you had a nice weekend? I wonder who can find/see/tell me/show us … See if you can find … Put your hand up/on your head/nose/Stand up if you can see … Look carefully! Use your ear and listen carefully! Have a quick think … Have you found …? Try again! It’s your turn/It’s Jacob’s turn. Let’s all have a go. Are you ready? Ready, steady, go! Open your book on page …… Approval Activity words Well done! Great! Excellent! Super! Fantastic! Lovely Brilliant. Good job! Great work! Good for you! Good girl/boy! Goodness me, I’m impressed! I agree with you. Lucky you! You’re right. Thank you. That’s interesting. Listen Read … Write … Count… Look at … Find … Point to … Find a pencil/your crayons, please. Draw/Colour … Circle … Sort … Show me … Go to … Let’s play/sing/say it! …and don’t forget Right, tidy-up time! Please. How do you say … in English? Thank you. Pardon me/Excuse me! Sorry! Come on, let’s all tidy up. Put your book and your pencil case in your bag. Children who like cycling can go out/home. Put your jacket on, please. See you tomorrow! Have a nice day! Að gera kennsluna sem besta Talaðu ensku og haltu samræðum gangandi Nemendur hafa óteljandi möguleika á að heyra ensku í sínu daglega lífi og verða að sjálfsögðu fyrir áhrifum af því máli sem þeir heyra í kvikmyndum, tónlist og leikjum, á ferðalögum eða í enskutímum. Sem góð fyrirmynd ætti kennarinn að nota ensku eins oft og mögulegt er í enskutímum. Aðlagaðu orðaforða og málnotkun að getu nemenda en ekki hika við að láta þá reyna á sig. Í Yes we can læra þeir einmitt aðferðir sem gera þeim kleift að skilja innihaldið, þrátt fyrirað þeir skilji ekki hvert einasta orð. Notaðu líkams- og andlitstjáningu og endurtekningar þannig að nemendur þjálfist í gagnlegum hlustunaraðferðum og verði virkir hlustendur. Fylgdu verkefnum eftir með því að benda á orðmyndir og hluti í kennslustofunni. Sýndu blaðsíðutal með fingrunum og notaðu látbragð og leik til að útskýra það sem á að gera. Vendu nemendur á að spyrja: How do you say … in English, please? What is … in English, please? Þegar nemendur svara á íslensku getur þú markvisst yfirfært svörin á ensku með því að endurtaka orðin eða setningarnar á ensku. Það er mikilvægt að flétta munnleg verkefni inn í kennsluna þannig að nemendur verði öruggir í notkun nýja tungumálsins. Gefðu öllum nemendum tækifæri til að segja eitthvað þannig að sjálfsöryggi þeirra aukist stöðugt og hlédrægir og óöryggir nemendur fái að finna að þeir eru líka með. Endur- taktu orð og setningagerðir sem komið hafa fyrir áður og bryddaðu upp á umræðum t.d. um uppáhaldsdaga eða -liti, tómstundaiðju, hluti sem eru í skólatöskunni eða skólastofunni o.s.frv. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um orð og setningarhluta sem hægt er að nota þannig að nemendur heyri eins mikla ensku og mögulegt er í daglegu tali í kennslustofunni. 8 Að gera kennsluna sem besta

Að gera kennsluna sem besta 9 Í kennsluleiðbeiningunum eru tillögur um hvernig koma má af stað umræðum um kveikjumyndirnar og hvernig áhersluorð hvers kafla og setningagerðir eru virkjaðar. Í öllum köflum eru sett fram dæmi ummunnleg verkefni eins og: • Kveikjumyndin Nemendur leita að orði sem þeir kunna á ensku. Well then, let’s have a look. What can you see in this picture? • Ný orð og setningagerðir Segðuæfingaorðinupphátt og láttunemendur endur- taka. Spyrðu spurninga eða láttu nemendur búa til setningar með orðunum. Hér er einnig upplagt að nota gagnsæ orð og tala um það sem er líkt og ólíkt með ensku og íslensku og með ensku og öðrum tungumálum. • Hlustið og skoðið kveikjumyndina Hlustið saman á textana sem fylgja kveikjumyndinni. Nemendur benda á persónur eða staði sem fjallað er um. Ræðið um hver gerir hvað. Málfræðilegt samhengi Í Yes we can 5 vinna nemendur áfram með grundvallaratriði í málfræði. Á sama hátt og gert var í 4. bekk er málfræðin lögð fram í samhengi við texta og nemendur settir í rannsóknarhlutverk. Þeir eiga, við hvert tækifæri, að rannsaka, uppgötva og færa í orð hvernig tiltekin málfræðiatriði virka og vinna saman. Þetta er krefjandi ferli sem þarf að fá forgang í allri enskukennslunni. Því er ekki nóg að gefa nemendum góðan tíma til að leysa tiltekið verkefni heldur þurfa þeir líka tíma og hvatningu til ígrunda verkefnið og nota vitneskjuna á sjálfstæðan hátt. Málfræði getur vafist fyrir mörgum og því er endurtekning og fjölbreytni nauðsynleg á þessu sviði. Það er mikilvægast að nemendur fái sjálfir að æfa sig á viðkomandi málfræðiatriðum; því meira sem þeir æfa sig því fljótari verða þeir að tileinka sér þessi atriði, einnig í talmáli. Unnið er markvisst með málfræði á eftirfarandi hátt: Allir kaflar í verkefnabókinni byrja með kynningu á tilteknu málfræðiatriði. Með stuðningi frá myndskreyttum dæmum velta nemendur málfræðinni og hlutverki hennar fyrir sér og því næst leysa þeir tilheyrandi verkefni í bókinni. Síðan fara þeir í Drill sem eru stafræn verkefni sem leiðrétta sig sjálf. Verkefnin eru á vefsvæðinu og gefa möguleika á aukaæfingum. Á námsmatssíðunum Let‘s go, við lok hvers kafla, vinna nemendur aftur með tiltekin verkefni þar sem áhersla er lögð á viðkomandi málfræðiatriði. Í námsefninu vinna nemendur með eftirfarandi málfræðiatriði: nútíð sagna, notkun á forsetningum til að segja til um staði eða áttir, eignarfornöfn, nútíð, þátíðarmynd af reglulegum sögnum, notkun these og those. Samvinnunám Í Yes we can 5 eru sem fyrr fjölbreytt munnleg verkefni sem byggja á samvinnunámi. Markmiðið með verkefnunum er að kynna orð og setningar í nýju samhengi og gefa nemendummeiri möguleika á að nota þau á sjálfstæðan hátt. Verkefnin eru öll undir yfirskriftinni Let‘s do og þar undir eru eftirtaldir efnisflokkar: Flashcard Game, Mix-N-Match, Find someone who, Quiz-QuizTrade og Inside Outside Circle. Verkefnin eru alltaf leyst með sömu aðferð sem er útskýrð hér á eftir: • Flashcard game© Nemendur fá spil, eða auð spjöld sem þeir fylla út sjálfir, með orðum úr ákveðnum texta eða verkefni. Síðan keppa þeir tveir og tveir saman í að vinna sem flest spil hvor. Ef þeir geta getið upp á orðum keppinautarins vinna þeir spilið. Ef þeir svara hins vegar rangt verður mótspilarinn að segja þeim svarið og spilið er lagt aftur í bunkann. Þegar sama spil er dregið seinna er möguleiki á að muna svarið. Þetta er góð aðferð til að tala saman um texta eða meta efni sem búið er að fara yfir. Kveikjumyndirnar finnast á stafrænu formi á vefsvæði námsefnisins og þar er hægt að smella og hlusta. Farið fyrst sameiginlega yfir myndina á gagnvirkri töflu eða með skjávarpa og síðan vinna nemendur áfram í verkefnabókinni sinni. The 100 magic words Að hverjum kafla loknum vinna nemendur með skapandi námsmatsverkefni. Öll verkefnin eru unnin út frá efni og textum hvers kafla og er ætlað að reyna á nemendur, bæði munnlega og skriflega. Nemendur skrásetja nám sitt, öðlast yfirsýn yfir það og takast á við nýja tungumálið og það sem í því felst. Matsverkefnin eru á opnu sem merkt er Challenge og neðst geta nemendur séð yfirlit yfir töfraorðin 100: The 100 magic words. Rannsóknir sýna að 100 algengustu orðin eru stór hluti af þeim orðaforða sem er notaður í daglegu ensku tali. Því er mikilvægt að þekkja hin svokölluðu „sight words“ þar sem þau koma sífellt fyrir í þeim textum og verkefnum sem nemendur vinna með. Ræðið hugtakið „to remember by sight“. Þegar nemendur muna orð sjónrænt og þekkja orðmyndina þekkja þeir það sjálfkrafa aftur í texta og skilja á u.þ.b. þremur sekúndum. Þannig verður lesturinn töluvert auðveldari og nemendurnir geta nýtt kunnáttuna í eigin skrifum. Nemendur geta fylgst með því jafnóðum hvernig þeir tileinka sér fleiri og fleiri „magic words“ þar sem orðin eru feitletruð eftir því sem þau koma fyrir í textunum. Hvettu nemendur til að nota orðin, bæði í hefðbundnum verkefnunum og í Challenge-verkefnunum. Á vefsvæði námsefnisins eru fleiri tillögur að verkefnum þar sem unnið er með þessi orð. Orðakortin eru flokkuð eftir köflum og tilbúin til útprentunar.

Svona gerir maður: • Nemendur vinna tveir og tveir saman. • Kennarinn ákveður hver er fyrst stjórnandi. • Stjórnandinn hefur öll spilin. • Stjórnandinn les fyrstu spurninguna/segir fyrsta orðið. • Ef nemandinn getur svarað fær hann spilið og stjórnandinn hrósar honum. • Ef nemandinn getur ekki svarað gefur stjórnandinn svarið og spilið fer aftur í bunkann. • Þannig heldur spilið áfram þar til nemandinn hefur unnið öll spilin. Þá er skipt um hlutverk. • Quiz-Quiz-Trade© Quiz-Quiz-Trade getur fengið feimnustu og hlédrægustu nemendurna með í leikinn. Nemendur fara á milli og svara spurningum bekkjarfélaga. Aðferðin hentar vel, bæði til að þjálfa minni, útskýringar og færni. Svona gerir maður: • Hver nemandi er með spjald með spurningu á. Engar tvær spurningar eru eins. • Nemendur standa á fætur, fara á milli og finna félaga úr öðru liði.. • Nemandi A spyr sinnar spurningar. • Nemandi B svarar. • Nemandi A hjálpar til eða hrósar. • Nemendur skipta um hlutverk þannig að B spyr og A svarar. • Nemendur skipta um spjald. Þeir kveðja, finna nýjan félaga og byrja upp á nýtt. • Mix-N-Match© Í þessum leik fara nemendur um bekkinn og skiptast á spilum. Í hvert skipti sem þeir finna „samstæðuna“ sína verða þeir að leysa verkefnið sem þeim hefur verið úthlutað. Svona gerir maður: • Hver þátttakandi fær spjald t.d. með upplýsingum, spurningu eða verkefni. Spjöldin passa saman tvö og tvö eða fjögur saman. • Kennarinn segir Mix og nemendur ganga á milli og skiptast á spjöldum við þá sem þeir hitta. • Þegar kennarinn segir Match leita nemendurnir að þeim bekkjarfélaga sem hefur spjald sem passar við þeirra. • Þegar allir hafa fundið sitt „match“ og sannreynt spjöldin segir kennarinn Mix og leikurinn byrjar upp á nýtt. • Find someone who …© Nemendur fara á milli og finna bekkjarfélaga sem geta svarað spurningu eða t.d. látið í ljós afstöðu sína. Nemendur eiga að tala við eins marga og hægt er og þess vegna má bara fá eina kvittun frá hverjum bekkjarfélaga. Svona gerir maður: • Allir nemendur fá blað með staðhæfingu eða spurningu. • Nemendur finna bekkjarfélaga sem er laus. • Nemendur heilsast kurteislega. • Nemendur skiptast á að spyrja. • Nemendur kvitta undir hvor á blaði annars ef þeir geta svarað. Ef þeir geta ekki svarað reyna þeir við aðra spurningu. • Nemendur þakka fyrir sig, kveðja og finna nýjan félaga. • Verkefnið heldur áfram þar til allir eru búnir að fylla út sitt blað. Á eftir geta nemendur og kennari rætt svörin. • Inside Outside Circle© Þegar margir í einu hafa frá einhverju að segja, eða þegar þarf að ræða um eitthvað, hentar þessi aðferð vel. Notaðu hana til endurtekningar, fyrir vangaveltur og fræðslu. • Helmingur nemenda býr til hring og snýr bakinu inn að miðju hringsins. Hinn helmingurinn býr til annan hring utan um þannig að nemendur standi augliti til auglitis hver við annan. • Nemendurnir í ytri hringnum byrja á að segja frá ákveðnu efni eða svara spurningu frá kennara. Svo er skipt um hlutverk þannig að nemendurnir í innri hringnum segi frá. • Þegar tíminn er úti þakka nemendur hvor öðrum fyrir samtalið og ytri hringurinn færir sig eitt pláss til hægri. Byrjað er upp á nýtt. Áhersla á leiðsagnarmat og símat Yes we can byggir á hæfniviðmiðum fyrir erlend tungumál í Aðalnámskrá grunnskóla. Unnið er út frá markmiðum 1. stigs auk 2. stigs þar sem það á við. Gert er ráð fyrir að við lok 10. bekkjar hafi nemendur náð hæfni á 3. stigi í ensku. Á vefsvæðinu má finna yfirlit yfir hvaða markmið unnið er með hverju sinni. Þar er líka að finna tillögu um heilsárs kennsluáætlun. Námsmat skal byggja fyrst og fremst á símati. Markmiðið er að efla nám og þroska og að gefa kennara og nemanda vitneskju um hvar nemandinn stendur í sínu námi hverju sinni og hvað skal vinna frekar með. Rannsóknir sýna að þær kennsluaðferðir sem hafa hvað mest áhrif á nám og hvöt nemandans eru gæði endurgjafarinnar sem hann fær fyrir vinnu sína. Matið ætti að byggja á þremur höfuðspurningum: • Hvar er ég stödd/staddur? • Hvert stefni ég? • Hvernig kemst ég þangað? Til að geta svarað þessum spurningum verða nemendur að: • skilja hvað þeir eru að læra og til hvers er ætlast af þeim • fá svörun við verkefnum sínum • fá upplýsingar um hvernig þeir geta undirbúið sig 10 Að gera kennsluna sem besta

• vera þátttakendur í eigin námi, meta verkefni sín og framfarir. Í Yes we can er lögð áhersla á leiðsagnarmat fremur en lokamat með það að leiðarljósi að gera nemendur meðvitaðri umeigin námsaðferðir og námsferli. Í efninu gefast margir möguleikar á að samþætta vinnuna með mótandi námsmati, bæði með munnlegum og skriflegum verkefnum, m.a. vegna þess að mörg verkefni byggja á því að nemendur sæki í eigin þekkingu og reynslu og þurfa ekki endilega að ná fram ákveðinni niðurstöðu. Hafa ber í huga að þetta snýst ekki um að sannreyna hvort nemandinn hafi leyst ákveðið verkefni eða ekki, heldur frekar um í hvaða mæli viðmiðum er náð. Um leið er stöðugur stuðningur kennara mikilvægur – ekki í formi prófa heldur með samtölum, leiðbeiningum og uppbyggilegri endurgjöf. Ekki er hægt að reikna með að allir nemendur nái jafnlangt hvað markmið varðar og sem kennari verður maður að vera tilbúinn að aðlaga markmiðin og/eða setja upp einstaklingsbundin markmið fyrir einstaka nemendur. Þegar nemandi tekur virkan þátt í þessu ferli kemur greinilega fram hvaða þætti hann á í erfiðleikum með og hvaða þáttum hann hefur náð fullnægjandi tökum á. Námsmat fer fram á mismunandi hátt í Yes we can: Fyrir kennslu Alltaf skal fara yfir námsmarkmiðin sem koma fram í byrjun hvers kafla í verkefnabókinni. Það á að vera skýrt hvað nemendur eiga að leggja áherslu á, bæði hvað varðar orðaforða, efnistök og mat. Góð yfirsýn hefur mikil áhrif á hvernig nemendur nálgast verkefnin. Þegar þeir þekkja til innihalds og forms átta þeir sig betur á því til hvers er ætlast af þeim svo þeir nái hæfnimarkmiðum sínum. Veittu athygli mismunandi námsaðferðum sem nemendur nota til að ræða markmiðin, t.d. með því að gefa dæmi um orð og setningagerðir innan efnisins. Meðan á kennslunni stendur Notið samvinnunám fyrir símatið. Það getur verið mjög góð leið til að skoða hvernig nemendur vinna með innihald og orðaforða sem þeir hafa þegar lært. Taktu eftir hvernig nemendur svara hver öðrum, hvort þeir muna og hafa getu til að hafa svör sín ítarleg eða hvort þeir láta einstök orð duga og láta félaga eða hópinn stýra aðgerðum. Áður en nýr texti er tekinn fyrir er mikilvægt að tryggja að nemendur tileinki sér orðaforðann sem tilheyrir honum. Hægt er að búa til munnleg verkefni þar sem nemendur taka saman og endursegja það sem þeir hafa unnið með, eða þeir koma með dæmi um hvernig hægt er að nota lykilorð kaflans og setningagerðir. Eftir kennslu Í nemendabókinni enda allir kaflar á opnu sem ber yfir- skriftina Challenge og þar fá nemendur þrjár gerðir verkefna: Perform, Create og Find out. Hvert þessara verkefna hvetur til einstaklingsvinnu og skapandi verkefna sem grundvallast í kennslutextunum en gefa einnig möguleika á sjálfstæðri afurð þar sem stafræn verkfæri koma við sögu. Farið í gegnum upphafssetningarnar saman og talið einnig um 100 magic words neðst á síðunum. Hvettu nemendur til að nota þau í sínum verkefnum. Meta skal hvort nemendur eigi að fá að velja sér verkefni alveg sjálfir eða hvort stundum eigi að stýra valinu. Vertu viss um að markmiðin fyrir hvert og eitt verkefni séu nemendum skýr og leggðu áherslu á endurgjöf þannig að nemendur séu öruggir um námsaðferðir sínar og meðvitaðir um hvernig þeir ná markmiðunum. Í verkefnabókinni enda allir kaflar á Let‘s go sem markvisst fylgir eftir námsmarkmiðum. Nemendur vinna verkefni út frá þeirri málfræði sem fjallað var um og orðaforða kaflans. Að lokum meta nemendurnir sjálfir hversu vel þeir telja sig hafa náð námsmarkmiðum. Ljúktu þessum hluta með samræðum um Námið mitt. Í hverjum kafla fá nemendur tvær spurningar sem snúa að þeirra eigin námi, t.d. í sambandi við aðferðir, áskoranir innan ákveðinna gerða af verkefnum, hvort einhver geiri námsins sé í meira uppáhaldi en aðrir og aðferðir til að vinna með enskar vefsíður. Þetta samtal er mjög mikilvægt þar sem það gerir nemendur meðvitaða um þau mörgu skref sem þeir taka í enskunámi sínu til að verða sífellt leiknari í málinu. Einnig er hægt að nota Let‘s do more sem námsmatsverkfæri. Nemendur vinna saman í pörum og keppa hvor við annan. Hverjum kafla fylgir blaðsíða til að ljósrita með spurningum úr textum og efnisköflum. Hlustaðu og veittu því athygli hvernig nemendur nálgast verkefnið; hvort þeir hjálpast að, hvort þeir svara spurningunum með stökum orðum eða í heilum setningum o.s.frv. Aðstoðaðu þá með orðaforða eða málfarserfiðleika og bættu við spurningum ef þér finnst eitt eða fleiri pör þurfa meira krefjandi verkefni. English at home English at home er sá hluti Yes we can námsefnisins sem snýr að heimanámi. Í hverjum kafla fyrir sig eru tillögur að heimanámsverkefnum sem nemendur vinna sjálfstætt eða með aðstoð fullorðins á heimilinu. Þrátt fyrir að nemendur séu nú komnir á miðstig er alltaf mælt með því að þeir hafi hlustanda við upplestrarverkefni. Verkefnunum er ætlað að brúa bilið milli ensku í skólastofunni og ensku í daglegu lífi. Verkefnin byggja á því sem unnið hefur verið með í skólanum og eru því hugsuð sem endurtekningar eða viðbótarþjálfun. Áhersla er á upplestur, framburð, orðaforðavinnu og endurtekningu á orðmyndum og setningamyndum. Að gera kennsluna sem besta 11

12 Þegar nemendur hefja enskunám hefur heilinn þegar mótað námsmynstur fyrir tungumálanám eftir að hafa tileinkað sér móðurmálið. Þetta mynstur yfirfæra nemendur á enska tungu og því er mikilvægt að þeir kynnist sem fyrst í enskunáminu grundvallarsetningagerðum sem festast í minninu. Nemendur læra þær fyrst sem heildir og þegar þeir verða eldri fara þeir að skilja að setningagerðir eru samsettar úr pörtum sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Þeir verða líka meðvitaðri um málfræðilega uppbyggingu og samhengi. Að uppgötva enskuna Í Yes we can eru nemendur hvattir til að finna orð og hluti á myndum, að hlusta eftir orðum og málhljóðum og til að leita eftir merkingu í þeim orðum og verkefnum sem þeir standa frammi fyrir. Markmiðið með Yes we can er að skapa góðan grunn fyrir áframhaldandi nám. Rannsóknir sýna að tungumálanám sem krefst ígrundunar og úrvinnslu, er árangursríkara en verkefni sem eru yfirborðskenndari og byggja á minnisnámi. Eftir því sem nemandinn þarf meira að velja sjálfur orð og hugtök er líklegra að orðin festi sig í sessi og verði notuð seinna meir. Það er eðlilegt að byrja á einföldum aðgerðum eins og að hlusta, finna og þekkja orð í textum, fyrst í hinu talaða máli og seinna einnig í ritun. Erfiðari verkefni eru t.d. að finna orð sem skera sig úr (Odd one out-verkefni), eða að para saman orð og myndir, orð og merkingu þeirra eða samheiti og andheiti. Að flokka orð er enn þá meira krefjandi og stærsta áskorunin felst í að flokka orð eftir ákveðnum viðmiðunum eða raða þeim í rétta röð. Önnur hvetjandi leið til náms er að gera verkefnin persónuleg ogmikilvæg í augum nemenda. Því höfum við búið til verkefni þar sem nemendur þurfa að velja, lýsa sínu uppáhaldi innan ákveðins flokks o.s.frv. Rannsóknir hafa sýnt að persónuleg íhlutun hefur góð áhrif á nám. Það er ekki fyrr en nemendur hafa gert nýju orðin að sínum eigin að þeir hafa virkilega tileinkað sér þau. (Thornbury 2002.) Nemendur þurfa að sjá og heyra ný orð margoft áður en þau festast í langtímaminninu. Það þarf að rifja upp orðin, nota þau og setja í nýtt samhengi. Þetta er einmitt hugmyndin með hringferlinu sem er innbyggt í kerfisbundna framvindu Yes we can. Þegar orð eru notuð aftur og aftur í nýju samhengi styrkist og örvast huglægt kerfi nemendanna í takt við að ný orð rata inn í það kerfi sem fyrir er. Til að byrja með snýst enskukennslan mikið um að herma eftir en með tímanum verður æ mikilvægara fyrir nemendur að uppgötva og verða meðvitaðri um hvaða námsaðferðir henta þeim best. Mikilvægt er að hlúa vel að þessari vinnu, t.d. með því að leika með rím, þulur og atkvæði. Eftir því sem nemendur eldast má líka búast við því að þeir þrói meðvitaðri vitneskju um það sem er líkt og ólíkt á milli tungumála. Almenn vaxandi tungumálameðvitund léttir frekara tungumálanám, bæði í ensku og íslensku. Í hæfniviðmiðum aðalnámskrár er lögð áhersla á að nemendur geti tjáð sig með eigin orðum um daglegt líf, áhugamál, reynslu, skoðanir og umhverfi sitt svo eitthvað sé nefnt. Eftir því sem tungumál þróast þroskast einnig hæfileikar til að taka með í reikninginn og aðlaga málnotkun sína því samhengi semmálið er notað í, þeim viðmælanda sem rætt er við, því efni sem talað eða skrifað er um og að lokum því markmiði sem stefnt er að með málnotkuninni. Þetta er ævilangt ferli. Til að nemendur geti, til lengri tíma litið, aðlagað mál sitt að ákveðnu samhengi verður hægt en örugglega að byggja upp mikinn orðaforða. Málörvun og framfarir Það er mikilvægt að nemendur noti sem flest skilningar- vit þegar þeir læra ensku. Börn læra á ólíkan hátt og á mismunandi hraða. Þau nota líka margs konar námsaðferðir sem þau eru ekki sjálf meðvituð um í upphafi. Einbeitingarhæfni þeirra er ekki fullmótuð og því þarf að æfa hana upp með stuttum náms- lotum og miklum tilbrigðum – einnig innan talmálsins. Mikil áhersla er á málörvun í Yes we can-efninu. Nemendur fá aukinn skilning á samhenginu á milli hljóða, bókstafa, samstafa, bókstafsmynstra og ríms. Rannsóknir hafa sýnt að leikur með orð og hljóð, þ.m.t. að þekkja það sem er líkt og ólíkt, með æfingum þar sem maður tekur burtu hljóð úr orði og setur annað í staðinn, gerir nemendum léttara fyrir að læra að lesa. Þetta á bæði við um fyrsta- og annars- málsnám. Niðurstöður tilrauna í skólum í Vancouver (Wagner, Strömquist og Uppstad 2008) benda til mikil- vægis þess að áframhaldandi vinna með rím og hljóð í námsefninu sé mikilvæg. Áherslan í Yes we can færist frá hlustun, upprifjun og skilningi til munnlegrar og skriflegrar tjáningar og verkefnin í verkefnabókinni eru einmitt gerð með þetta í huga.Yes we can uppfyllir hæfniviðmið aðalnámskrár fyrir erlend tungumál. Á kennarasvæði vefsins má finna yfirlit yfir hvaða hæfniviðmið er unnið með hverju sinni og undir yfirskriftinni Soon í upphafi hvers kafla í verkefnabók eru listuð upp helstu námsmarkmið kaflans. Þemu og orðaforði efnisins er sóttur í nærumhverfi nemenda. Efnið prófar málakunnáttu nemenda, hlustun og lesskilning. Um leið æfast nemendur í töluðu og rituðu máli. Þeir læra ensk orð samtímis og áður en hugtök í móðurmálinu er fulllærð og orðaforði þeirra eykst smám saman, bæði í gegnum námið í skólanum og seinna á ævinni. Í Yes we can er lögð áhersla á æfingaorð innan hvers þema fyrir sig. Markmiðið er að nemendur læri þessi orð svo vel að þeir þekki þau seinna meir þegar þeir þurfa sjálfir að lesa og skrifa. Einnig höfum við valið að leggja áherslu á algengustu orð í ensku Kennslufræðilegar hugleiðingar Kennslufræðilegar hugleiðingar­

máli: The 100 magic words. Þetta er samansafn af smáorðum og málfræðiorðum, t.d. greini, forsetningum, hjálparsögnum og/eða fornöfnum. Að vinna kerfisbundið með algengustu orðin alveg frá byrjun er góður grundvöllur fyrir lestur og ritun nemenda á ensku. Þegar þeir verða meðvitaðir um þessi orð styrkir það einnig stafsetningu. Orðin verða að mikil- vægum verkfærum þegar nemendur þurfa seinna meir að skrifa eigin setningar og texta og vinna með málfræði. Hljóðkerfisvitund og lestrarfærni Rannsóknir sýna að hljóðkerfisvitund og lestrarfærni eru nátengd. (Strömqvist og Uppstad, 2008.) Þegar nemendur skilja samhengið á milli hljóða í orðum og bókstafa í texta eru þeir komnir vel á veg. Þetta þekkja þeir yfirleitt þegar úr sínu eigin móðurmáli en þetta getur verið stærri áskorun í ensku þar sem oft er ekki skýrt samhengi á milli hljóðs og bókstafs. Í ensku eru 26 bókstafir í stafrófinu en 44 kerfisbundin málhljóð. Það þýðir að þessi hljóð samanlagt eru táknuð með 250 mismunandi stafsetningaraðferðum! Þess vegna er mikilvægt að huga að hljóðkerfisvitundinni alveg frá upphafi. Auk þess að geta tengt ensk talhljóð við bókstafir og lesið og skilið setningar eiga nemendur einnig að þekkja enska stafrófið og smám saman að vera færir um að stafa nöfn og einstaka orð. Þetta getur verið erfitt fyrir marga þar sem oft er ekki rökrétt samhengi á milli hljóða og stafsetningar í ensku. Kynna þarf fyrir nemendum, skref fyrir skref, enska stafsetningu. Mörg orð eru stafsett næstum eins og þau eru sögð, t.d. bed, swim og hat. Annar orðahópur hefur greinilegar tengingar á milli hljóða og stafsetningar. Þetta á bæði við um sérhljóða og samhljóða, t.d. samstöfurnar –ail, -ain, ack, irl, all. Nemendur hafa þegar kynnst samstöfunum th-, kn-, wh-, sh-, ch-, og tvöföldu sérhljóðunum –ee og –oo. Eftir því sem nemendur læra fleiri af þessum stafapörum þeim mun betri verður lestrarfærni þeirra á ensku. Síðasti orðahópurinn sem minnst skal á í tengslum við stafsetningu eru algengu orðin. Mörg þeirra eru óútreiknanleg í framburði og því er best að tileinka sér þau sem orðmyndir, t.d. you, your, with, does og their. Námsaðferðir Það er á ábyrgð kennarans að stuðla að því að nemendur verði, á skólagöngu sinni, meðvitaðir um hvaða námsaðferðir henta þeim best. Nemendur skulu tileinka sér aðferðir til að finna merkingu í því sem þeir heyra og seinna lesa, og þeir verða að geta sett í orð hvað það er sem þeir eiga að læra og ekki síst hvernig þeir læra. Í Yes we can draga nemendur ályktanir af efni kaflans með dæmum og verkefnum þar sem þeir eru hvattir til að skoða myndirnar, geta sér til um efni texta út frá fyrirsögnum, nota þekkingu sína úr fyrri köflum og ekki síst að hlusta eftir þekktum, gagnsæum og algengum orðum. Mikilvægt er að tala skýrt um margvíslega færni og að minna nemendur á hvaða aðferðir þeir eru að vinna með. Hlustunaraðferðir Hér gildir einkum að hlusta og þekkja tiltekin orð í setningum og samræðum. Látið nemendur sýna að þeir skilji, t.d. með því að krossa yfir eða undirstrika orð. Lestrartextana í nemendabókinni er einnig hægt að nota sem hlustunaræfingar og nemendur geta brugðist við þegar þeir heyra ákveðin orð eða hugtök t.d. með því að klappa, rétta upp hönd, setja talningarstrik eða þ.h. Minnið líka á mikilvægi þess að túlka líkamstjáningu og hljómfall og að taka aðstæður með í reikninginn. Hvar á samtalið sér stað? Hver talar? Hvað er verið að tala um? Lestraraðferðir Nemendur lesa marga ólíka texta sem hver og einn kemur inn á þema kaflans. Ræðið við nemendur um lestraraðferðir þannig að þeir venji sig á að nota þær þegar þeir lesa nýja texta. Verjið einnig tíma í undirbúning með First-verkefnunum sem hjálpa nemendum að setja textann í samhengi og gefa þeim möguleika á að stinga upp á nýjum orðum og setningagerðum sem gætu átt við viðkomandi texta. Notfærið ykkur að allir textar eru lesnir upp af enskumælandi fólki m.t.t. hreims, aldurs og aðstæðna. Það er sérlega mikið gagn í að geta hlustað á texta og lesið hann um leið. Farið saman yfir glósurnar og notið teikningar, fyrirsagnir, efni og lykilorð sem tengjast þeim. Málfar Venjið nemendur á að nota kurteislegar og gagnlegar setningar eins og t.d. Sorry? Can you say that again, please? One more time, please! How do you say … in English? Ritunaraðferðir: Í fyrstu er unnið með ritun á einfaldan hátt s.s. að afrita orð og einfaldar setningar. Hér er tilvalið að nota valda texta sem fyrirmyndir og e.t.v. ritunaræfingar. Í Yes we can er smátt og smátt lögð meiri áhersla á ritun, bæði í tengslum við endurtekningu á setningagerðum en einnig m.t.t. frjálsrar ritunar nemenda. Ræðið um ritunina við nemendur: • Til hvers (hvaða aðila) eru þau að skrifa og hvers vegna? • Hvað eru þau að skrifa um? • Hverju vilja þau koma á framfæri með textanum? Kennslufræðilegar hugleiðingar 13

Málfar í Yes we can Í Yes we can er bresk stafsetning notuð. Þar að auki eru styttingar eins og he´s, I´m og it´s notaðar í töluðu máli, t.d. í raunverulegum samræðum, söngvum og vísum. Til að auðvelda nám þessara orðmynda notum við form án styttinga eins og he is, I am og it is í öllu öðru samhengi. Heimildir: Cameron, L. (2001): Teaching language to young learners. Cambridge. Cambridge University Press Schmitt, N. og McCarthy, M. (red.) (2008 [1997]): Vocabulary: Description, acquisition and peda- gogy. Cambridge: Cambridge University Press Thornbury, S. (2002): How to teach vocabulary. Harlow: Pearson Education Limited Wagner, Å.K.H., Strömqvist, S. og Uppstad, P.H. (2008): Det flerspråklige menneske: En grunn bok om skriftspråklæring. Landslaget for norskunder-visning. Bergen: Fagbokforlaget 14 Kennslufræðilegar hugleiðingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=