Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

Að gera kennsluna sem besta 9 Í kennsluleiðbeiningunum eru tillögur um hvernig koma má af stað umræðum um kveikjumyndirnar og hvernig áhersluorð hvers kafla og setningagerðir eru virkjaðar. Í öllum köflum eru sett fram dæmi ummunnleg verkefni eins og: • Kveikjumyndin Nemendur leita að orði sem þeir kunna á ensku. Well then, let’s have a look. What can you see in this picture? • Ný orð og setningagerðir Segðuæfingaorðinupphátt og láttunemendur endur- taka. Spyrðu spurninga eða láttu nemendur búa til setningar með orðunum. Hér er einnig upplagt að nota gagnsæ orð og tala um það sem er líkt og ólíkt með ensku og íslensku og með ensku og öðrum tungumálum. • Hlustið og skoðið kveikjumyndina Hlustið saman á textana sem fylgja kveikjumyndinni. Nemendur benda á persónur eða staði sem fjallað er um. Ræðið um hver gerir hvað. Málfræðilegt samhengi Í Yes we can 5 vinna nemendur áfram með grundvallaratriði í málfræði. Á sama hátt og gert var í 4. bekk er málfræðin lögð fram í samhengi við texta og nemendur settir í rannsóknarhlutverk. Þeir eiga, við hvert tækifæri, að rannsaka, uppgötva og færa í orð hvernig tiltekin málfræðiatriði virka og vinna saman. Þetta er krefjandi ferli sem þarf að fá forgang í allri enskukennslunni. Því er ekki nóg að gefa nemendum góðan tíma til að leysa tiltekið verkefni heldur þurfa þeir líka tíma og hvatningu til ígrunda verkefnið og nota vitneskjuna á sjálfstæðan hátt. Málfræði getur vafist fyrir mörgum og því er endurtekning og fjölbreytni nauðsynleg á þessu sviði. Það er mikilvægast að nemendur fái sjálfir að æfa sig á viðkomandi málfræðiatriðum; því meira sem þeir æfa sig því fljótari verða þeir að tileinka sér þessi atriði, einnig í talmáli. Unnið er markvisst með málfræði á eftirfarandi hátt: Allir kaflar í verkefnabókinni byrja með kynningu á tilteknu málfræðiatriði. Með stuðningi frá myndskreyttum dæmum velta nemendur málfræðinni og hlutverki hennar fyrir sér og því næst leysa þeir tilheyrandi verkefni í bókinni. Síðan fara þeir í Drill sem eru stafræn verkefni sem leiðrétta sig sjálf. Verkefnin eru á vefsvæðinu og gefa möguleika á aukaæfingum. Á námsmatssíðunum Let‘s go, við lok hvers kafla, vinna nemendur aftur með tiltekin verkefni þar sem áhersla er lögð á viðkomandi málfræðiatriði. Í námsefninu vinna nemendur með eftirfarandi málfræðiatriði: nútíð sagna, notkun á forsetningum til að segja til um staði eða áttir, eignarfornöfn, nútíð, þátíðarmynd af reglulegum sögnum, notkun these og those. Samvinnunám Í Yes we can 5 eru sem fyrr fjölbreytt munnleg verkefni sem byggja á samvinnunámi. Markmiðið með verkefnunum er að kynna orð og setningar í nýju samhengi og gefa nemendummeiri möguleika á að nota þau á sjálfstæðan hátt. Verkefnin eru öll undir yfirskriftinni Let‘s do og þar undir eru eftirtaldir efnisflokkar: Flashcard Game, Mix-N-Match, Find someone who, Quiz-QuizTrade og Inside Outside Circle. Verkefnin eru alltaf leyst með sömu aðferð sem er útskýrð hér á eftir: • Flashcard game© Nemendur fá spil, eða auð spjöld sem þeir fylla út sjálfir, með orðum úr ákveðnum texta eða verkefni. Síðan keppa þeir tveir og tveir saman í að vinna sem flest spil hvor. Ef þeir geta getið upp á orðum keppinautarins vinna þeir spilið. Ef þeir svara hins vegar rangt verður mótspilarinn að segja þeim svarið og spilið er lagt aftur í bunkann. Þegar sama spil er dregið seinna er möguleiki á að muna svarið. Þetta er góð aðferð til að tala saman um texta eða meta efni sem búið er að fara yfir. Kveikjumyndirnar finnast á stafrænu formi á vefsvæði námsefnisins og þar er hægt að smella og hlusta. Farið fyrst sameiginlega yfir myndina á gagnvirkri töflu eða með skjávarpa og síðan vinna nemendur áfram í verkefnabókinni sinni. The 100 magic words Að hverjum kafla loknum vinna nemendur með skapandi námsmatsverkefni. Öll verkefnin eru unnin út frá efni og textum hvers kafla og er ætlað að reyna á nemendur, bæði munnlega og skriflega. Nemendur skrásetja nám sitt, öðlast yfirsýn yfir það og takast á við nýja tungumálið og það sem í því felst. Matsverkefnin eru á opnu sem merkt er Challenge og neðst geta nemendur séð yfirlit yfir töfraorðin 100: The 100 magic words. Rannsóknir sýna að 100 algengustu orðin eru stór hluti af þeim orðaforða sem er notaður í daglegu ensku tali. Því er mikilvægt að þekkja hin svokölluðu „sight words“ þar sem þau koma sífellt fyrir í þeim textum og verkefnum sem nemendur vinna með. Ræðið hugtakið „to remember by sight“. Þegar nemendur muna orð sjónrænt og þekkja orðmyndina þekkja þeir það sjálfkrafa aftur í texta og skilja á u.þ.b. þremur sekúndum. Þannig verður lesturinn töluvert auðveldari og nemendurnir geta nýtt kunnáttuna í eigin skrifum. Nemendur geta fylgst með því jafnóðum hvernig þeir tileinka sér fleiri og fleiri „magic words“ þar sem orðin eru feitletruð eftir því sem þau koma fyrir í textunum. Hvettu nemendur til að nota orðin, bæði í hefðbundnum verkefnunum og í Challenge-verkefnunum. Á vefsvæði námsefnisins eru fleiri tillögur að verkefnum þar sem unnið er með þessi orð. Orðakortin eru flokkuð eftir köflum og tilbúin til útprentunar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=