Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

4 Wild animals Í Wild animals vinna nemendur í fyrstu áfram með þema úr 3. kafla og fá kynningu á enn einu kennileitinu í London; Whipsnade Zoo sem er u.þ.b. 50 km norður af London. Þetta er grunnur að fleiri verkefnum sem fjalla um náttúru, dýr í útrýmingarhættu og hættur sem steðja að, m.a. veiðiþjófnað. Í lok kaflans lesa nemendur How the Zebra Got His Stripes – a South African Folk Tale. Einnig gefst möguleiki á að tala um hvar í heiminum er töluð enska. Skoðið landakortið saman svo nemendur átti sig á heimsálfunum og hvað þær heita. Láttu nemendur velta fyrir sér hvers vegna það er mikilvægt að læra ensku. Hafa þeir sjálfir verið í aðstæðum þar sem þeir þurftu að nota ensku? Hvað finnst þeim mikilvægast að geta sagt á ensku? Sumir nemendur þekkja til annarra tungumála en ensku. Spurðu um það og talið um hvaða önnur tungumál eru töluð í öðrum löndum. Orð og setningagerðir kaflans • penguin, snake, elk, bear, fur, world, ­ country, travel, dangerous, leaves • What is the same? • What is different? Málfræðileg áhersla • Notkun eignarfornafna Verkefnabók bls. 40-41 Soon • I can understand facts about animals and the places they live. • I can express my opinion about animals and write poems. • I can ask questions about animals in danger. • I can use words that tell us who owns different things. My poem – your poem Í þessum kafla vinna nemendur með eignarfornöfn og æfa sig í að segja frá því hver á hvað. Þeir hafa áður unnið með setningagerðina This is my … og geta talað um það sem þeir eiga sjálfir. Byrjaðu á að láta nemendur ná í hluti úr skólatöskunni sinni eða pennaveskinu og fá þá til að segja hvað þeir eru með, annaðhvort í pörum eða í litlum hópum. Gakktu um bekkinn og sýndu nokkra af hlutunum. Segðu t.d.: This is her book. This is his pencil. Talaðu um hvað setningarnar þýða og skoðið þar á eftir dæmin á bls. 40 í verkefnabókinni. Þegar þið hafið lesið setningarnar saman eru nemendur tilbúnir að vinna áfram með verkefni A-C á bls. 41. A Who owns the poem? Lestu setningarnar og strikaðu undir orðin sem sýna hver á ljóðið. B Read and underline the pronouns Lestu og strikaðu undir fornöfnin. C Use the pronouns Settu inn orðin sem vantar í textann. Drill Vinnið með verkefnin á vefsvæðinu. Nemendabók bls. 40-41 Kveikjumyndin Byrjaðu alltaf á því að vinna með kveikjumyndina og notaðu hana til að koma af stað samtali á ensku. • Tell me, what can you see in this picture? • Which animals do you know? • Where do these animals live? • Which animal is your favourite? • How many of you like the lion best? Drill Námsmarkmið 36 4 Wild animals

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=