Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

Let’s play – Please … Skrifaðu forsetningarnar úr verkefni 2 á töfluna og bættu við eftirfarandi orðum frá 3. kafla í verkefnabókinni, bls. 28: from, to, opposite, turn around, between. Leikið Simon says, en skiptið Simon says út fyrir orðið Please, t.d.: Please place your hand above your head (allir nemendur setja höndina upp fyrir höfuð), eða: Place your hand above your head (nemendur aðhafast ekkert því orðið please vantar). Nemendabók bls. 80-81 Message in a bottle FIRST! What do you do at the beach? Hér geta allir nemendur verið með og talað um hvað þeir gera yfirleitt í fjörunni. Skoðið myndskreytingarnar og láttu nemendur lýsa þeim. Hverja sjá þeir? Hvað eru krakkarnir að gera? Hvað hafa þau komið auga á? Hvað er í og utan á flöskunni? Hlustið á textann og nemendur lesa með í bókinni. Á eftir lesa þeir samtalið tveir og tveir saman eða í fjögra manna hópum. Minntu nemendur á að gæta að hljómfalli (undrun, hræðslu, hrifningu) og æfa framburðinn. Ef þeir eru í vafa geta þeir hlustað á samtalið aftur eða beðið um hjálp. Segðu þeim að hugsa um spurninguna í Think and talk: What would your message in a bottle say? Þegar þeir eru sammála um eina eða tvær tillögur eru þær skrifaðar niður og farið er yfir allar tillögurnar í sameiningu. Síðan vinna nemendur með verkefni 3-4 í verkefnabókinni. Verkefnabók bls. 79 3 True or false? Lestu Message in a bottle í nemendabókinni á bls. 80. Skrifaðu T eða F við fullyrðingarnar. Endurskrifaðu röngu setningarnar svo þær verði réttar. Lestu þær upphátt fyrir félaga. 4 Find 8 words related to water Finndu átta orð sem öll tengjast vatni. Let’s play English at home English at home a. Búðu til þitt eigið flöskuskeyti. Þú mátt skrifa um það sem þú vilt en það þarf að vera samhengi í textanum. Notaðu amk. eitt sagnorð, eitt nafnorð og eitt lýsingarorð (gjarna fleiri) úr textanum á bls. 81 í nemendabókinni. b. Skoðaðu myndirnar á blaðsíðu 80 og 81 í nemendabókinni. Búðu til hugarkort með orðinu SEA í miðjunni. Þú getur skrifað hvað sem þér dettur í hug út frá myndunum. Nemendabók bls. 82-83 Fantastic fish facts Á þessari opnu fá nemendur kynningu á þremur ólíkum fiskum: flugfiski, tunglfiski og mandarínfiski. Áður en þeir lesa textana er góð hugmynd að tala um hvað einkennir upplýsingatexta og einkum hvaða aðferðir hægt er að nota við lestur á þeim. Talið síðan um myndirnar og nemendur lýsa þeim: Let‘s look at the picture of the flying fish. Who can describe what it looks like? Nemendur nota þekktar setningagerðir, It has … og It is til að nota við lýsingarnar. Lesið tilsvör Ameliu og Jacks upphátt og lítið einnig á tilvitnunina til vinstri. Hlustið svo á textana einn í einu. Stoppið eftir hvern texta og takið efnið saman, t.d.: • So, what’s special about flying fish? Yes, you’re right. They have fins that look like wings. • Look through the text again and find out how far they can fly. Haldið áfram á sama hátt með hina tvo textana og láttu nemendur finna svipuð orð á íslensku. Þeir uppgötva að þeir geta auðveldlega borið kennsl á heiti yfir mál og vog. We have learnt that fish come in all shapes and sizes. Now and then, skim through the text again and see if you can find out how far the flying fish can jump, and how much the ocean sunfish weighs. Láttu nemendur lesa textana upphátt í pörum og haldið áfram með verkefni 5-7 í verkefnabókinni. Takið ykkur góðan tíma þar sem öll verkefnin þrjú eru ritunarverk56 7 Save the oceans

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=