Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

Svona gerir maður: • Nemendur vinna tveir og tveir saman. • Kennarinn ákveður hver er fyrst stjórnandi. • Stjórnandinn hefur öll spilin. • Stjórnandinn les fyrstu spurninguna/segir fyrsta orðið. • Ef nemandinn getur svarað fær hann spilið og stjórnandinn hrósar honum. • Ef nemandinn getur ekki svarað gefur stjórnandinn svarið og spilið fer aftur í bunkann. • Þannig heldur spilið áfram þar til nemandinn hefur unnið öll spilin. Þá er skipt um hlutverk. • Quiz-Quiz-Trade© Quiz-Quiz-Trade getur fengið feimnustu og hlédrægustu nemendurna með í leikinn. Nemendur fara á milli og svara spurningum bekkjarfélaga. Aðferðin hentar vel, bæði til að þjálfa minni, útskýringar og færni. Svona gerir maður: • Hver nemandi er með spjald með spurningu á. Engar tvær spurningar eru eins. • Nemendur standa á fætur, fara á milli og finna félaga úr öðru liði.. • Nemandi A spyr sinnar spurningar. • Nemandi B svarar. • Nemandi A hjálpar til eða hrósar. • Nemendur skipta um hlutverk þannig að B spyr og A svarar. • Nemendur skipta um spjald. Þeir kveðja, finna nýjan félaga og byrja upp á nýtt. • Mix-N-Match© Í þessum leik fara nemendur um bekkinn og skiptast á spilum. Í hvert skipti sem þeir finna „samstæðuna“ sína verða þeir að leysa verkefnið sem þeim hefur verið úthlutað. Svona gerir maður: • Hver þátttakandi fær spjald t.d. með upplýsingum, spurningu eða verkefni. Spjöldin passa saman tvö og tvö eða fjögur saman. • Kennarinn segir Mix og nemendur ganga á milli og skiptast á spjöldum við þá sem þeir hitta. • Þegar kennarinn segir Match leita nemendurnir að þeim bekkjarfélaga sem hefur spjald sem passar við þeirra. • Þegar allir hafa fundið sitt „match“ og sannreynt spjöldin segir kennarinn Mix og leikurinn byrjar upp á nýtt. • Find someone who …© Nemendur fara á milli og finna bekkjarfélaga sem geta svarað spurningu eða t.d. látið í ljós afstöðu sína. Nemendur eiga að tala við eins marga og hægt er og þess vegna má bara fá eina kvittun frá hverjum bekkjarfélaga. Svona gerir maður: • Allir nemendur fá blað með staðhæfingu eða spurningu. • Nemendur finna bekkjarfélaga sem er laus. • Nemendur heilsast kurteislega. • Nemendur skiptast á að spyrja. • Nemendur kvitta undir hvor á blaði annars ef þeir geta svarað. Ef þeir geta ekki svarað reyna þeir við aðra spurningu. • Nemendur þakka fyrir sig, kveðja og finna nýjan félaga. • Verkefnið heldur áfram þar til allir eru búnir að fylla út sitt blað. Á eftir geta nemendur og kennari rætt svörin. • Inside Outside Circle© Þegar margir í einu hafa frá einhverju að segja, eða þegar þarf að ræða um eitthvað, hentar þessi aðferð vel. Notaðu hana til endurtekningar, fyrir vangaveltur og fræðslu. • Helmingur nemenda býr til hring og snýr bakinu inn að miðju hringsins. Hinn helmingurinn býr til annan hring utan um þannig að nemendur standi augliti til auglitis hver við annan. • Nemendurnir í ytri hringnum byrja á að segja frá ákveðnu efni eða svara spurningu frá kennara. Svo er skipt um hlutverk þannig að nemendurnir í innri hringnum segi frá. • Þegar tíminn er úti þakka nemendur hvor öðrum fyrir samtalið og ytri hringurinn færir sig eitt pláss til hægri. Byrjað er upp á nýtt. Áhersla á leiðsagnarmat og símat Yes we can byggir á hæfniviðmiðum fyrir erlend tungumál í Aðalnámskrá grunnskóla. Unnið er út frá markmiðum 1. stigs auk 2. stigs þar sem það á við. Gert er ráð fyrir að við lok 10. bekkjar hafi nemendur náð hæfni á 3. stigi í ensku. Á vefsvæðinu má finna yfirlit yfir hvaða markmið unnið er með hverju sinni. Þar er líka að finna tillögu um heilsárs kennsluáætlun. Námsmat skal byggja fyrst og fremst á símati. Markmiðið er að efla nám og þroska og að gefa kennara og nemanda vitneskju um hvar nemandinn stendur í sínu námi hverju sinni og hvað skal vinna frekar með. Rannsóknir sýna að þær kennsluaðferðir sem hafa hvað mest áhrif á nám og hvöt nemandans eru gæði endurgjafarinnar sem hann fær fyrir vinnu sína. Matið ætti að byggja á þremur höfuðspurningum: • Hvar er ég stödd/staddur? • Hvert stefni ég? • Hvernig kemst ég þangað? Til að geta svarað þessum spurningum verða nemendur að: • skilja hvað þeir eru að læra og til hvers er ætlast af þeim • fá svörun við verkefnum sínum • fá upplýsingar um hvernig þeir geta undirbúið sig 10 Að gera kennsluna sem besta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=