Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

Námsmarkmið My passion 5 Í kaflanum My passion er fjallað um önnur áhugamál en íþróttir. Nemendur heyra önnur börn segja frá í hverju þau eru góð og hvað þeim finnst gaman að gera. Þar að auki er útdráttur úr sögu Roalds Dahl, The Magic Finger, og nemendur lesa um The Roald Dahl Museum and Story Center. Í fyrsta textanum er einmitt minnst á The Magic Finger þegar Amelia, Jack og Isabella segja frá skólaverkefni sem m.a. gengur út á að þau eiga að búa til eigin útgáfu af sögunni. Orð og setningagerðir kaflans • practise, drums, famous, poem, audience, painting, play, excursion, museum, costume • What can you do? • I can’t … • I can … Málfræðileg áhersla þýða • Samsett nútíð Verkefnabók bls. 52-53 Soon • I can do a class survey and tell others about it. • I can inform others about a famous museum. • I can write and talk about my passion. • I can use the correct form of the verb (ing-form). Sagnorð Am, is or are playing? Í þessum kafla vinna nemendur með ing-endingu sagnorða og einbeita sér því að læra það form sagnarinnar sem gefur til kynna að eitthvað sé að gerast núna. Á þessu stigi eiga nemendur að geta beitt nokkrum mikilvægum setningagerðum án þess nauðsynlega að hafa dýpri innsýn í málfræðilegt samhengi. Í þessu samhengi er mikilvægt að kynna nemendum dæmi sem útskýra málfræðina þannig að þeir geti notað samsetta nútíð í svipuðu samhengi. Nemendur vinna með samsetta nútíð sem tjáir að athöfn eða verknaður sé byrjaður og í gangi. Formið er myndað með hjálparsögninni to be og ing-endingu af aðalsögninni, t.d.: I am writing. Sumir nemendur nota ing endingu aðeins í talmáli og sleppa þar með hjálparsögninni. Áður hefur verið unnið með setningar eins og I‘m good at swimming eða I like dancing en til að tjá athöfn sem stendur yfir þurfa bæði sagnorðin að vera til staðar. Vekið athygli nemenda á mismuninum á I am writing a poem og I write poems. Fyrra dæmið tjáir athöfn sem stendur yfir en seinna dæmið segir frá einhverju sem endurtekur sig. Nemendur skoða myndirnar og lesa setningarnar á bls. 52 í verkefnabókinni. Hvað er ólíkt með setningunum? Nemendur taka eftir að form hjálparsagnarinnar veltur á fornöfnunum. Þar sem þeir hafa áður unnið með sögnina to be er þetta eðlilegt framhald af fyrra námsefni. Þegar búið er að lesa setningarnar í sameiningu eru nemendur tilbúnir til að vinna frekar með verkefni A-C á bls. 53. A Think and write Skrifaðu rétt orð á línurnar. B Write the correct words Settu inn í textann þau sagnorð sem vantar. 42 5 My passion

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=