Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

1 What's your sport? 17 Drill Nemendur geta unnið saman tveir og tveir eða í hópum og sagt hver frá öðrum þannig að þeir skipti á milli 1. og 3. persónu: • Anna: I get up at seven. • Matthildur: A nna gets up at seven, but I get up at ten to seven. Í verkefnunum á bls. 5 æfa nemendur notkun sagnorða í nútíð. Áður en þeir byrja er gott að láta þá gefa dæmi um hvað þeir gera á morgnana: • Have a quick think! I want you all to tell me two things you do every morning. A Write Lestu orðin. Skrifaðu setningar um hvað þú gerir á morgnana. B Choose and write sentences Skrifaðu setningar með því að nota orð úr öllum kössunum fjórum. Í báðum verkefnum eiga nemendur að skrifa eigin setningar og geta valið á milli frumlags og sagnliðar. Í lokin lesa nemendur setningarnar sínar upphátt, tveir og tveir saman, í hópum eða fyrir allan bekkinn. Drill Vinnið verkefnin á vefsvæðinu. Öll fjögur verkefnin leggja áherslu á form sagna, uppbyggingu setninga og orðflokka. Nemendur setja inn orð, skrifa sjálfir orð, raða orðum í rétta röð og flokka orð í sagnorð, nafnorð og lýsingarorð. Nemendabók bls. 4-5 Kveikjumyndin Byrjaðu alltaf á því að vinna með kveikjumyndina og notaðu hana til að koma af stað samtali á ensku. • Tell me, what can you see in this picture? • What are the children doing? • Do any of you like these sports activities? Nemendur þekkja margar íþróttagreinanna og geta auðveldlega talað um og svarað spurningum, t.d.: • What’s your favourite sport? • How many of you like playing tennis? • Find the boy who plays football. What is he wearing on his head? Yes, you’re right. A red cap. Ný orð og setningagerðir Hlustið á æfingaorðin og láttu nemendur vinna með þau. Þeir geta endurtekið orðin eða notað þau í setningar sem þeir búa sjálfir til: • Early. I am so tired. I get up too early when I have to go to school. • Notið setningagerðirnar og nemendur svara á sinn hátt: I’m interested in cycling. What about you, Óskar? What are you interested in? • On Wednesdays, I take my daughter to swimming class. What about you, Símon? What do you do on Wednesdays? • Emma, when do you wake up?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=