Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

6 Collectors 6. kafli fjallar um landkönnuði og um að safna hlutum – bæði nýjum og gömlum. Markmið kaflans er að fara með nemendur aftur í tímann og gefa þeim svolitla innsýn í nokkra tímamótaatburði, þ.á m. flug Ameliu Earhart yfir Athantshafið árið 1932 og fyrsta skref Neils Armstrong á tunglinu 1969. Nemendur fá örlitla kynningu á sögu flugvélanna og aftast í kaflanummá lesa um þrjá unga safnara. Að lokum er fjallað um hvers vegna fólk safnar hlutum og hvað maður ætlar að gera við safnið sitt. Kaflinn inniheldur mörg ný orð sem nemendur sjá þegar þeir lesa um mikilvægustu áhöld landkönnuðanna. Taktu því góðan tíma í vinnu með kveikjumyndina þar sem orðin koma fyrir. Nemendur kannast líklega við landkönnuði frá umfjöllunum í öðrum námsgreinum og tilvalið er að nýta þá þekkingu til umræðna á ensku eða íslensku. Sumir nemendur vilja eflaust leita að upplýsingum um einstakar persónur á enskum vefsíðum – meta skal hvernig best er að leggja þema kaflans fram þannig að öllum nemendum sé mætt á sem bestan hátt, bæði hvað varðar tungumál og innihald. Orð og setningagerðir kaflans • pilot, airplane, planets, compass, glacier, astronaut, collection, map, photograph, telescope • What did …? • Where did …? • When did …? Málfræðileg áhersla Þátíð sagna Verkefnabók bls. 64-65 Soon • I can read and understand facts about explorers. • I can understand when people tell about their collections. • I can use the past tense when I talk and write. Nemendur hafa áður kynnst þátíðarmynd bæði reglulegra og óreglulegra sagna en hafa hvorki unnið sérstaklega með þær né skoðað hvernig þær eru myndaðar. Í þessum kafla er ed-endingin skoðuð betur og vakin er athygli á tilbrigðum í stafsetningu og óreglulegri beygingu á t.d. sögnunum to be og to have. Rifjið fyrst upp það sem nemendur kunna um sagnorð. Þeir hafa bæði unnið með nútíð og samsetta nútíð og allir nemendur geta sagt setningar eins og I play tennis. I‘m good at playing tennis. Right now, I‘m playing tennis. Skrifaðu sagnirnar á töfluna; þær verða skoðaðar síðar. Skoðið bls. 64 í verkefnabókinni og lesið um The easy verbs og The more difficult verbs. Lesið setningarnar upphátt og veitið framburði ed-endingarinnar sérstaka athygli. Lítið á sagnirnar á töflunni og láttu nemendur skiptast á að segja frá því sem þeir gerðu í gær. Á eftir halda þeir áframmeð því að leysa verkefni A-C í verkefnabókinni á bls. 64-65. Í verkefni C er unnið með sögnina travel. Á breskri ensku tvöfaldast samhljóðinn l alltaf á undan þátíðarendingunni –ed: Last summer, they travelled all over the world. Þessi regla á ekki við um ameríska ensku. Nemendur sem eru fljótir að leysa verkefnið geta búið til eigin dæmi eins og í verkefni C eða þeir geta keppt hver við annan um að búa til setningar eins og í verkefni B og á eftir látið bekkjarfélaga setja hring um setningar í þátíð. Hér er upplagt að láta nemendur búa til setningar með orðaforða sem þeir þekkja úr eigin nærumhverfi þannig að öll áherslan sé á þátíðarendinguna. Námsmarkmið 48 6 Collectors

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=