Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

Let’s do Inside – Outside Circle© Helmingur nemenda býr til hring og snýr bakinu inn að miðju hringsins. Hinn helmingurinn býr til annan hring utan um þannig að nemendur standi augliti til auglitis hver við annan. Nemendurnir í ytri hringnum byrja á að segja félaga sínum frá tímalínunni sem þeir bjuggu til í verkefni 8. Síðan segir nemandinn í innri hringnum frá sinni tímalínu. Gefðu hverjum nemanda fimmmínútur til að segja frá hápunktunum áður en ytri hringurinn færir sig um eitt pláss til hægri og allir fá nýjan félaga sem þeir endurtaka frásögnina fyrir. Nemendabók bls. 72-73 Off to the moon FIRST! Look at the pictures. What do you see? Kannast nemendur við myndina af Nei l Armstrong? Hvað dettur þeim í hug þegar þeir sjá pláneturnar? Hafa einhverjir mikinn áhuga á geimnum og plánetunum? Hvaðan sækja þeir þekkingu sína? Hlustið á textann og nemendur lesa með í bókinni. Finndu krækju á vefsvæðinu og horfið saman á myndbandið. Vinnið síðan með verkefni 10-11 í verkefnabókinni. Nemendur fylla út hugarkortið með upplýsingum úr textanum. Hægt er að láta nemendur vinna verkefni 11 í pörum og æfa sig í að útskýra hvers vegna þeir svara eins og þeir gera. Snúið ykkur að textanum Space exploration og nemendur svara spurningunum þremur. Meta skal hvort nemendur eigi að giska á spurningu 3 eða hvort þeir megi leita sér upplýsinga á netinu. Verkefnabók bls. 72 10 Make a mindmap Lestu Off to the moon í nemendabókinni á bls. 72 og fylltu út hugarkortið. 11 Odd one out Dragðu hring um þau orð sem ekki passa við hin orðin. Let’s do – Flashcard Game© Dreifðu ljósritinu. Nemendur velja 12 orð úr glósum kaflans sem þeir vilja vinna áfram með. Þeir skrifa enska orðið öðrum megin á blaðið og íslenska orðið hinum megin. Nemendur vinna saman í pörum og keppa hvor við annan. Þeir safna spilunum í bunka. Nemendi A sýnir nemanda B aðra hliðina á fyrsta spilinu og hann á að segja orðið á íslensku/ensku. Ef nemandi B svarar rétt má hann halda spilinu. Ef svarið er rangt fer spilið aftur í bunkann hjá nemanda A. Þegar nemandi A er búinn að fara í gegnum sinn bunka og nemandi B hefur unnið öll spilin skipta þeir um hlutverk. Nemendabók bls. 74-75 Collectors FIRST! What things do people collect? Nemendur skoða myndirnar og stinga upp á hlutum sem hægt er að safna. Taktu eftir hvað nemendur muna eftir mörgum áhersluorðum og það má gjarna skrifa allar hugmyndirnar upp á töflu. Nemendur taka eftir að fyrsti hluti textans fjallar aftur um Jack og safn hans frá langalangafa og þess vegna getur passað vel að taka Think and talk fyrir núna. Hlustið á textann Collectors og nemendur lesa með í bókinni. Láttu þá lesa upphátt í þriggja manna hópum og æfa samtalið. Sumir nemendur komast yfir að lesa öll þrjú hlutverkin á meðan aðrir einbeita sér að því að æfa eitt hlutverk. Ef tími er til má láta nemendur búa til nýtt samtal sem fjallar um hvað þeir eru með inni í sínum herbergjum. Vinnið síðan Let’s do 52 6 Collectors Let’s do 9 Ljósrit nr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=