Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

2 Wizards and witches Í Wizards and Witches er unnið með orðaforða sem m.a. tengist hrekkjavökunni en textinn býður einnig upp á samræður um nornir og tröll og draugalega heima. Útgangspunktur kaflans er í hinu ævintýralega, fantasínuheiminum, með ljóðum og textum um nornir og galdrakarla. Nemendur kynnast tungubrjótum og æfa sig í framburði á w. Þeir skoða einnig uppskrift að Spooky spiders. Seinna í kaflanum vinna þeir með lýsingu á hrekkjavöku í skoska kastalanum Culzean og texta um Borgarvirki. Í skype-samtali á milli Jacobs og frænda hans er talað um hvernig haldið er upp á hrekkjavöku í Bandaríkjunum. Í kjölfarið er tilvalið að ræða um hvernig haldið er upp á Halloween á Íslandi. Aftast í kaflanum er önnur uppskrift: Halloween drink. Orð og setningagerðir kaflans • Witch, wizard, ghost, dragon, toad, castle, cave, wand, brave, scared • There is … • There are ... • How do you …? Málfræðileg áhersla • Framburður og stafsetning Framburður og stafsetning • /w/ og /v/ witch, very • /ei/ cave, brave • /i/ happy, he, she Verkefnabók bls. 16-17 Soon • I can use adjectives and describe people or places. • I can talk about Halloween traditions. • I can use pronouns when I talk and write. Í þessum kafla æfa nemendur sig í að nota persónufornöfn. Unnið er með þau bæði í kyni og tölu. Á þessu þrepi er mikilvægast að nemendur séu meðvitaðir um samhengið á milli máls og málfræði og venji sig á taka eftir því sem er líkt og ólíkt m.t.t. annarra tungumála. Á yfirlitinu á bls. 16 í verkefnabókinni sjá nemendur að persónufornafnið you er eins í eintölu og fleirtölu og að það er bara ein mynd fyrir 3. pers. ft.: they. Skoðið myndirnar og lesið setningarnar saman. Látið nemendur finna og benda á mismunandi fornöfn og biðjið þá að athuga sérstaklega hvernig fornöfnin eru notuð í einstöku samhengi. Lítið aftur á töfluna neðst á síðunni og látið nemendur koma með dæmi um setningar þar sem fornöfnin koma fyrir. Þrátt fyrir að fornöfnin he, she og we séu borin fram með löngu sérhljóði /i:/, þegar lögð er áhersla á þau og/eða þau standa ein, er betra að lýsa hljóðinu sem stuttu /i/, einkum þar sem það er algengur framburður í talmáli. A Circle the pronouns Lestu textann og dragðu hring utan um öll fornöfnin. B Write the correct pronouns Skrifaðu réttu fornöfnin í eyðurnar. Veldu fornöfn úr rammanum. Sum eru notuð oft. Þegar nemendur hafa leyst verkefnið og skrifað fornöfnin inn í textann er hægt að skiptast á að lesa textann og lesa upp sérnöfnin Veronica og Vernon í staðinn fyrir fornöfnin. Nemendur uppgötva samstundis hvernig textinn breytist og verður tilbreytingarlaus og flatur. Drill Vinnið með verkefnin á vefsvæðinu. Námsmarkmið Drill 24 2 Wizards and witches Uppbygging kennsluleiðbeininga 4 Til kennarans Hér er almenn kynning á efni kaflans og sjá má hvaða orð, setningagerð og málfræðiatriði er unnið með. Allir kaflar byrja á yfirliti yfir þau námsmarkmið sem nemendur vinna að. Á vefsvæðinu er yfirlit yfir þau hæfniviðmið sem unnið er með hverju sinni, breytileg kennslumarkmið og dæmi um nám.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=