Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

Nemendabók bls. 70-71 Across the Atlantic FIRST! Have you been across the Atlantic? Hverju svara nemendur þegar þú spyrð hvort þeir hafi farið yfir Atlantshafið? Hvar hafa þeir verið og hversu lengi? Eru einhverjir staðir sem þeir hafa heyrt um og gætu hugsað sér að heimsækja? Vita þeir hvar enska er töluð? Skoðið tímalínuna og myndskreytingarnar og farið yfir viðburðina. Meta skal hvort verja á meiri tíma í að finna frekari upplýsingar um einstaka persónur. Hlustið síðan á Ameliu sem segir frá nöfnu sinni, Ameliu Earhart, sem var fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Haldið áfram og vinnið verkefni 6-7 í verkefnabókinni. Verkefnabók bls. 69 6 Mark the true sentences Lestu Across the Atlantic í nemendabókinni á bls. 70 og settu kross við setningarnar sem eru sannar. Let’s play – Use the words and battle Nemendur vinna með orðin proud, scared, relieved, happy, sad, nervous, excited, angry, confused, tense, grateful, surprised. Þeir hafa þegar talað um þau í verkefni 7 og nú eiga þeir að finna út hversu mörg þessara orða þeir geta notað í setningu. Nemendur eiga að geta lesið setningarnar upphátt og notað orðið á réttan hátt. Önnur aðferð er að klippa út pappírsmiða með orðunum og setja þá í öskju. Nemendur draga miða hver á eftir öðrum. Þeir eiga að lesa orðið og nota það til að búa til setningu. Gerið þannig: • Proud. What does the word mean? Can you make a sentence using the word "proud"? • I am proud to be in my class. • Well done! Verkefnabók bls. 70-71 Farið yfir verkefni 8 og 9 áður en nemendur vinna með þau. Talið um teikningarnar og láttu nemendur segja orðin. Útskýrðu að tölustafurinn 1 merki að þar sé pláss fyrir merkisviðburð sem nemendur sjálfir velja. Misjafnt er hvað og hversu mikið nemendur skrifa í kassana. Hjálpaðu þeim á meðan, spurðu spurninga og hvettu þá til að fara eins djúpt í efnið og þeir geta. Í verkefni 9 skrifa þeir út frá eigin brjósti um sérstaka upplifun. Farið fyrst í gegnum dæmin í sameiningu. 8 Do you remember …? Fylltu kassana með upplýsingum um tíu merkis- viðburði í lífi þínu. Settu jafnvel strik á milli texta og myndar. 9 Your first experience Segðu frá því þegar þú upplifðir eitthvað í fyrsta skipti. 7 Circle the words Hvernig heldur þú að Ameliu Earhart hafi liðið þegar hún flaug yfir Atlantshafið? Dragðu hring utan um orðin. Let’s play 6 Collectors 51

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=