Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

Námsmarkmið 7 Save the oceans Í síðasta kafla vetrarins er athyglinni beint að umhverfinu og nemendur lesa texta, þ.á m. samtöl, upplýsingatexta, mataruppskrift og fyrirmæli. Í kaflanum fara Amelia og Jack, sem við þekkjum nú þegar, með nemendur í ferð til Galway Beach og deila upplifunum sínum og vangaveltum. Þegar þau finna flöskuskeyti ákveða þau að heimsækja stærsta sædýrasafn Írlands, The Galway Atlantaquaria, og sú ferð verður þeim hvatning til að leiða hugann að því hvernig þau geti lagt sitt af mörkum fyrir umhverfið, m.a. með því að lesa um samtökin 4Ocean og Take 3 for the Sea. Það er tilvalið að líta betur á staðsetningu Írlands og The Galway Atlantaquaria, og það er líklegt að nemendur verði hrifnir af fínum armböndum sem hægt er að kaupa hjá 4Ocean. Orð og setningagerðir kaflans • octopus, rubbish, duck, turtle, beach, bracelet, shark, tidy up, bottle, sea • These are … • Those are … • Look at … Málfræðileg áhersla • Notkun á these og those m.t.t. staðsetningar. Verkefnabók bls. 76-77 Soon • I can understand and use words that are related to sea life. • I can read and understand facts about fish. • I can express my opinion about people who try to make a difference. • I know the difference between these and those. These – those? Nemendur skoða myndskreytingarnar á bls. 76 og lesa setningarnar. Skilja þeir í hverju munurinn liggur? Lestu skýringuna í appelsínugula rammanum og legðu áherslu á að við notum these þegar við tölum um eitthvað í ft. sem er nálægt okkur en those til að lýsa hlutum í ft. sem eru lengra í burtu. Áður en nemendur byrja á verkefnunum er upplagt að láta þá æfa sig í að nota these og those. Láttu þá vinna saman tvo og tvo og finna hluti í kennslustofunni, t.d.: These are my books. Those are Emma‘s books. A These or those? Skoðaðu myndirnar og lestu setningarnar. Skrifaðut These eða Those á línurnar. B Use these or those and finish the sentences Lestu orðin og skrifaðu setningar sem passa við þau. Notaðu These eða Those. • These words are verbs. Those words are adjectives. • These are my favourite words.Those are your favourite words. Drill Vinnið með verkefnin á vefsvæðinu. Drill 54 7 Save the oceans

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=