Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

efni. Í verkefni 5 skrifa nemendur setningar úr textanum sem passa við rétta mynd en í verkefni 6 semja þeir sjálfir setningar. Í verkefni 7 rifja þeir upp sagnorðin og nota þau í setningar sem þeir finna upp sjálfir. Verkefnabók bls. 80-81 5 Read and sort Lestu setningarnar og skrifaðu þær við rétta mynd. 6 Choose and write sentences Taktu orð úr römmunum og skrifaðu eigin setningar. Berðu þínar setningar saman við setningar sem bekkjarfélagi þinn skrifaði. Nemendabók bls. 84 Let’s cook Flestir nemendur hafa smakkað fiskinagga og geta úr frá myndunum getið sér til um hvernig þeir eru búnir til. Nemendur fara í gegnum uppskriftina tveir og tveir saman og æfa sig í að lesa hana upphátt. Á eftir vinna þeir hver og einn með verkefni 8 í verkefnabókinni á bls. 82. Hér lesa þeir uppskriftina aftur og setja myndirnar í rétta röð. Í verkefni 9 sýna þeir að þeir geti bent á orð sem tengjast matargerð og skrifa þau á línurnar. Verkefnabók bls. 82 8 Write the correct number Lestu uppskriftina og skrifaðu tölustafina við rétta mynd. 9 Circle the cooking words in the ­ recipe and write them Dragðu hring utan um þau orð sem tengjast eldamennsku og skrifaðu þau á línurnar. Nemendabók bls. 85 Nemendur byrja á að lesa Did you know-textann um Crazy containers. Minntu nemendur á hversu mikilvægt er að nota góðar lestraraðferðir og láttu þá leita að gagnsæjum orðum í textanum. Let’s look through the text and see if we can find words that are almost the same in English and Icelandic. Yes, you’re right… storm, full, ship, sank, plastic, Hawaii, Japan, Australia, Africa, Scotland. Haldið áfram og vinnið verkefni 10-12 á bls. 83 í verkefnabókinni. Hér einbeita nemendur sér að nýjum orðaforða og nota lýsingarorð til að lýsa myndinni. Buy a bracelet and save the oceans Skoðið myndina af armbandinu og hlustið á Ameliu og Jack sem tala um samtökin 4Ocean. Farið á vefsvæðið og skoðið mismunandi armbönd. Hvað finnst nemendum flottast og af hverju? Hvað kostar uppáhaldsarmbandið þeirra mikið? English at home English at home a. Búðu til þitt eigið Fantastic fish fact. Veldu þér sjávardýr sem þú þekkir eða finndu upplýsingar á netinu/ í fræðibókum. Skrifaðu 3 setningar um dýrið. Teiknaðu gjarna mynd með. b. Finndu 5 sagnorð og 5 lýsingarorð í textunum á bls. 82 og 83 í nemendabók. Skrifaðu 2 setningar þar sem þú notar einhver af þessum orðum. 7 Circle and write the verbs Dragðu hring utan um sagnorðin og skrifaðu þau á línurnar. Veldu tvö sagnorð og skrifaðu þínar eigin setningar um fisk. 7 Save the oceans 57

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=