Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

English at home English at home a. Lestu textann Join my diving club upphátt. Æfðu þig vel þar til þú ert sátt/sáttur við framburð og flæði. Taktu lesturinn upp og sendu kennaranum þínum. b. Segðu frá því sem þú veist um Alex. Notaðu setningagerðir eins og He likes …, He practises …, He needs … . c. Láttu félaga þinn skrifa orð úr textunum á miða. Horfðu á orðin í 15 sekúndur og reyndu að leggja orðin á minnið. Skrifaðu orðin og berðu þau saman við fyrri miðann. d. Skrifaðu eigið sms-samtal um The wrong gear. Notaðu orðin sem þú hefur lært um íþróttaútbúnað. 22 1 What's your sport? I like everyone who likes…: Nemendur sitja á stólum í hring. Einn stendur í miðjunni og segir I like everyone who likes … íþrótt, t.d. diving. Allir nemendur sem hafa gaman af dýfingum standa upp og finna sér nýjan stað. Nemandinn í miðjunni reynir að næla sér í auðan stól. Sá nemandi sem ekki fær sæti segir nýja setningu með I like everyone who likes … íþrótt. Verkefnabók bls. 9-10 7 Read and write Lestu Join my diving club í nemendabókinni á bls. 10 og svaraðu spurningunum. 8 Circle the verbs and write sentences Dragðu hring utan um sagnorðin. Skrifaðu sagnorðin á línurnar þannig að setningarnar verði réttar. 9 What do you need? Skrifaðu hvaða útbúnaður tilheyrir þessum tveimur íþróttagreinum. Nemendabók bls. 12-13 Sports camp FIRST! What do you know about football? Rifjaðu upp orð eins og team sport, t-shirt, shorts, ball og goal með því að spyrja hvað nemendur viti um fótbolta. Talið e.t.v. um frægar fótboltastjörnur og um hversu margir í bekknum spili fótbolta. Síðan skima nemendur yfir dagskrána og benda á íþróttagreinarnar. Þekkja þeir allar greinarnar? Hvaða íþróttir eru vinsælastar í bekknum? Spurðu hvernig dagskrá nemendur myndu setja saman og láttu þá útskýra hvað þeir myndu vilja hafa í henni. Hjálpaðu þeim að búa til setningar svo þeir geti sagt hvers vegna þeim líki við/líki ekki við ákveðna íþróttagrein, t.d. Why would you choose hiking? I would choose hiking because I like being outside, and I like quiet activities/I wouldn’t choose hiking because I think it’s hard/boring/difficult. 10 What’s in your sports bag? Skrifaðu niður það sem er í íþróttatöskunni þinni. Láttu bekkjarfélaga geta upp á hvaða íþrótt þú stundar. Spurðu hvað félagi þinn sé með í sinni tösku. Gerðu eins og sýnt er í dæminu. Í þessu verkefni vinna nemendur saman í pörum. Fyrst skrifa þeir um sína eigin íþrótt og síðan fá þeir upplýsingar um íþrótt félaga síns. Farið yfir dæmið saman. Það getur hentað vel að bæta við verkefnið þannig að nemendur spyrji fleiri bekkjarfélaga um þeirra íþrótt. 6 Til kennarans Í English at home-hlutanum eru dæmi um hvernig nemendur geta unnið áfram með ensku í heimanámi. Verkefnin byggja á nemendabókinni og gefa nemendum möguleika á að vinna áfram með orðaforða, setningagerðir og ákveðin verkefni. Það er skýrt samhengi á milli verkefnanna og efnisins í nemendabókunum. Hægt er að prenta verkefnin út en nemendur geta einnig nálgast þau á vefsvæðinu. Fyrirmæli eru í kennsluleiðbeiningunum. Hugmyndir að vinnu með texta, bæði fyrir, á meðan og eftir að hann er lesinn. B kgrunnsupplý ingar og leiðbeinin ar um f amburð þegar það á við.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=