Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

6 Yeswe can Yes we can 6 Teacher’s Book Teacher’s Book Mie Schrøder Ellen M. Tudor Edwards, Tone Omland, Isabelle Royer, Victoria Armstrong Solli

Teacher’s Book Mie Schrøder Ellen M. Tudor Edwards, Tone Omland, Isabelle Royer, Victoria Armstrong Solli 6

Efnisyfirlit Til kennarans 3 Uppbygging kennsluleiðbeininga 4 Að gera kennsluna sem besta 8 Talaðu ensku og haltu samræðum gangandi 8 The 100 magic words 9 Málfræðilegt samhengi 9 Samvinnunám 9 Áhersla á leiðsagnarmat 10 English at home 11 Kennslufræðilegar hugleiðingar 12 Að uppgötva enskuna 12 Málörvun og framfarir 12 Hljóðkerfisvitund og lestrarfærni 13 Námsaðferðir 13 Málfar í Yes we can 14 Yfirlit yfir orðaforða 15 1 Together Again 16 2 Me, Myself and I 26 3 Our Mysterious World 36 4 Time Off 45 5 Four Takes on the UK 54 6 Take It to the Extreme 61 Yfirlit yfir efni til útprentunar og spil fyrir samvinnunám 71 2 Prentað efni Nemendabók • tekur til umfjöllunar mikilvæg og hvetjandi efni sem og alþjóðlegan vanda • kynnir nemendur fyrir mismunandi tegundum texta • hvetur nemendur til að vinna með námsmat á skapandi hátt • tryggir kerfisbundið tungumálanám með hlustun, lestri og málnotkun nemenda Verkefnabók • inniheldur munnleg og skrifleg verkefni • setur málfræði í skýrt samhengi við texta • inniheldur matsverkefni • hvetur til upprifjunar og samtals um eigið nám Vefsvæði Yes we can til nemenda • inniheldur krækjur við allar kveikjumyndir til að hlusta • hefur að geyma allar hljóðskrár, þ.á.m. texta og söngva • gagnvirk verkefni • krækjur sem snerta námsefnið Kennsluleiðbeiningar • innihalda tillögur um hvernig leggja má fram efni kaflanna • fela í sér yfirlit yfir alla hlustunartexta • innihalda tillögur um vinnu með námsmat • tillögur að heimanámi Yes we can til kennarans • inniheldur aðgang að nemendasvæði • aðgang að nemenda- og verkefnabók og kennsluleiðbeiningum á rafbókarformi • aðgang að viðbótarefni til útprentunar, yfirlit yfir útprentanlegt efni er aftast í bókinni • lausnir við verkefni •

3 Til kennara Kennsluleiðbeiningum þessum er ætlað að gefa yfirlit yfir hvernig vinna má með kennsluefnið Yes we can 6. Efnið samanstendur af nemendabók, verkefnabók og stafrænu efni á vef. Í efninu er boðið upp á fjölbreytta texta hvað varðar efnisval, lengd og þyngd. Nemendur takast á við úrval munnlegra og skriflegra verkefna sem reyna á orðaforða, mál og málnotkun auk sjálfsmats. Endurtekning og gagnsæ orð Í Yes we can 6 er, sem fyrr, lögð áhersla á endurtekningu orða og setningamynda. Unnið er markvisst með orðaforða hvers kafla og athygli vakin á gagnsæjum orðum, þ.e. orðum sem eru lík á íslensku og ensku, þar sem við á. Nemendum gefast stöðugt tækifæri til að tjá sig munnlega og skriflega og um leið verða þau meðvitaðri um hvaða hlustunar- og lestraraðferðir nýtast best við námið. Vangaveltur um eigin námstækni eru gagnlegur liður í sjálfsmati. Nærumhverfið og heimsmálin Áhersla er lögð á viðfangsefni sem standa nemendum nærri, svo sem íþróttir, menningu, listir, ferðalög og fleira. Námsefnið gefur innsýn í hvað börn og unglingar í enskumælandi löndum taka sér fyrir hendur í og utan skóla. Í hæfniviðmiðum aðalnámskrár er menningarlæsi eitt af áhersluatriðum í tungumálakennslu. Með umfjöllun um aðrar þjóðir og menningarheima opnast gáttir að fjölbreyttri menningu, aukinni víðsýni, skilningi, umburðarlyndi og virðingu gagnvart ólíkum háttum. Þannig má einnig stuðla að auknum skilningi á eigin menningu. Mikilvægt er einnig að vekja nemendur til umhugsunar um hvers vegna enska er alheimstungumál og hvers vegna það er gagnlegt að tileinka sér hana. Málfræði Í Yes we can er unnið með málfræði út frá innihaldi textanna. Hver kafli hefst á kynningu á málfræðiáherslum kaflans sem farið er yfir í sameiningu. Í kjölfarið vinna nemendur sjálfstætt að verkefnum bæði í verkefnabók og á vef. Málfræðiáherslur hvers kafla koma svo fyrir jafnt og þétt í kaflanum, þar sem nemendur mæta þeim, og vinna með, í eðlilegu samhengi. Með dæmum og verkefnum komast nemendur í kynni við orð og setningamyndir sem þeir mæta svo síðar í textum og verkefnum kaflans. Í námsmatshlutanum, Let´s go er metið hvort nemandi hafi náð að tileinka sér málfræðihluta kaflans. Námsmat Nemendur vinna markvisst að mati á eigin námi og eru hvattir til að íhuga og ræða námsaðferðir og áskoranir sem þeir mæta í textum og verkefnum. Leiðsagnarmat fer fram samhliða náminu sjálfu og er liður í vinnu nemenda með skapandi verkefnum, matssíðum, samvinnunámi, aukaverkefnum og samtölum í kennslustundum. Námsefnið býður upp á skýrt samhengi milli náms, kennslu og námsmats og lagt er upp með að námsmatið sé leiðbeindandi, hvetjandi og upplýsandi. Staða nemandans er metin jafnóðum í samvinnu nemanda og kennara og út frá henni metið hvernig næstu skref í náminu skulu vera. Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningarnar gefa yfirsýn yfir innihald hvers kafla, þ.m.t. orð og setningagerð, áherslur í töluðu máli og framburðarreglur, auk yfirlits yfir hvaða hæfniviðmiðum er unnið að hverju sinni. Efni kaflans er kynnt og tillögur um hvernig vinna má með hvert viðgangsefni fyrir sig. Tengslum nemendabókar og verkefnabókar eru gerð skil ásamt hlustunarefni og tillögum að heimanámsverkefnum.

Four Takes on the UK 5 54 5 Four Takes on the UK Four Takes on the UK er kafli sem kynnir nemendur fyrir löndunum fjórum sem tilheyra Bretlandi eða Hinu Sameinaða konungsríki StóraBretlands og Norður-Írlands, auk þess að fjalla um nokkrar þekktar kvikmyndir og tökustaði þeirra. Í upphafi er stuttlega unnið með fræðitexta um hvert land fyrir sig en þar á eftir snýst umfjöllunin fyrst og fremst um kvikmyndir. Kvikmyndir höfða til flestra nemenda og viðfangsefnið býður upp á gagnleg samtöl um mismunandi flokka kvikmynda, kvikmyndasmekk og, eðli málsins samkvæmt, áfram um Bretland, ekki bara í samhengi við kvikmyndirnar heldur einnig í sambandi við náttúru, menningu og sögu. Í lok kaflans kynnumst við Brynjari Karli sem nýtti einhverfu sína á jákvæðan hátt og lét, með þrautseigju, dugnaði og góðri hjálp, sinn stærsta draum verða að veruleika. Orð og setningamyndir • castles, buildings, nature, scenery • The capital city of … is … • It is known for … • My favourite type of film is … Málfræðiáherslur Notkun á Have you got …? Magic Words more bear narrator things magic that’s car way has around let’s only thought still know Verkefnabók bls. 70-71 Námsmarkmið Soon • I can tell facts about the UK. • I can compare different film genres. • I can read and talk about film locations in the UK. • I can ask questions using the verb have. Í þessum kafla er unnið með setningamyndina Have you got …? Nemendur þekkja sagnorðið Have og nota það þegar þau segja frá sjálfum sér eða öðrum eða svara spurningum: • I have a friend in England. • We have a dog. • They don’t have two cars. • Have you seen Oliver? Yes, he’s on his way. • Have you visited any English-speaking countries? Yes, I have. I have been to Canada. Í þessum kafla eiga nemendur að æfa sig að spyrja spurninga með Have. Þau þurfa að gera greinarmun á Have og Has. Rifjið upp beygingu sagnarinnar, sem þau þekkja frá því fyrr í námsefninu. Lesið dæmin vinstra megin og látið nemendur spyrja og svara til skiptis og ræða orðalagið. Biðjið nemendur að útskýra hvers vegna sagt er Has your brother got …? En Have you got …? Vekið einnig athygli á úrfellingunum í I’ve, hasn’t, haven’t, It’s. Nemendur lesa í pörum dæmin hægra megin, sem öll eru tekin úr kaflanum. A Write and ask questions Skrifaðu 5 spurningar og spurðu bekkjarfélaga. Merktu við eftir því hvernig viðkomandi svarar. Write information Skrifaðu fimm setningar um bekkjarfélaga þinn út frá svörunum í verkefni A Write the questions Skrifaðu spurningar sem eiga við svörin. Uppbygging kennsluleiðbeininga 4 Að læra á kennsluleiðbeiningarnar Hér er almenn kynnin á efni kaflans og sjá má hvaða orð, setningagerð og málfræðiatriði er unnið með. Allir kaflar byrja á yfirliti yfir þau námsmarkmið sem nemendur vinna að. Á vefsvæðinu er yfirlit yfir þau hæfniviðmið sem unnið er með hverju sinni, breytileg kennslumarkmið og dæmi um nám.

Að læra á kennsluleiðbeiningarnar 5 Drill Vinnið með verkefnin á vefsvæðinu. Verkefnin eru mismunandi en eiga það sameiginlegt að styðjast við orðaforða kaflans. Þau leiðréttast sjálfkrafa. Nemendabók bls. 70-71 Kveikjumynd Notið opnuna sem kveikju fyrir umræður á ensku um hvað nemendur telja að kaflinn fjalli um. Segir heiti kaflans okkur eitthvað? Hvað dettur okkur í hug þegar við skoðum ljósmyndirnar og teikningarnar? Þekkja nemendur orðið Takes? Ræðið höfuðborgir og biðjið nemendur að nefna dæmi þar sem nota má setningamyndina The capital city of … is … . Ef þeir þekkja til borganna má halda áfram með It is known for …. Skoðið ljósmyndir og teikningar í kveikjumyndinni og látið nemendur segja frá ef eitthvað er kunnuglegt. Lesið kynningatextana upphátt og gerið ráð fyrir hæfilegum tíma fyrir spurningarnar: • What do you know about the four countries in the United Kingdom? • What do you know about Scotland and the animated film, Brave? Látið nemendur að endingu ljúka við þessar hjálparsetningar: • When I look at the pictures, I think about … • I like the intro text about … • In this chapter we’re going to talk about … • The topic in this chapter is … Nemendur taka fram verkefnabækur og vinna verkefni 1 á bls. 70. Hlustið á Section 1-4 sameiginlega áður en nemendur leysa verkefnin hver í sínu lagi. Verkefnabók bls. 72 1Listen and answer Hlustaðu og merktu við rétt svar. Drill Hlustunartextar með kveikjumynd Section 1 Read the question for section one. Now listen and choose the right answer. • Football is the most popular sport in England. There are many famous football clubs there, such as Manchester United, Liverpool Football Club and Arsenal Football Club. Are you interested in football? What is your favourite football club? • Did you know that the English are famous for drinking tea? They drink the most tea in the world. They usually have milk in their tea. Some people also take sugar. Section 2 Read the question for section two. Now listen and choose the right answer. • I like action films because they are exciting. Drama is often more serious. You can also watch an animated film, a Disney classic or how about a horror film? My friend Jaden really likes adventure films. He made us watch Harry Potter, real fantasy. Section 3 Read the question for section three. Now listen and choose the right answer. • Do you remember reading about the amazing Nessie? The Scots are very proud of the Loch Ness monster. • Edinburgh is my next stop. I want to listen to bagpipes and go on a hike in the Highlands. Section 4 Read the question for section four. Now listen and choose the right answer. • The town with the second longest name in the world is in Wales. It is called Llanfairpwllgwyngyllgogerchwyrndrobwllllantysiliogogogoch. The name has 58 letters. 5 Four Takes on the UK 55 Nemendur fara frá því þekkta til hins óþekkta með því að leita að orðum sem líkjast á íslensku og ensku (gagnsæ orð). Orð og hugtök sem nemendur hafa þegar lært koma aftur fyrir og eru notuð í nýju samhengi í öllu efninu.­ Hugmyndir að spurningum á ensku og erkefnum til að koma f stað samræðum u kveikjumyndina. Handrit af hlustunarefni í verkefnabók. Enskumælandi börn og fullorðnir lesa textana.

24 1 Together Again When I grow up Nemendur á miðstigi eru oft hugfangnir af átrúnaðargoðum sínum og verða fyrir áhrifum af þeim. Í þessu lagi er greinilegt hvers höfundur óskar sér, nefnilega að verða eins og átrúnaðargoð sitt. Í laginu kemur meðal annars fram að hann óskar sér að geta borgað reikningana sína og gefið móður sinni hús með útsýni. Einungis viðlagið er birt hér en þó er mælt með að hlusta á allt lagið og vinna með tónlistarmyndbandið. Nemendur þekkja að öllum líkindum rapparann Dimitri Vegas og út frá honum má beina umræðunni að þeirra eigin tónlistarsmekk. Texta lagsins má sjá hér að neðan fyrir þá sem óska að vinna frekar með lagið: Yeah Ground like I do ‘em trees It’s true if you believe You can get anything you want to achieve And I swear to everything, tatted on my sleeve It ain’t what you see, a G has underneath I left plenty positions of feelin’ comfort When shit ain’t cool, fools rough for it You gon’ remember my name when I’m done with it And when they sad and done, I’ll be at to top Where the summond is Ten toes, we the ones who run it Everything runnin’ smooth, there ain’t no dysfunction If we talkin’ money, call me that’s a good discussion I’m talkin’ motivation with no interruption Girls game, too og Acting is the best Hér eru lesnir tveir stuttir textar þar sem jafnaldrar segja frá draumastörfum sínum og lýsa því hvað í þeim felst. Hlustið á og lesið textana. Gerið lista yfir einföld orð sem nemendur þekkja og annan yfir þyngri orð sem erfiðara er að geta sér til um hvað þýða. Spyrjið nemendur hvort þeir hafi líka áhuga á störfunum sem um ræðir og hvers vegna. Verkefnabók bls. 15-17 19 Watch the video Horfðu á myndbandið á vef Yes We Can. Punktaðu hjá þér upplýsingar og skrifaðu í hringina. • Hlekkur á myndbandið er inni á vef námsefnisins. Áður en horft er skuluð þið ræða hverju nemendur ættu að hlusta/horfa eftir. Skiptið nemendum í hópa. Horfið aftur á myndbandið eftir þörfum þannig að allir nái að skrifa. 20 Write your own paragraph Skrifaðu þína eigin útgáfu af When I grow up. • Nemendur þurfa ekki endilega að skrifa um átrúnaðargoð. Það má líka velja einhvern sem maður þekkir, t.d. fjölskyldumeðlim eða vin. Let’s play – Please Þátttakendur: Allur bekkurinn • Nemendur leika mismunandi störf með látbragði. Leikurinn virkar eins og Simon says … nema að í stað orðanna Simon says er notað orðið Please. Þegar kennarinn segir t.d. Be a singer, please, leika nemendur söngvara. Þegar kennarinn hins vegar segir bara Be a singer, standa allir kyrrir. • Til að allir nemendur séu sem virkastir bíða þeir bara eina umferð ef þeir verða úr. Svo koma þeir inn í leikinn aftur. • Það má gjarna hafa hugstorm í bekknum þar sem nefnd eru öll störf sem koma upp í hugann og þau skrifuð á töfluna áður en leikurinn hefst. • Tillögur: Be a singer, be a gamer, be a hairdresser, be a chef, be a doctor, be a bus driver, be a tennis player, be a police officer, be a teacher. 21 Sort and write the words Lestu orðin og flokkaðu þau í rétta orðflokka. • Þetta verkefni getur reynst mörgum erfitt að leysa, jafnvel þótt mörg orðana hafi komið fyrir áður. Látið nemendur vinna í hópum ef það hentar betur og gefið dæmi með setningum ef einhverjir eru í vafa. Let’s play 6 Að læra á kennsluleiðbeiningarnar Hugmyndir að vinnu með texta, bæði fyrir, á meðan og eftir að hann er lesinn. Bakgru nsupplýsinga og l iðbeinin ar um framburð þegar það á við.

Yeswe can Yeswe can © Alinea • Yes we can 5 ∙ Let’s do more © Alinea • Yes we can 5 ∙ Let’s do more Do you remember? Together Again! What does Harry want to be when he grows up? Where does Zaheer live? When is Dermot trying on his uniform? Who shows up at school and why? Why does Ava like gaming? Which job would you like to have? Together Again! What does Harry want to be when he grows up? Where does Zaheer live? When is Dermot trying on his uniform? Who shows up at school and why? Why does Ava like gaming? Which job would you like to have? Do you remember? 1 1 1 Together Again 25 Let’s play 22 Read and write Skrifaðu hvað er sérstakt, að mati Ava og Oliver, við draumastörfin þeirra. 23 Who does what? Skrifaðu rétt starfsheiti í talblöðrurnar. • Bæta mætti við þetta verkefni með því að láta nemendur búa til fleiri slíkar gátur. Einnig kemur til greina að láta nemendur búa til nýjar setningar við myndirnar. Let’s play – Loop Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: Spil • Nemendur fá eitt spil á mann. • Sá sem fær spilið sem á stendur START, les spurninguna upphátt og leggur spilið á borðið. • Sá sem hefur spilið með svarinu við viðkomandi spurningu, les það upphátt og spyr spurningarinnar af sama spili. Því næst leggur hann spilið á borðið við hliðina á því síðasta. • Spilin mynda hring þegar allir hafa spurt og svarað. English at home English at home a. Lestu ljóðið When I grow up upphátt. Endurtaktu þar til þú ert orðin örugg/ur á framburði og lestrarhraða. b. Skrifaðu niður eins mörg starfsheiti og þú getur á 3 mínútum. Finndu þér spilafélaga (til dæmis einhvern á heimilinu eða vin). Skiptist á að leika störf með látbragði og giska. c. Finndu út hvaða starfsheiti nokkrir í fjölskyldu þinni hafa. Hvað heita þau á ensku? Segið frá því hver vinnur við hvað. Let’s do more – Símat Látið nemendur vinna saman í pörum með verkefnið Do you remember? Hér fá þau endurtekningu á orðaforða og innihaldi kaflans. Þetta verkefni er tilvalið að nota sem lið í símati, þar sem þú sem kennari getur fylgst með og metið hvernig nemendur nálgast spurningarnar og hvað námstækni þeir nýta sér. Aðferð: • Nemendur skiptast á að kasta teningi sem segir til um hvaða spurningu skal vinna með. Einn les spurninguna upphátt en annar svarar. Einnig má vinna þetta verkefni í sameiningu og koma sér saman um hvernig spurningunum er svarað á sem bestan hátt. Afbrigði: Vinnið verkefnið í hóp og ræðið hvernig svara má spurningunum á fullnægjandi hátt. Verkefnabók bls. 19 Námið mitt Prentið út ljósrit á vef fyrir nemendur eða látið þau skrifa svörin á blað. 1 Together Again 2 1. Hvilke temaer har du arbejdet med i kapitlet? Skriv overskrifter på engelsk. • I can tell others about my school day. • I can talk about school days in English-speaking countries. • I can describe myself and a friend. • I can use verbs in the present and past tense. Min læring © Alinea • Yes we can 5 ∙ Kopiark New words 3. Hvilke tekster havde du svært ved at læse? Hvorfor mon? 4. Hvad kunne du bedst lide at arbejde med? Forklar hvorfor. 2. Skriv ord eller udtryk, du har lært i kapitlet. I YES WE CAN 6 . WORKBOOK . PAGE 17 Together Again! 1 YES WE CAN 6 . WORKBOOK . PAGE 17 Together Again! 1 YES WE CAN 6 . WORKBOOK . PAGE 17 Together Again! 1 YES WE CAN 6 . WORKBOOK . PAGE 17 Together Again! 1 YES WE CAN 6 . WORKBOOK . PAGE 17 Together Again! 1 YES WE CAN 6 . WORKBOOK . PAGE 17 Together Again! 1 Answer: • My books and my pencil case are in my school bag. Question: • When is your birthday? Answer: • My birthday is the second of April. Question: • How many classes do you have a week? Answer: • I am at school. Question: • What do you want to be when you grow up? Answer: • I live in Denmark. Question: • When does your school finish? Answer: • I play football with my friends after school. Question: • Where are your book and your pencil case? Answer: • I have 25 classes a week. Question: • How did you get to school? Let’s play Loop Let’s play Loop Let’s play Loop Let’s play Loop Let’s play Loop Let’s play Loop Let’s do Mix-N-Match © Let’s do Mix-N-Match © Let’s do Mix-N-Match © give new old YES WE CAN 6 . WORKBOOK . PAGE 31 Me, Myself and I 2 YES WE CAN 6 . WORKBOOK . PAGE 31 Me, Myself and I 2 YES WE CAN 6 . WORKBOOK . PAGE 31 Me, Myself and I 2 Að læra á kennsluleiðbeiningarnar 7 Í English at home-hlutanum eru dæmi um hvernig nemendur geta unnið áfram með ensku í heimanámi. Verkefnin byggja á nemendabókinni og gefa nemendum möguleika á að vinna áfram með orðaforða, setningagerðir og ákveðin verkefni. Það er skýrt samhengi á milli verkefnanna og efnisins í nemendabókunum. Hægt er að prenta verkefnin út en nemendur geta einnig nálgast þau á vefsvæðinu. Fyrirmæli eru í kennsluleiðbeiningunum. Í L t‘s do more vinna nemendur í pörum og taka saman þau atriði sem þeir hafa lesið um í hverjum kafla fyrir sig. Þeir skiptast á að kasta teningi sem sýnir þeim hvaða spurningum þeir eiga að svara. Þett er hluti af símatinu.

English every day Right, let’s get started! Hi/ Hello! Good morning! Nice to see you! How are you? Fine, thanks. How are you feeling? Come in. Sit down, please. Find your chair. Now then, let’s see…Who is here today? Anna? Yes! Carla? What month is it? What day is it today? What’s the weather like today? Have you had a nice weekend? I wonder who can find/see/tell me/show us … See if you can find … Put your hand up/on your head/nose/Stand up if you can see … Look carefully! Use your ear and listen carefully! Have a quick think … Have you found …? Try again! It’s your turn/It’s Jacob’s turn. Let’s all have a go. Are you ready? Ready, steady, go! Open your book on page … Approval Activity words Well done! Great! Excellent! Super! Fantastic! Lovely Brilliant. Good job! Great work! Good for you! Goodness me, I’m impressed! I agree with you. Lucky you! You’re right. Thank you. That’s interesting. Listen Read … Write … Count … Look at … Find … Point to … Find a pencil/your crayons, please. Draw/Colour/Circle … Sort … Show me … Go to … Let’s play/sing/say it! …and don’t forget Right, tidy-up time! Please. How do you say … in English? Thank you. Pardon me/Excuse me! Sorry! Come on, let’s all tidy up. Put your book and your pencil case in your bag. Those of you who like cycling can go out/home. Put your jacket on, please. See you tomorrow! Have a nice day! Að gera kennsluna sem besta 8 Að gera kennsluna sem besta Talið ensku og haldið samræðum gangandi við hvert tækifæri. Enska, í töluðu og rituðu máli, verður á vegi barna og ungs fólks í dag í ómældu magni, til dæmis í bíómyndum, tónlist, þáttum, tölvuleikjum, afþreyingarefni, á ferðalögum og í enskutímum svo eitthvað sé nefnt og verða þau eðlilega fyrir áhrifum af þeirri ensku sem þau heyra. Æskilegt er að kennarar tali ensku við hvert tækifæri í kennslu, aðlagi orðaforðann að getu hvers og eins en séu jafnframt óhræddir við að láta reyna á nemendur sína. Í Yes we can læra nemendur einmitt námstækni sem gerir þeim kleift að skilja innihald, þrátt fyrir að sum orðanna séu áður óþekkt. Notið líkamstjáningu óspart ásamt andlitshreyfingum og endurtekningu. Þannig þróa nemendur með sér gagnlega hlustunartækni og verða virkir hlustendur. Leggið áherslu á að nemendur séu óhræddir við að spyrja spurninga. How do you say … in English? What is … in English? Þegar nemendur svara spurningum á íslensku getur kennari endurtekið svarið á ensku. Það er mikilvægt að flétta munnleg verkefni inn í kennsluna svo nemendur öðlist öryggi við að tjá sig á nýju tungumáli. Gætið þess að gefa alltaf hverjum og einum kost á að segja að minnsta kosti eina setningu. Þannig eykst sjálfstraustið smám saman og nemendur sem eru feimnir og óöruggir verða frekar virkir.

Að gera kennsluna sem besta 9 Endurtakið þekkt orð og setningamyndir og ræðið til að mynda um uppáhaldsdaga, liti, tómstundir, hluti sem finna má í skólatöskunni eða skólastofunni svo eitthvað sé nefnt. Hér fyrir neðan má finna dæmi um orð og hugtök sem nýtast til að auka ensku í daglegu tali í skólastofunni. Í kennsluleiðbeiningunum eru tillögur að því hvernig koma má af stað umræðum í tengslum við kveikjumyndina og þær setningamyndir sem koma fyrir í kaflanum. Í hverjum kafla eru einnig gefin dæmi um hvernig nemendur geta unnið með kveikjumyndina: Notaðu kveikjumyndina • Nemendur skoða myndirnar og lesa tilheyrandi kynningatexta. Well then, let’s have a look. What do you think this chapter is about? What comes to your mind when you look at the pictures? • Nemendur skoða setningamyndirnar efst á kveikjumyndinni og segja þær upphátt. Gefið dæmi um hverng hægt er að nota þær með mismunandi endingum og látið nemendur koma með eigin tillögur. Veljið orð úr kynningatextunum og notið þau til að búa til spurningar eða látið nemendur sjálfa búa til setningar með orðunum. Hér er tilvalið að taka með gagnsæ orð og nota tækifærið til að ræða hvað er líkt og ólíkt með ensku og íslensku, eða með ensku og öðrum tungumálum. Unnið með Magic Words Að hverjum kafla loknum vinna nemendur námsmatsverkefni. Öll verkefnin eru unnin út frá efnisvali og textum hvers kafla og er ætlað að reyna á nemendur, bæði munnlega og skriflega. Nemendur skrásetja nám sitt, öðlast yfirsýn yfir það og takast á við nýja tungumálið og það sem í því felst. Matsverkefnin eru á opnu sem merkt er Challenge og neðst á opnunni er yfirlit yfir töfraorðin 100: The 100 magic words. Nemendur sem hafa haft námsefnið Yes we can 5 munu kannast við þetta fyrirkomulag. Í Yes we can 6 eru 100 algeng orð til viðbótar tekin fyrir og því munu nemendur að loknum lestri bókar 6 hafa kynnst í allt 200 af algengustu orðunum í ensku máli. Rannsóknir sýna að markviss vinna með algengustu orðin hefur umtalsverða þýðingu fyrir námsframvindu. Þegar nemandi man eftir orði sjónrænt og þekkir orðmyndina mun hann sjálfkrafa þekkja orðið í texta á um 3 sekúndum. Þannig verður verður flæðið meira í lestrinum, kraftarnir nýtast betur í að skilja samhengið fremur en að þýða orð fyrir orð. Þetta nýtist einnig vel í eigin ritun nemenda. Nemendur geta fylgst með framvindunni, hvernig þeir tileinka sér fleiri og fleiri „magic words“ þar sem orðin verða feitletruð þegar þau koma fyrir í textunum. Hvettu nemendur til að nota orðin, bæði í almennum verkefnum, sem og í Challenge-verkefnunum. Á vefsvæði námsefnisins eru fleiri tillögur að verkefnum þar sem unnið er með þessi orð. Orðakortin eru flokkuð eftir köflum og tilbúin til útprentunar. Að vinna með málfræði í samhengi Í Yes we can 6 vinna nemendur áfram með grundvallaratriði í málfræði. Á sama hátt og gert var í bók 5 er málfræðin sett fram í samhengi í texta og nemendur settir í rannsóknarhlutverk. Þeir skulu, eftir því sem við á, rannsaka, uppgötva og færa í orð hvernig tiltekin málfræðiatriði virka og vinna saman. Þetta er krefjandi ferli sem þarf að gefa rými í enskukennslunni. Því er ekki nóg að gefa nemendum góðan tíma til að leysa tiltekið verkefni heldur þurfa þau einnig tíma og hvatningu til ígrunda vinnuna og nýta vitneskjuna áfram. Málfræði getur vafist fyrir mörgum og því er endurtekning og fjölbreytni nauðsynleg á þessu sviði. Mikilvægast er að þau fái sjálf að þjálfa viðkomandi málfræðiþátt; því meira sem þau æfa sig því fljótar tileinka þau sér hvert atriði, einnig í talmáli. Nemendur vinna hlutbundið með málfræði á eftirfarandi hátt: Hver kafli nemendabókar hefst með kynningu á málfræðiáherslum kaflans. Með stuðningi frá myndskreyttum dæmum velta nemendur málfræðinni og hlutverki hennar fyrir sér og því næst leysa þau tilheyrandi verkefni í bókinni. Síðan fara þau í Drill sem eru stafræn verkefni sem leiðrétta sig sjálf. Verkefnin eru á vefsvæðinu og gefa kost á viðbótarþjálfun. Á námsmatssíðunum Let‘s go, við lok hvers kafla, vinna nemendur enn á ný með verkefni þar sem áhersla er lögð á viðkomandi málfræðiþátt. Í Yes we can 6 vinna nemendur með eftirfarandi málfræðiatriði: nútíð og þátíð sagna, persónufornöfn, spurningar með can ..., notkun á setningamyndunum Is there ...? og Are there ...? spurningar með Do og Does, notkun á setningamyndinni Have you got...? stigbeyging lýsingarorða. Samvinnunám Í Yes we can 6 eru sem fyrr fjöldi munnlegra verkefni sem byggja á samvinnunámi. Markmiðið með verkefnunum er að kynna orð og setningar í nýju samhengi og gefa nemendum aukna möguleika á að nota þau á sinn hátt. Verkefnin eru öll undir yfirskriftinni Let‘s do og þar undir eru eftirtaldir efnisflokkar: Mix-N-Match, Find someone who, Quiz-QuizTrade og Inside Outside Circle. Verkefnin eru leyst á eftirfarandi hátt: • Quiz-Quiz-Trade© Quiz-Quiz-Trade hentar vel til að virkja nemendur sem annars hafa sig lítið í frammi. Nemendur fara á milli og svara spurningum bekkjarfélaga. Spilið hentar vel til að þjálfa minni, útskýringar eða ákveðna færni.

10 Að gera kennsluna sem besta Aðferð: • Hver nemandi er með spil með spurningu á. Engar tvær spurningar eru eins. • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda • Nemandi A spyr sinnar spurningar. • Nemandi B svarar. • Nemandi A hjálpar til eða hrósar. • Nemendur skipta um hlutverk þannig að B spyr og A svarar. • Nemendur skipta um spjald. Þau kveðja, finna nýjan félaga og byrja upp á nýtt. • Mix-N-Match© Í þessu spili fara nemendur um bekkinn og skiptast á spilum hvert við annað. Í hvert skipti sem þau finna „samstæðuna“ sína verða þau að leysa verkefnið sem þeim hefur verið úthlutað. Aðferð: • Hver þátttakandi fær spjald t.d. með upplýsingum, spurningu eða verkefni. Spjöldin eru samstæð, tvennur eða fernur. • Kennarinn segir Mix og nemendur ganga á milli og skiptast á spjöldum við þau sem þau hitta. • Þegar kennarinn segir Match leita nemendurnir að þeim bekkjarfélaga sem hefur spjald sem passar við þeirra. • Þegar allir hafa fundið sitt „match“ og sannreynt spjöldin segir kennarinn Mix og leikurinn byrjar að nýju. • Find someone who …© Nemendur fara á milli og finna bekkjarfélaga til að svara spurningu eða t.d. tjá afstöðu sína. Markmiðið er að tala við sem flesta og þess vegna skal aðeins fá eina kvittun frá hverjum bekkjarfélaga. Aðferð: • Hver nemandi fær blað með staðhæfingu eða spurningu. • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda. • Nemendur heilsast kurteislega. • Nemendur skiptast á að spyrja. • Nemendur kvitta undir hvert á blaði annars ef þau geta svarað. Ef ekki reyna þau við aðra spurningu. • Nemendur þakka fyrir sig, kveðja og finna nýjan félaga. • Verkefnið heldur áfram þar til allir eru búnir að fylla út sitt blað. Á eftir geta nemendur og kennari rætt svörin. • Inside Outside Circle© Þegar margir í einu hafa frá einhverju að segja, eða þegar þarf að rökræða eitthvað, hentar þessi aðferð vel. Hún hentar m.a. til endurtekninga, fyrir vangaveltur og innlögn. Aðferð: • Helmingur nemenda býr til hring og snýr bakinu inn að miðju hringsins. Hinn helmingurinn býr til annan hring utan um þannig að nemendur standi augliti til auglitis hvert við annað. • Nemendurnir í ytri hringnum byrja á að segja frá ákveðnu efni eða svara spurningu frá kennara. Svo er skipt um hlutverk þannig að nemendurnir í innri hringnum segi frá. • Þegar tíminn er úti þakka nemendur hvort öðru fyrir samtalið og ytri hringurinn færir sig eitt pláss til hægri og samtalið endurtekið með nýjum viðmælanda. • Áhersla á leiðsagnarmat og símat Yes we can byggir á hæfniviðmiðum fyrir erlend tungumál í aðalnámskrá grunnskóla. Unnið er út frá markmiði 1. stigs. Gert er ráð fyrir að við lok 10. bekkjar hafi nemendur náð hæfni á 3. stigi í ensku. Á vefsvæðinu má finna yfirlit yfir hvaða markmið unnið er með hverju sinni. Þar er líka að finna tillögu um heilsárs kennsluáætlun. Námsmat skal fyrst og fremst byggja á símati. Markmið námsmatsins er að efla nám og þroska og að gefa kennara og nemanda vitneskju um hvar nemandinn stendur í sínu námi hverju sinni og hvað ber að vinna frekar með. Rannsóknir sýna að sá þáttur kennslunnar sem hefur hvað mest áhrif á nám og hvöt nemandans er gæði endurgjafarinnar sem hann/hún fær fyrir vinnu sína. Matið ætti að byggja á þremur meginspurningum: • Hvar er ég stödd/staddur? • Hvert stefni ég? • Hvernig kemst ég þangað? Til að geta svarað þessum spurningum verða nemendur að: • skilja hvað þeir eru að læra og til hvers er ætlast af þeim • fá viðbrögð/svörun við verkefnum sínum • fá leiðbeiningar um hvernig best megi undirbúa sig • vera þátttakendur í eigin námi meðal annars með því að leggja mat á vinnu sína og framfarir. Í Yes we can er áhersla lögð leiðsagnarmat fremur en lokamat með það að leiðarljósi að gera nemendur meðvitaðri um eigin námsaðferðir og námsferli. Námsefnið býður upp á fjölmarga möguleika á að samþætta vinnuna með mótandi námsmati, bæði með munnlegum og skriflegum verkefnum, m.a. vegna þess að mörg verkefni byggja á því að nemendur sæki í eigin þekkingu og reynslu og þurfi ekki endilega að ná fram ákveðinni niðurstöðu. Hafa ber í huga að þetta snýst ekki um að sannreyna hvort nemandinn hafi leyst ákveðið verkefni eða ekki, heldur frekar um í hvaða mæli hæfniviðmiðum er náð. Um leið er stuðningur kennarans afar mikilvægur – ekki í formi prófa heldur með samtölum, leiðbeiningum og uppbyggilegri endurgjöf. Gera þarf ráð fyrir að nemendur muni komast mislangt í átt að markmiðum sínum. Í slíkum tilfellum þarf að aðlaga markmiðin og/ eða gera einstaklingsbundin markmið fyrir ákveðna nemendur. Þegar nemandi tekur virkan þátt í þessu ferli kemur greinilega fram hvaða þætti hann/hún á í erfiðleikum með og hvaða þáttum hann/hún hefur

Að gera kennsluna sem besta 11 náð fullnægjandi tökum á. Leiðsagnarmat fer fram á fjölbreyttan hátt í Yes we can: Í upphafi Byrjið alltaf á að fara vel yfir markmiðin sem koma fram í upphafi hvers kafla í verkefnabókinni. Það hefur mikla þýðingu fyrir það hvernig nemandinn nálgast viðfangsefnið. Þegar hann/hún þekkir til innihalds og umfangs verkefnisins getur hann/hún betur gert sér í hugarlund hvað leggja þarf af mörkum til að ná markmiðunum. Fylgist með því hvaða tækni nemandinn beitir og hvaða orðaforða hann/hún hefur í upphafi, innan hvers viðfangsefnis. Meðan unnið er með kaflann Notið samvinnunám sem verkfæri í símati. Það getur gefið góða mynd af því hvernig nemendur vinna með innihald og orðaforða sem þeir hafa þegar lært. Veitið því athygli hvernig nemendur svara hvert öðru. Hvort þau svara með stökum orðum og einföldum setningum eða prjóna við og nota eigið orðalag, hvort þau svara af öryggi eða stóla á aðra í hópnum að taka frumkvæði og svo framvegis. Áður en nýr texti er tekinn fyrir er mikilvægt að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér orðaforðann sem tilheyrir því sem unnið hefur verið með. Þetta má til dæmis gera með stuttum munnlegum verkefnum þar sem nemendur gera samantekt um eða endursegja það sem þau hafa unnið með. Þau geta einnig komið með dæmi um hvernig hægt er að nota lykilorð og setningarmyndir kaflans. Hægt er að búa til munnleg verkefni þar sem nemendur taka saman og endursegja það sem þau hafa unnið með, eða koma með dæmi um hvernig hægt er að nota lykilorð kaflans og setningagerðir. Við lok kaflans Í nemendabókinni enda allir kaflar á opnu sem ber yfirskriftina Challenge og þar fá nemendur þrjár gerðir verkefna: Perform, Create og Find out. Áfram er unnið út frá textum viðkomandi kafla. Nemendur búa til eigin texta/afurð gjarna með hjálp stafrænna verkfæra. Farið yfir fyrirmæli og upphafssetningar sameiginlega og vekið athygli á Magic Words, neðst á síðunni. Hvetjið nemendur til að notfæra sér þau í sínum skrifum. Gætið þess að nemendur séum meðvitaðir um tilgang verkefnana og gefið þeim ábendingar og hvatningu jöfnum höndum. Þannig hafa þeir betri tilfinningu fyrir því hvort þeir séu á réttri leið og skila þar með betri vinnu. Í verkefnabókinni enda allir kaflar á Let‘s go verkefnum þar sem námsmarkmiðum er fylgt eftir. Nemendur vinna verkefni út frá þeirri málfræði og þeim orðaforða sem áhersla var á í viðkomandi kafla. Að lokummeta þau sjálf hversu vel þau telja sig hafa náð námsmarkmiðum. Ljúkið þessum hluta með samræðum um Námið mitt. Í hverjum kafla fá nemendur tvær spurningar sem snúa að þeirra eigin námi, t.d. í sambandi við aðferðir, áskoranir innan ákveðinna tegunda verkefna, hvað höfði mest til þeirra og hvernig nýta megi enskt vefefni í náminu. Þetta samtal er mjög mikilvægt þar sem það gerir þau meðvituð um þau mörgu skref sem þau taka í enskunámi sínu til að verða sífellt leiknari í málinu. Þessum spurningum er svarað skriflega og þær má finna á vefsvæðinu. Let‘s do more nýtist einnig sem námsmatsverkfæri. Nemendur vinna saman í pörum og keppa hvort við annað. Hverjum kafla fylgir ljósrit með völdum spurningum úr textum og viðfangsefnum. Hlustið og veitið því athygli hvernig nemendur nálgast verkefnið; hvort þau lesa spurningarnar upphátt, hjálpast að, hvort þau svara spurningunum með stökum orðum eða heilum setningum o.s.frv. Aðstoðið með orðaforða og málfar og bætið við spurningum ef þörf er á meira krefjandi verkefnum. English at home Líkt og í námsefni fyrri ára má í Yes we can 6 finna tillögur að heimanámi undir yfirskriftinni English at home. Í hverjum kafla fyrir sig eru heimanámsverkefni sem nemendur vinna sjálfstætt eða með aðstoð fullorðins á heimilinu. Þrátt fyrir að þau séu komin á miðstig er alltaf mælt með því að þau hafi hlustanda við upplestrarverkefni. Verkefnunum er ætlað að brúa bilið milli ensku í skólastofunni og ensku í daglegu lífi. Þau byggja á því sem unnið hefur verið með í skólanum og eru því hugsuð sem endurtekningar og viðbótarþjálfun. Áhersla er á upplestur, framburð, orðaforða og endurtekningu á orðmyndum og setningamyndum.

12 Kennslufræðilegar vangaveltur Kennslufræðilegar vangaveltur Þegar nemandi mætir enskri tungu í skóla hefur heilinn þegar mótað námsmynstur fyrir tungumálanám, eftir að hafa tileinkað sér móðurmálið. Þetta mynstur yfir- færa nemendur á enskuna og því er afar brýnt að þeir komist sem fyrst í námsferlinu í kynni við grundvallarsetningamyndir sem festast svo í minninu. Þær lærast fyrst sem heildir og með aldrinum eykst skilningur á að setningamyndir eru samsettar úr pörtum sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Um leið eykst meðvitund um málfræðilega uppbyggingu og samhengi. Að uppgötva tungumál Í Yes we can eru nemendur hvattir til að finna orð og hluti á myndum, að hlusta eftir orðum og málhljóðum og til að leita eftir merkingu í þeim orðum og verkefnum sem þeir standa frammi fyrir. Með námsefninu skapast góður grunnur fyrir áframhaldandi nám. Rannsóknir sýna að tungumálanám sem krefst ígrundunar og úrvinnslu, er árangursríkara en verkefni sem eru yfirborðskenndari og byggja fyrst og fremst á minnisnámi. Því meira sem nemandi þarf sjálfur að velja orð og hugtök, því líklegra er að orðin festi sig í sessi og verði tekin í notkun aftur seinna meir. Það er því eðlilegt að byrja á einföldum aðgerðum eins og að hlusta, finna og þekkja orð í textum, fyrst í hinu talaða máli og seinna einnig í ritun. Erfiðari verkefni fylgja í kjölfarið, eins og t.d. að finna orð sem skera sig úr (Odd one out-verkefni), eða að para saman orð og myndir, orð og merkingu þeirra eða samheiti og andheiti. Orðaflokkun er enn meira krefjandi og stærsta áskorunin felst í að flokka orð eftir ákveðnum viðmiðunum eða raða þeim í rétta röð. Önnur leið til að tryggja dýpra nám og að þekkingin festist í sessi er að gera verkefnin þannig úr garði að nemandinn upplifi tengingu við þau og tilgang. Þetta má nálgast með verkefnum þar sem lýst er uppáhaldi innnan ákveðins flokks, þar sem valið er milli valmöguleika o.fl. Rannsóknir sýna að persónuleg íhlutun hefur góð áhrif á nám. Það er ekki fyrr en nemendur hafa gert nýju orðin að sínum eigin að þeir hafa virkilega tileinkað sér þau. (Thornbury 2002.) Nemendur þurfa að sjá og heyra ný orð margoft áður en þau festast í langtímaminninu. Það þarf að rifja upp orðin, nota þau og setja í nýtt samhengi. Á því byggir hringferlið sem er innbyggt í kerfisbundna framvindu Yes we can námsefnisins. Þegar orð eru endurtekin í nýju samhengi styrkist og örvast huglægt málkerfi nemandans um leið og ný orð rata inn í það kerfi sem fyrir er. Til að byrja með snýst enskukennslan að miklu leyti um að herma eftir en með tímanum verður æmikilvægara að nemendur uppgötvi og verði meðvitaðri um hvaða námsaðferðir henta þeim best. Mikilvægt er að hlúa vel að þessari vinnu, t.d. með því að leika með rím, þulur og atkvæði. Eftir því sem nemendur eldast má líka gera ráð fyrir því að þeir þrói meðvitaðri vitneskju um það sem er líkt og ólíkt á milli tungumála. Almenn vaxandi málvitund léttir frekara tungumálanám, bæði í ensku og íslensku. Í hæfniviðmiðum aðalnámskrár er lögð áhersla á að nemendur geti tjáð sig með eigin orðum um daglegt líf, áhugamál, reynslu, skoðanir og umhverfi sitt svo eitthvað sé nefnt. Eftir því sem tungumál þróast þroskast einnig hæfileikar til að taka með í reikninginn og aðlaga málnotkun sína að samhengi, viðmælanda, viðfangsefni og tilgangi. Þetta er ævilangt ferli. Til að nemendur geti, til lengri tíma litið, aðlagað mál sitt að ákveðnu samhengi verður því hægt en örugglega að byggja upp mikinn orðaforða. Málörvun og framvinda Í enskunáminu þarf að gefast svigrúm til að nota sem flest skilningavit. Börn læra á ólíkan hátt og á mismunandi hraða. Þau nota líka ýmiss konar námstækni sem þau eru ekki sjálf meðvituð um í upphafi. Einbeitingarhæfni þeirra er ekki fullmótuð og því þarf að æfa hana upp með stuttum námslotum og miklum tilbrigðum – einnig innan talmálsins. Mikil áhersla er á málörvun í námsefninu. Nemendur öðlast skilning á samhenginu á milli hljóða, bókstafa, samstafa, bókstafsmynda og ríms. Rannsóknir staðfesta að leikur með orð og hljóð á borð við það að finna líkt og ólíkt, eða að taka burtu hljóð úr orði og setja annað í staðinn, gerir nemendum léttara fyrir í lestrarnámi. Þetta á bæði við um fyrsta og annað tungumál. Áherslan í Yes we can þróast frá hlustun, endurtekningu og skilningi til munnlegrar og skriflegrar tjáningar og verkefnin í verkefnabókinni eru gerð með þetta í huga. Yes we can uppfyllir hæfniviðmið aðalnámskrár fyrir erlend tungumál. Á kennarahluta vefsvæðis efnis- ins má finna yfirlit yfir hvaða hæfniviðmið er unnið með hverju sinni og undir yfirskriftinni Soon í upphafi hvers kafla í nemendabók og kennarahandbók eru listuð upp helstu námsmarkmið kaflans. Þemu og orðaforði efnisins eru sótt í nærumhverfi nemenda. Efnið reynir á málakunnáttu nemenda, hlustun og lesskilning. Um leið æfast nemendur í töluðu og rituðu máli. Þau læra ensk orð samtímis, og jafnvel áður en, hugtök í móðurmálinu er fulllærð og orðaforði þeirra eykst smám saman, bæði í gegnum námið í skólanum og seinna á ævinni. Líkt og í fyrra námsefni er áhersla lögð á að þjálfa nemendur í þeim orðum enskrar tungu sem við mætum hvað oftast. Þar á meðal er fjöldi smáorða, forsetningar, hjálparsagnir og fornöfn, svo eitthvað sé nefnt. Að vinna kerfisbundið með algengustu orðin frá upphafi gefur tryggan grunn fyrir lestrar- og ritfærni. Á miðstigi mæta nemendur sífellt lengri og flóknari lestextum, um leið og krafan um innihald í þeirra eigin textumeykst. Í því ferli verða þessi orð að handhægum verkfærum.

Kennslufræðilegar vangaveltur 13 Hljóðkerfisvitund og lestrarfærni Rannsóknir sýna að hljóðkerfisvitund og lestrarfærni eru nátengd. (Wagner, Strömqvist og Uppstad, 2008.) Þegar nemendur skilja samhengið á milli hljóða í orðum og bókstafa í texta eru þeir komnir vel á veg. Þetta þekkja flestir úr sínu eigin móðurmáli en þetta getur reynt meira á í ensku þar sem samhengið á milli hljóðs og bókstafs er oft óljóst. Í ensku stafrófi eru 26 bókstafir en 44 kerfisbundin málhljóð. Þessi hljóð eru samanlagt táknuð á 250 mismunandi máta í ritun! Í Yes we can 4 og Yes we can 5 er unnið kerfisbundið með að tengja ensk málhljóð við bókstafi og að lesa og skilja setningar samhliða vinnu með stafrófið og þjálfun í að stafa nöfn, orð og einfaldar setningar. Þessi vinna á ekki síður við í Yes we can 6 þar sem gerð er aukin krafa um að nemendur bæði lesi og framleiði sjálfir sífellt lengri og flóknari texta. Mörg orð eru stafsett næstum á sama hátt og þau eru sögð, t.d. bed, swim og hat. Önnur hafa augljóst samhengi milli hljóðs og stafsetningar. Þetta á bæði við um sérhljóða og samhljóða, t.d. samstöfurnar -ail, -ain, ack, irl, all. Nemendur hafa áður kynnst samstöfunum th-, kn-, wh-, sh-, ch-, og tvöföldu sérhljóðunum -ee og -oo. Eftir því sem nemendur læra fleiri af þessum stafapörum þeim mun betri verður lestrar- færni þeirra á ensku. Að lokum má geta þess að algengustu orðin (100 magic words) eiga það mörg hver sameiginlegt að hafa framburð sem er ekki í augljósu samhengi við stafsetningu. Þetta á við orð eins og t.d you, your, with, does og their. Þessi orð er best að tileinka sér sem orðmyndir. Námstækni Það er á ábyrgð hvers kennara að stuðla að því að nemendur verði, á skólagöngu sinni, meðvitaðir um hvaða námstækni hentar hverjum og einum. Nemendur skulu tileinka sér aðferðir til að finna merkingu í því sem þeir heyra og seinna lesa, og þeir þurfa að geta skilgreint hvað það er sem þeir eiga að læra og ekki síst hvernig þeir læra. Í Yes we can draga nemendur ályktanir af efni kaflans með dæmum og verkefnum þar sem þeir eru hvattir til að skoða myndirnar, geta sér til um efni texta út frá fyrirsögnum, nota þekkingu sína úr fyrri köflum og ekki síst að hlusta eftir þekktum, gagnsæum og algengum orðum. Nýtið gjarna hvert tækifæri til að vekja athygli nemenda á því hvaða námstækni þeir beita hverju sinni. Mikil- vægt er að tala skýrt um margvíslega færni og að minna nemendur á hvaða aðferðir þeir eru að vinna með. Hlustunartækni Hér gildir einkum að hlusta eftir og þekkja tiltekin orð í setningum og samtölum. Nemendur sýna fram á skilning, t.d. með því að strika yfir eða undir orð. Lestrartextana í nemendabókinni er einnig hægt að nota sem hlustunaræfingar og nemendur geta brugðist við þegar þeir heyra ákveðin orð eða hugtök t.d. með því að klappa, rétta upp hönd, setja talningarstrik eða þ.h. Ítrekið gjarna mikilvægi þess að túlka líkamstjáningu og hljómfall og að taka aðstæður með í reikninginn. Hvar á samtalið sér stað? Hver talar? Hvað er verið að tala um? Lestrartækni Nemendur lesa marga mismunandi texta og hver og einn nálgast efni kaflans á sinn hátt. Ræðið lestrartækni í bekknum svo nemendur tileinki sér það við lestur nýrra texta. Gerið einnig ráð fyrir tíma í undir- búningsverkefnin First! sem hjálpa til við að setja texta í samhengi og gefa nemendum tækifæri til að stinga upp á nýjum orðum og setningagerðum sem gætu átt við viðkomandi texta. Notfærið ykkur að allir textar eru lesnir upp af enskumælandi fólki m.t.t. hreims, aldurs og aðstæðna. Það er sérlega gagnlegt að geta hlustað á texta og lesið hann um leið. Farið saman yfir glósurnar og notið teikningar, fyrirsagnir, efni og lykilorð sem tengjast þeim. Málfar Hvetjið nemendur til að tileinka sér kurteisi í málfari og nýta sér hjálparsetningar á borð við Sorry? Can you say that again, please? One more time, please! How do you say … in English? Rittækni Í fyrstu er unnið með einfalda rittækni s.s. að afrita orð og einfaldar setningar. Hér er tilvalið að nota valda texta sem fyrirmyndir og e.t.v. ritunaræfingar. Í Yes we can er smám saman lögð meiri áhersla á ritun, bæði í tengslum við endurtekningu setningamynda en einnig m.t.t. frjálsrar ritunar nemenda. Ræðið um ritunina við nemendur: • Hver er móttakandinn og hvert er hlutverk textans? • Um hvað er verið að skrifa? • Hverju vilja þau koma á framfæri með textanum? Ritháttur Í Yes we can er bresk stafsetning notuð. Styttingar eins og he´s, I´m og it´s eru notaðar í töluðu máli, t.d. í raunverulegum samræðum, söngvum og vísum. Til að auðvelda nám þessara orðmynda notum við form án styttinga eins og he is, I am og it is í öllu öðru samhengi. Heimildir Cameron, L. Teaching language to young learners. Cambridge. Cambridge University Press, 2001 Thornbury, S. How to teach vocabulary. Harlow: Pearson Education Limited, 2002 Wagner, Å.K.H. Strömqvist, S. og Uppstad, P.H. Det flerspråklige menneske. En grunnbok om skriftspråklæring. Landslaget for norskundervisning. Bergen: Fagbokforlaget, 2008

14 Kennslufræðilegar vangaveltur

Yfirlit yfir orðaforða 15 Yfirlit yfir orðaforða Kafli Ný orð og setningagerðir Máfræðileg áhersla Algeng orð 1 Together Again together, English, what, lunch, detective, when, where, lesson It starts at … It finishes at … I want to be a … When I grow up … Sagnorð í nútíð og þátíð live, boy, want, school, think, home, hat, each, other, lots, eat, food, how, first, laugh, I’ve 2 Me, Myself and I friendly, kind, uncle, famous, discover, messy, chatty, aunt, irritating Can you …? Yes, I can. No, I can’t. I am good at … She is good at ... Persónufornöfn Spurningar með can water, can’t, mother, I’ll, cat, did, new, shout, us, work, would, three, town, two, yes, red, didn’t, dog, found 3 Our Mysterious World mystery, ghost, dangerous, remember, scared, strange, alien, horrible, mysterious I am afraid of … I believe in … I think … Notkun á Is there …? og Are there …? away, again, night, over, long, never, small, where, head, everyone, every, play, something, bed, may, who, door 4 Time Off meet, spend, enjoy, pocket money, chores, earn, save, spare time, awareness, bored I sometimes ... I never … I always … Spurningar með Do og Does clothes, find fun, good, next couldn’t, need, great, through, baby, river, garden, right, even, any, much 5 Four Takes on the UK castles, buildings, nature, scenery The capital city of … is … It is known for … My favourite type of film is … Notkun á Have you got …? more, bear, narrator, things, magic, that’s, car, way, has, around, let’s, only, thought, still, know 6 Take It to the Extreme record, risky, world, enormous, get hurt, fast, tiny, extreme, compete as big as … bigger than … the biggest … Fallbeying lýsingarorða soon, round, animals, tree, king, man, after, going, wanted, took, fish, been, stop, take, fast, well, sea

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=