Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

2 Me, Myself and I 33 Nemendabók bls. 30-31 Five Fun Family Activities FIRST! What do you like to do with your family? Þessi kveikjuspurning ætti að gefa öllum tækifæri til þess að taka þátt í umræðunni en ef kennarinn metur það svo að umræðuefnið sé viðkvæmt fyrir einhverja nemendur má beina umræðunni meira í átt að því hvað nemendum finnst almennt skemmtilegt að gera í frístundum. Varpaðu spurningunni fram í bekknum og gefðu orðið laust, eða stýrðu umræðunni frekar með því að skrifa nokkra flokka upp á töflu sem geta gefið hugmyndir. T.d. Indoor, Outdoor, Weekend, Holiday, Sports, Art and History. Skoðið myndirnar og hlustið á tillögurnar fimm. Hvaða afþreying þykir nemendum áhugaverðust? Hvað af þessu hafa þeir prófað að gera með sínum fjölskyldum? Gerið lista yfir þar sem tillögunum er raðað í vinsældaröð. Haldið áfram á bls. 31 með textann um The Ice Bucket Challenge. Textinn fjallar um tvo bræður sem taka áskorun. Nemendur lesa samtalið þeirra á milli upphátt í pörum og æfa um leið framburð og áherslur. Gangið á milli og hjálpið til með erfið orð og framburð. Ef til vill má leyfa nemendum að spreyta sig á áskoruninni. Verkefnabók bls. 32-33 16 Fun family activities Skrifaðu fimm atriði sem þér finnst gaman að gera með fjölskyldunni. • Hér má leita í hugstorminn frá því fyrr í kaflanum um afþreyingu með fjölskyldunni. Hvetjið nemendur til að rökstyðja hvers vegna þeim þykir tiltekin afþreying skemmtileg. 17 What is in your time capsule Skrifaðu um og teiknaðu það sem þú myndir setja í þitt tímahylki. • Hvaða hlutir skipta nemendurna máli? Hvað gæti gefið öðrum skýrari mynd af því hver þú ert? Ræðið stuttlega um hvaða hlutir eru vinsælir í dag og ef til vill hluti sem þeir sjálfir eiga til minningar um fólk sem stendur þeim nærri. 18 My time capsule Gerðu þitt eigið tímahylki. • Nemendur gera yfirlit um hvar þau eru í lífinu og hvað það er sem hefur þýðingu fyrir þau. Til að byrja með er bls. 32 í verkefnabókinni unnin en í framhaldinu má gjarna vinna áfram með viðfangsefnið stafrænt og gera þá stærri og umfangsmeiri umfjöllun. Fjalla má ítarlegar um hvert atriði og bæta við upplýsingum. T.d. hver var með í umræddu ferðalagi eða hvers vegna þeim líkar tiltekin kvikmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=