Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

Our MysteriousWorld 3 36 3 Our Mysterious World Our Mysterious World gefur innsýn í heim óútskýranlegra og dularfullra atburða og aðstæðna. Sum hver tengjast náttúrunni, önnur persónulegri reynslu, önnur flökkusögum og þjóðsagnarverum. Í upphafi kaflans er lesið um þekkt undur veraldar á borð við the Loch Ness Monster, Stone Henge og Area 51. Síðar í kaflanum er hinn skoski Cameron kynntur til sögunnar en hann er sannfærður um að hann hafi í sínu fyrra lífi búið á eyjunni Barra. Í kjölfarið er fjallað um flökkusögurnar um The Lost Girl og Count Dracula. Nemendur kynnast að lokum þrem mismunandi náttúrufyrirbærum í USA og Ástralíu. Orð og setningamyndir • mystery, ghost, dangerous, remember, scared, strange, alien, horrible, mysterious • I am afraid of … • I believe in … • I think … Málfræðiáherslur Notkun á Is there …? og Are there …? Magic Words away again night over long never small where head everyone every play something bed may who door Verkefnabók bls. 38-39 Námsmarkmið Soon • I can tell what I am afraid of. • I can tell what I believe in. • I can read legends and stories about strange places. • I can ask questions with Is there ...? og Are there ...? Í þessum kafla er fjallað um notkun á Is there …? og Are there …?. Uppbygging setninganna er í sjálfu sér ekki flókin en mikilvægt er að nemendur geti skilið á milli eintölu- og fleirtöluformsins hvort sem um er að ræða spurningu eða svar. Ræðið hvernig uppbygging sambærilegra setninga væri í íslensku máli og hvernig skilið er á milli eintölu og fleirtölu. Skoðið myndina á bls. 38 og fáið nemendur til að segja frá því hvað þau sjá á myndinni, t.d. • I can see a cat. • I can see two ghosts.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=