Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

6 Take It to the Extreme Í lokakafla námsefnisins, Take It to the Extreme, er safn texta sem fjalla um það að fara út fyrir hefðbundin mörk. Til að byrja með eru nokkur met úr heimsmetabók Guinness skoðuð en því næst skyggnumst við inn í heim jaðaríþrótta. Nemendur kynnast íþróttagreinunum og lesa um ungt fólk sem hafa tiplað á mörkum hins ómögulega. Viðfangsefnið vekur að öllum líkindum áhuga nemenda og því er kjörið að kafa dýpra í það, til dæmis með því að afla upplýsinga um fleiri sérkennileg heimsmet. Málfræðilegar áherslur kaflans eru á stigbreytingu lýsingarorða. Orð og setningamyndir • record, risky, world, enormous, get hurt, fast, tiny, extreme, compete • as big as … • bigger than … • the biggest … Málfræðiáherslur Stigbreyting lýsingarorða Magic Words soon round animals tree king man after going wanted took fish been stop take fast well sea Verkefnabók bls. 86-87 Námsmarkmið Soon • I can read non-fiction and find specific information in the texts. • I can talk about extreme sports. • I can describe different actions using adjectives. • I can use adjectives to compare. Nemendur þekkja nú þegar mörg lýsingarorð og hafa frá upphafi enskunámsins fengið ófá tækifæri til að nota þau í eigin setningar. Lýsingarorðin hafa mikla þýðingu fyrir tjáningu nemenda og leika stórt hlutverk í vinnu með orðaforða. Oft gengur betur að muna ný nafnorð ef maður hengir lýsingarorð við og býr þannig til myndræna tengingu. Það er því mikilvægt að nemendur öðlist skilning á því að auðveldlega megi auka blæbrigði setninga með því að bæta lýsingarorðum inn í þær. Í kaflanum vinna nemendur með lýsingarorð sem tengjast efni kaflans. Mörg þeirra hafa komið fyrir fyrr í efninu en nú skal unnið með stigbreytingu þeirra. Nemendur skoða myndirnar og lesa meðfylgjandi texta upphátt, hvert fyrir sig eða tvö og tvö saman. Að því loknu er farið aftur yfir reglurnar í sameiningu. Einnig má biðja nemendur um að búa til eigin setningar með lýsingarorðum í frumstigi, miðstigi og efsta stigi. Vekið athygli á stigbreytingu óreglulegra lýsingarorða. A Give it a try! Skrifaðu lýsingarorðin inn í töfluna í réttu stigi. 62 6 Take It to the Extreme

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=