Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

Kennslufræðilegar vangaveltur 13 Hljóðkerfisvitund og lestrarfærni Rannsóknir sýna að hljóðkerfisvitund og lestrarfærni eru nátengd. (Wagner, Strömqvist og Uppstad, 2008.) Þegar nemendur skilja samhengið á milli hljóða í orðum og bókstafa í texta eru þeir komnir vel á veg. Þetta þekkja flestir úr sínu eigin móðurmáli en þetta getur reynt meira á í ensku þar sem samhengið á milli hljóðs og bókstafs er oft óljóst. Í ensku stafrófi eru 26 bókstafir en 44 kerfisbundin málhljóð. Þessi hljóð eru samanlagt táknuð á 250 mismunandi máta í ritun! Í Yes we can 4 og Yes we can 5 er unnið kerfisbundið með að tengja ensk málhljóð við bókstafi og að lesa og skilja setningar samhliða vinnu með stafrófið og þjálfun í að stafa nöfn, orð og einfaldar setningar. Þessi vinna á ekki síður við í Yes we can 6 þar sem gerð er aukin krafa um að nemendur bæði lesi og framleiði sjálfir sífellt lengri og flóknari texta. Mörg orð eru stafsett næstum á sama hátt og þau eru sögð, t.d. bed, swim og hat. Önnur hafa augljóst samhengi milli hljóðs og stafsetningar. Þetta á bæði við um sérhljóða og samhljóða, t.d. samstöfurnar -ail, -ain, ack, irl, all. Nemendur hafa áður kynnst samstöfunum th-, kn-, wh-, sh-, ch-, og tvöföldu sérhljóðunum -ee og -oo. Eftir því sem nemendur læra fleiri af þessum stafapörum þeim mun betri verður lestrar- færni þeirra á ensku. Að lokum má geta þess að algengustu orðin (100 magic words) eiga það mörg hver sameiginlegt að hafa framburð sem er ekki í augljósu samhengi við stafsetningu. Þetta á við orð eins og t.d you, your, with, does og their. Þessi orð er best að tileinka sér sem orðmyndir. Námstækni Það er á ábyrgð hvers kennara að stuðla að því að nemendur verði, á skólagöngu sinni, meðvitaðir um hvaða námstækni hentar hverjum og einum. Nemendur skulu tileinka sér aðferðir til að finna merkingu í því sem þeir heyra og seinna lesa, og þeir þurfa að geta skilgreint hvað það er sem þeir eiga að læra og ekki síst hvernig þeir læra. Í Yes we can draga nemendur ályktanir af efni kaflans með dæmum og verkefnum þar sem þeir eru hvattir til að skoða myndirnar, geta sér til um efni texta út frá fyrirsögnum, nota þekkingu sína úr fyrri köflum og ekki síst að hlusta eftir þekktum, gagnsæum og algengum orðum. Nýtið gjarna hvert tækifæri til að vekja athygli nemenda á því hvaða námstækni þeir beita hverju sinni. Mikil- vægt er að tala skýrt um margvíslega færni og að minna nemendur á hvaða aðferðir þeir eru að vinna með. Hlustunartækni Hér gildir einkum að hlusta eftir og þekkja tiltekin orð í setningum og samtölum. Nemendur sýna fram á skilning, t.d. með því að strika yfir eða undir orð. Lestrartextana í nemendabókinni er einnig hægt að nota sem hlustunaræfingar og nemendur geta brugðist við þegar þeir heyra ákveðin orð eða hugtök t.d. með því að klappa, rétta upp hönd, setja talningarstrik eða þ.h. Ítrekið gjarna mikilvægi þess að túlka líkamstjáningu og hljómfall og að taka aðstæður með í reikninginn. Hvar á samtalið sér stað? Hver talar? Hvað er verið að tala um? Lestrartækni Nemendur lesa marga mismunandi texta og hver og einn nálgast efni kaflans á sinn hátt. Ræðið lestrartækni í bekknum svo nemendur tileinki sér það við lestur nýrra texta. Gerið einnig ráð fyrir tíma í undir- búningsverkefnin First! sem hjálpa til við að setja texta í samhengi og gefa nemendum tækifæri til að stinga upp á nýjum orðum og setningagerðum sem gætu átt við viðkomandi texta. Notfærið ykkur að allir textar eru lesnir upp af enskumælandi fólki m.t.t. hreims, aldurs og aðstæðna. Það er sérlega gagnlegt að geta hlustað á texta og lesið hann um leið. Farið saman yfir glósurnar og notið teikningar, fyrirsagnir, efni og lykilorð sem tengjast þeim. Málfar Hvetjið nemendur til að tileinka sér kurteisi í málfari og nýta sér hjálparsetningar á borð við Sorry? Can you say that again, please? One more time, please! How do you say … in English? Rittækni Í fyrstu er unnið með einfalda rittækni s.s. að afrita orð og einfaldar setningar. Hér er tilvalið að nota valda texta sem fyrirmyndir og e.t.v. ritunaræfingar. Í Yes we can er smám saman lögð meiri áhersla á ritun, bæði í tengslum við endurtekningu setningamynda en einnig m.t.t. frjálsrar ritunar nemenda. Ræðið um ritunina við nemendur: • Hver er móttakandinn og hvert er hlutverk textans? • Um hvað er verið að skrifa? • Hverju vilja þau koma á framfæri með textanum? Ritháttur Í Yes we can er bresk stafsetning notuð. Styttingar eins og he´s, I´m og it´s eru notaðar í töluðu máli, t.d. í raunverulegum samræðum, söngvum og vísum. Til að auðvelda nám þessara orðmynda notum við form án styttinga eins og he is, I am og it is í öllu öðru samhengi. Heimildir Cameron, L. Teaching language to young learners. Cambridge. Cambridge University Press, 2001 Thornbury, S. How to teach vocabulary. Harlow: Pearson Education Limited, 2002 Wagner, Å.K.H. Strömqvist, S. og Uppstad, P.H. Det flerspråklige menneske. En grunnbok om skriftspråklæring. Landslaget for norskundervisning. Bergen: Fagbokforlaget, 2008

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=