Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

12 Kennslufræðilegar vangaveltur Kennslufræðilegar vangaveltur Þegar nemandi mætir enskri tungu í skóla hefur heilinn þegar mótað námsmynstur fyrir tungumálanám, eftir að hafa tileinkað sér móðurmálið. Þetta mynstur yfir- færa nemendur á enskuna og því er afar brýnt að þeir komist sem fyrst í námsferlinu í kynni við grundvallarsetningamyndir sem festast svo í minninu. Þær lærast fyrst sem heildir og með aldrinum eykst skilningur á að setningamyndir eru samsettar úr pörtum sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Um leið eykst meðvitund um málfræðilega uppbyggingu og samhengi. Að uppgötva tungumál Í Yes we can eru nemendur hvattir til að finna orð og hluti á myndum, að hlusta eftir orðum og málhljóðum og til að leita eftir merkingu í þeim orðum og verkefnum sem þeir standa frammi fyrir. Með námsefninu skapast góður grunnur fyrir áframhaldandi nám. Rannsóknir sýna að tungumálanám sem krefst ígrundunar og úrvinnslu, er árangursríkara en verkefni sem eru yfirborðskenndari og byggja fyrst og fremst á minnisnámi. Því meira sem nemandi þarf sjálfur að velja orð og hugtök, því líklegra er að orðin festi sig í sessi og verði tekin í notkun aftur seinna meir. Það er því eðlilegt að byrja á einföldum aðgerðum eins og að hlusta, finna og þekkja orð í textum, fyrst í hinu talaða máli og seinna einnig í ritun. Erfiðari verkefni fylgja í kjölfarið, eins og t.d. að finna orð sem skera sig úr (Odd one out-verkefni), eða að para saman orð og myndir, orð og merkingu þeirra eða samheiti og andheiti. Orðaflokkun er enn meira krefjandi og stærsta áskorunin felst í að flokka orð eftir ákveðnum viðmiðunum eða raða þeim í rétta röð. Önnur leið til að tryggja dýpra nám og að þekkingin festist í sessi er að gera verkefnin þannig úr garði að nemandinn upplifi tengingu við þau og tilgang. Þetta má nálgast með verkefnum þar sem lýst er uppáhaldi innnan ákveðins flokks, þar sem valið er milli valmöguleika o.fl. Rannsóknir sýna að persónuleg íhlutun hefur góð áhrif á nám. Það er ekki fyrr en nemendur hafa gert nýju orðin að sínum eigin að þeir hafa virkilega tileinkað sér þau. (Thornbury 2002.) Nemendur þurfa að sjá og heyra ný orð margoft áður en þau festast í langtímaminninu. Það þarf að rifja upp orðin, nota þau og setja í nýtt samhengi. Á því byggir hringferlið sem er innbyggt í kerfisbundna framvindu Yes we can námsefnisins. Þegar orð eru endurtekin í nýju samhengi styrkist og örvast huglægt málkerfi nemandans um leið og ný orð rata inn í það kerfi sem fyrir er. Til að byrja með snýst enskukennslan að miklu leyti um að herma eftir en með tímanum verður æmikilvægara að nemendur uppgötvi og verði meðvitaðri um hvaða námsaðferðir henta þeim best. Mikilvægt er að hlúa vel að þessari vinnu, t.d. með því að leika með rím, þulur og atkvæði. Eftir því sem nemendur eldast má líka gera ráð fyrir því að þeir þrói meðvitaðri vitneskju um það sem er líkt og ólíkt á milli tungumála. Almenn vaxandi málvitund léttir frekara tungumálanám, bæði í ensku og íslensku. Í hæfniviðmiðum aðalnámskrár er lögð áhersla á að nemendur geti tjáð sig með eigin orðum um daglegt líf, áhugamál, reynslu, skoðanir og umhverfi sitt svo eitthvað sé nefnt. Eftir því sem tungumál þróast þroskast einnig hæfileikar til að taka með í reikninginn og aðlaga málnotkun sína að samhengi, viðmælanda, viðfangsefni og tilgangi. Þetta er ævilangt ferli. Til að nemendur geti, til lengri tíma litið, aðlagað mál sitt að ákveðnu samhengi verður því hægt en örugglega að byggja upp mikinn orðaforða. Málörvun og framvinda Í enskunáminu þarf að gefast svigrúm til að nota sem flest skilningavit. Börn læra á ólíkan hátt og á mismunandi hraða. Þau nota líka ýmiss konar námstækni sem þau eru ekki sjálf meðvituð um í upphafi. Einbeitingarhæfni þeirra er ekki fullmótuð og því þarf að æfa hana upp með stuttum námslotum og miklum tilbrigðum – einnig innan talmálsins. Mikil áhersla er á málörvun í námsefninu. Nemendur öðlast skilning á samhenginu á milli hljóða, bókstafa, samstafa, bókstafsmynda og ríms. Rannsóknir staðfesta að leikur með orð og hljóð á borð við það að finna líkt og ólíkt, eða að taka burtu hljóð úr orði og setja annað í staðinn, gerir nemendum léttara fyrir í lestrarnámi. Þetta á bæði við um fyrsta og annað tungumál. Áherslan í Yes we can þróast frá hlustun, endurtekningu og skilningi til munnlegrar og skriflegrar tjáningar og verkefnin í verkefnabókinni eru gerð með þetta í huga. Yes we can uppfyllir hæfniviðmið aðalnámskrár fyrir erlend tungumál. Á kennarahluta vefsvæðis efnis- ins má finna yfirlit yfir hvaða hæfniviðmið er unnið með hverju sinni og undir yfirskriftinni Soon í upphafi hvers kafla í nemendabók og kennarahandbók eru listuð upp helstu námsmarkmið kaflans. Þemu og orðaforði efnisins eru sótt í nærumhverfi nemenda. Efnið reynir á málakunnáttu nemenda, hlustun og lesskilning. Um leið æfast nemendur í töluðu og rituðu máli. Þau læra ensk orð samtímis, og jafnvel áður en, hugtök í móðurmálinu er fulllærð og orðaforði þeirra eykst smám saman, bæði í gegnum námið í skólanum og seinna á ævinni. Líkt og í fyrra námsefni er áhersla lögð á að þjálfa nemendur í þeim orðum enskrar tungu sem við mætum hvað oftast. Þar á meðal er fjöldi smáorða, forsetningar, hjálparsagnir og fornöfn, svo eitthvað sé nefnt. Að vinna kerfisbundið með algengustu orðin frá upphafi gefur tryggan grunn fyrir lestrar- og ritfærni. Á miðstigi mæta nemendur sífellt lengri og flóknari lestextum, um leið og krafan um innihald í þeirra eigin textumeykst. Í því ferli verða þessi orð að handhægum verkfærum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=