Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

Nemendabók bls. 80-82 Í Take 3 beinum við sjónum okkar að Skotlandi, skosku hálöndunum og síðast en ekki síst Hálandaleikunum sem spila stórt hlutverk í skoskri menningu. Nemendur kynnast mismunandi keppnisgreinum í stuttum, lýsandi textum. Við lesum þjóðsöguna um skoska þjóðarblómið þistil og að lokum er fjallað um kvikmyndina Brave. Líkt og í Take 1 er mælt með því að nemendur vinni sjálfstætt með textana um Skotland og velji sjálfir hvað þeir vilja leggja áherslu á. Margir kannast eflaust við kvikmyndina um Merida og vilja vinna með hana. Aðrir sýna kannski myndum frá Hálandaleikunum áhuga og vilja byrja þar. Þegar búið er að hlusta, lesa og ræða um textana er haldið áfram í workbook. Metið hvort tilefni er til að vinna meira með Skotland, t.d. með því að leita uppi þekkta ferðamannastaði, tónlistarfólk, kvikmyndir eða annað. Did you know? Hér er fjallað um þjóðarblóm Skotlands, þistilinn. Þetta er skemmtileg frásögn sem vert er að lesa í sameiningu. Verkefnabók bls. 78-79 11 Write the missing words Settu orðin sem vantar inn í textann. (Úr textanum Take 3 á blaðsíðu 78 í textbook) 12 Read and match Lestu og tengdu saman setningahluta. 13 Ask and answer questions Skrifaðu spurningar og svör sem passa inn í textann. 14 Write a poem Skrifaðu ljóð út frá bókstöfunum í orðinu Brave. Sjá dæmi á blaðsíðu 74 í nemendabók, James Bond. 5 Four Takes on the UK 59 Let’s play – Crazy questions Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: Ljósrit 10 • Deilið út ljósritum til allra nemenda. Fyrsta spurningin er tilbúin. Næstu tvær setningar eiga nemendur að klára og síðustu fimm spurningarnar búa þau til sjálf. • Því næst spyr hvert og eitt þrjá bekkjarfélaga spurninganna sinna og skrifar svörin. Let’s play 10 Ljósrit nr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=