Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

Four Takes on the UK 5 54 5 Four Takes on the UK Four Takes on the UK er kafli sem kynnir nemendur fyrir löndunum fjórum sem tilheyra Bretlandi eða Hinu Sameinaða konungsríki StóraBretlands og Norður-Írlands, auk þess að fjalla um nokkrar þekktar kvikmyndir og tökustaði þeirra. Í upphafi er stuttlega unnið með fræðitexta um hvert land fyrir sig en þar á eftir snýst umfjöllunin fyrst og fremst um kvikmyndir. Kvikmyndir höfða til flestra nemenda og viðfangsefnið býður upp á gagnleg samtöl um mismunandi flokka kvikmynda, kvikmyndasmekk og, eðli málsins samkvæmt, áfram um Bretland, ekki bara í samhengi við kvikmyndirnar heldur einnig í sambandi við náttúru, menningu og sögu. Í lok kaflans kynnumst við Brynjari Karli sem nýtti einhverfu sína á jákvæðan hátt og lét, með þrautseigju, dugnaði og góðri hjálp, sinn stærsta draum verða að veruleika. Orð og setningamyndir • castles, buildings, nature, scenery • The capital city of … is … • It is known for … • My favourite type of film is … Málfræðiáherslur Notkun á Have you got …? Magic Words more bear narrator things magic that’s car way has around let’s only thought still know Verkefnabók bls. 70-71 Námsmarkmið Soon • I can tell facts about the UK. • I can compare different film genres. • I can read and talk about film locations in the UK. • I can ask questions using the verb have. Í þessum kafla er unnið með setningamyndina Have you got …? Nemendur þekkja sagnorðið Have og nota það þegar þau segja frá sjálfum sér eða öðrum eða svara spurningum: • I have a friend in England. • We have a dog. • They don’t have two cars. • Have you seen Oliver? Yes, he’s on his way. • Have you visited any English-speaking countries? Yes, I have. I have been to Canada. Í þessum kafla eiga nemendur að æfa sig að spyrja spurninga með Have. Þau þurfa að gera greinarmun á Have og Has. Rifjið upp beygingu sagnarinnar, sem þau þekkja frá því fyrr í námsefninu. Lesið dæmin vinstra megin og látið nemendur spyrja og svara til skiptis og ræða orðalagið. Biðjið nemendur að útskýra hvers vegna sagt er Has your brother got …? En Have you got …? Vekið einnig athygli á úrfellingunum í I’ve, hasn’t, haven’t, It’s. Nemendur lesa í pörum dæmin hægra megin, sem öll eru tekin úr kaflanum. A Write and ask questions Skrifaðu 5 spurningar og spurðu bekkjarfélaga. Merktu við eftir því hvernig viðkomandi svarar. Write information Skrifaðu fimm setningar um bekkjarfélaga þinn út frá svörunum í verkefni A Write the questions Skrifaðu spurningar sem eiga við svörin. Uppbygging kennsluleiðbeininga 4 Að læra á kennsluleiðbeiningarnar Hér er almenn kynnin á efni kaflans og sjá má hvaða orð, setningagerð og málfræðiatriði er unnið með. Allir kaflar byrja á yfirliti yfir þau námsmarkmið sem nemendur vinna að. Á vefsvæðinu er yfirlit yfir þau hæfniviðmið sem unnið er með hverju sinni, breytileg kennslumarkmið og dæmi um nám.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=