Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

Let’s do English at home a. Lestu ljóðið I don´t know what to do today. Skrifaðu niður allt sem þú hefur gert af því sem kemur fyrir í ljóðinu. b. Skrifaðu lista yfir 5 atriði sem þú gerir gjarna í frítíma þínum. c. Skrifaðu áætlun fyrir eina viku. Veldu eitt atriði úr ljóðinu fyrir hvern dag vikunnar og gerðu áætlun um hvað þig langar að gera hvern dag. T.d. Monday: Today I wan´t to change my socks … Notaðu hvert atriði aðeins einu sinni. Þegar dagurinn er liðinn skaltu gera grein fyrir því hvort þú gerðir það sem þú hafðir áætlað. T.d. Today I have changed my socks, eða today I haven´t changed my socks. English at home 8 Ljósrit nr. Let’s do – Find Someone Who© Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: Ljósrit 8 • Æfing í að lesa og svara spurningum sem innihalda orðaforða kaflans. Áður en ljósritið er afhent nemendum er brýnt að rifja upp spurnarformin Do you always …? Do you sometimes…? Do you often …? Prentið ljósritið og dreifið í bekknum. • Nemendur fara á milli, finna sér viðmælanda og spyrja spurninga. • Ef nemandi svarar játandi er nafn hans skrifað á blaðið. Ef svarið er nei, fær hann aðra spurningu. • Minnið nemendur á að heilsa hvort öðru, og kveðja áður en haldið af stað í leit að næsta viðmælanda. Hver nemandi má aðeins koma einu sinni fyrir á hverju ljósriti, þannig þurfa nemendur að ræða við sem flesta til að ná að fylla blað sitt. Nemendabók bls. 58-59 Play and get smart FIRST! How often do you play video ­ games? Gefið orðið laust og leyfið nemendum að ræða sína eigin eða annarra venjur, fordóma, kosti og galla, árekstra eða annað sem tengist tölvuleikjaiðkun. Sumir spila aldrei sjálfir en hafa samt eitt og annað að leggja til umræðunnar. Í textanum er fjallað um ýmsa fordóma sem þeir mæta sem stunda spilamennsku en sjónum er beint að því að mörg spil og tölvuleikir hafa góð áhrif á virkni heilans, t.d. með því að þjálfa rökhugsun og nákvæmni. Hlustið á textann og fylgist með í bókinni. Biðjið nemendur að skrá hjá sér jafn óðum hvaða leikir eru nefndir og spyrjið í framhaldinu hvort þeir þekki til þessara leikja eða spili þá. Think and talk: What do you think about these games? Diary of a Wimpy Kid Margir nemendur þekkja nú þegar Wimpy Kid en þá líklega undir nafninu Kiddi klaufi. Kannið hvað þeir vita um hann og hvernig þeim líkar bækurnar. Skoðið myndina og ræðið: • Look at the illustration. Do you know this boy? • What is he doing? • How do you think he is feeling? Hlustið á brot úr bókinni og fylgist með í textanum. Ræðið ágreininginn sem kemur fram. Er þetta eitthvað sem nemendur kannast við sjálfir? Think and talk: What do your parents say when you spend time playing video games? Metið hvort þið gefið þessu viðfangsefni frekari gaum, t.d. má láta nemendur skrifa rök sem þeir heyra heima hjá sér, með og á móti tölvunotkun og bera saman dæmigerðar röksemdafærslur foreldra. Einnig má skipta nemendum í tvo hópa sem rökræða sín á milli með og á móti tölvuleikjaiðkun. 4 Time Off 49

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=