Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

Nemendabók bls. 83-85 Take 4 Skoðið myndina á bls. 81 og ræðið. Minnir formið á byggingunni á eitthvað? Rýnið í skiltið fyrir framan bygginguna og lesið hvað stendur þar. Þekkja nemendur til Titanic? Skoðið landakort og finnið Norður-Írland og Írland áður en textinn er lesinn. Fyrri hluti textans fjallar fyrst og fremst um Norður-Írland, staðsetningu, höfuðborg, tungumál og safnið Titanic Belfast. Í öðrum hluta er frásögninni um Titanic gerð skil ásamt ýmsum staðreyndum um stuttan feril skipsins. Hlustið á fyrri hlutann í sameiningu. Gerið hlé og spyrjið nemendur hvaða upplýsingar þeir muna. Hjálpið þeim áleiðis með lykilorðum eins og Language, Capital city, Location. Hlustið aftur og látið nemendur fylgjast með í textanum. Biðjið þá ef til vill að skýra nánar eftirfarandi lykilorð: • Northern Ireland, Ireland, independant • English, Chinese, Polish • Belfast, Titanic, iceberg Haldið áfram í seinni hluta textans á bls. 82 Skimið textann og takið eftir dagsetningum og ártölum. Hlustið á textann og biðjið nemendur að hlusta eftir farþegafjölda, fjölda daga og fjölda eftirlifenda. Að hlustun lokinni gera nemendur grein fyrir tölunum sem þeir tóku eftir. Að því loknu lesa tveir og tveir saman, upphátt. Did you know? Í textanum á bls. 81 fáum við frekari upplýsingar um farþega og aðstæður á Titanic. Þessi frásögn mun líklega vekja til umhugsunar og því tilvalið að gefa tækifæri til umræðna. Ræðið t.d. Ellis Island og Ameríska drauminn. Í Did you know? á bls. 83 fræðast nemendur um kvikmyndina Titanic og hér væri því kjörið tækifæri til að horfa á brot úr myndinni, lesa viðtöl við leikarana eða fleira í þeim dúr. How the Titanic Sank Hér er enn bætt við þekkinguna um Titanic. Gerið hlé annað slagið til þess að ræða innihaldið: • What did people say about the Titanic? • What did the Titanic crash into? • Which part of the ship went down first? • What happened when the front of the ship went down? • Who is Carla Jensen? Verkefnabók bls. 80-83 15 Listen and insert Finndu og bættu inn upplýsingum úr textunum Take 4 og Did you know á blaðsíðum 8182 í Textbook. • Nemendur hafa þegar unnið með textann munnlega og muna því ef til vill eitthvað af upplýsingunum. 16 Make sentences with information from task 15 Skrifaðu setningar með upplýsingum úr verkefni 15. • Leysa má verkefnið á mismunandi erfiðleikastigum. Einhverjir geta stuðst við textann meðan aðrir styðjast aðeins við lykilorðin. 17 True or false Lestu setningarnar og merktu við True eða False eftir því sem við á. Berið svörin saman við svör sessunautar. 18 Read and circle the adjectives Lestu og settu hring utan um lýsingarorðin. 19 Write a poem about the Titanic Skrifaðu ljóð um Titanic. Fylgdu leiðbeiningunum. • Farið yfir fyrirmælin í sameiningu til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hvernig byggja á upp ljóðið. Í orðalistanum eru dæmi um sagnorð. Farið yfir listann og ræðið erfið orð. Gefið ef til vill dæmi um hvernig má nota sagnorðin í þessu samhengi. Látið nemendur hreinskrifa ljóðið og skreyta. Setjið upp sýningu með ljóðum bekkjarins og látið nemendur flytja ljóðin sín. • How the Titanic became a lifeboat Í þessum kafla er töluvert lesefni og því mikilvægt að skipta því upp og gefa góðan tíma til að ræða innihaldið og glósuorðin. Skoðið myndina og ræðið. Kannast einhver við strákinn á myndinni? Ef svo er má gjarna gefa viðkomandi færi á því að segja í stuttu máli á 60 5 Four Takes on the UK

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=