Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

Að gera kennsluna sem besta 11 náð fullnægjandi tökum á. Leiðsagnarmat fer fram á fjölbreyttan hátt í Yes we can: Í upphafi Byrjið alltaf á að fara vel yfir markmiðin sem koma fram í upphafi hvers kafla í verkefnabókinni. Það hefur mikla þýðingu fyrir það hvernig nemandinn nálgast viðfangsefnið. Þegar hann/hún þekkir til innihalds og umfangs verkefnisins getur hann/hún betur gert sér í hugarlund hvað leggja þarf af mörkum til að ná markmiðunum. Fylgist með því hvaða tækni nemandinn beitir og hvaða orðaforða hann/hún hefur í upphafi, innan hvers viðfangsefnis. Meðan unnið er með kaflann Notið samvinnunám sem verkfæri í símati. Það getur gefið góða mynd af því hvernig nemendur vinna með innihald og orðaforða sem þeir hafa þegar lært. Veitið því athygli hvernig nemendur svara hvert öðru. Hvort þau svara með stökum orðum og einföldum setningum eða prjóna við og nota eigið orðalag, hvort þau svara af öryggi eða stóla á aðra í hópnum að taka frumkvæði og svo framvegis. Áður en nýr texti er tekinn fyrir er mikilvægt að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér orðaforðann sem tilheyrir því sem unnið hefur verið með. Þetta má til dæmis gera með stuttum munnlegum verkefnum þar sem nemendur gera samantekt um eða endursegja það sem þau hafa unnið með. Þau geta einnig komið með dæmi um hvernig hægt er að nota lykilorð og setningarmyndir kaflans. Hægt er að búa til munnleg verkefni þar sem nemendur taka saman og endursegja það sem þau hafa unnið með, eða koma með dæmi um hvernig hægt er að nota lykilorð kaflans og setningagerðir. Við lok kaflans Í nemendabókinni enda allir kaflar á opnu sem ber yfirskriftina Challenge og þar fá nemendur þrjár gerðir verkefna: Perform, Create og Find out. Áfram er unnið út frá textum viðkomandi kafla. Nemendur búa til eigin texta/afurð gjarna með hjálp stafrænna verkfæra. Farið yfir fyrirmæli og upphafssetningar sameiginlega og vekið athygli á Magic Words, neðst á síðunni. Hvetjið nemendur til að notfæra sér þau í sínum skrifum. Gætið þess að nemendur séum meðvitaðir um tilgang verkefnana og gefið þeim ábendingar og hvatningu jöfnum höndum. Þannig hafa þeir betri tilfinningu fyrir því hvort þeir séu á réttri leið og skila þar með betri vinnu. Í verkefnabókinni enda allir kaflar á Let‘s go verkefnum þar sem námsmarkmiðum er fylgt eftir. Nemendur vinna verkefni út frá þeirri málfræði og þeim orðaforða sem áhersla var á í viðkomandi kafla. Að lokummeta þau sjálf hversu vel þau telja sig hafa náð námsmarkmiðum. Ljúkið þessum hluta með samræðum um Námið mitt. Í hverjum kafla fá nemendur tvær spurningar sem snúa að þeirra eigin námi, t.d. í sambandi við aðferðir, áskoranir innan ákveðinna tegunda verkefna, hvað höfði mest til þeirra og hvernig nýta megi enskt vefefni í náminu. Þetta samtal er mjög mikilvægt þar sem það gerir þau meðvituð um þau mörgu skref sem þau taka í enskunámi sínu til að verða sífellt leiknari í málinu. Þessum spurningum er svarað skriflega og þær má finna á vefsvæðinu. Let‘s do more nýtist einnig sem námsmatsverkfæri. Nemendur vinna saman í pörum og keppa hvort við annað. Hverjum kafla fylgir ljósrit með völdum spurningum úr textum og viðfangsefnum. Hlustið og veitið því athygli hvernig nemendur nálgast verkefnið; hvort þau lesa spurningarnar upphátt, hjálpast að, hvort þau svara spurningunum með stökum orðum eða heilum setningum o.s.frv. Aðstoðið með orðaforða og málfar og bætið við spurningum ef þörf er á meira krefjandi verkefnum. English at home Líkt og í námsefni fyrri ára má í Yes we can 6 finna tillögur að heimanámi undir yfirskriftinni English at home. Í hverjum kafla fyrir sig eru heimanámsverkefni sem nemendur vinna sjálfstætt eða með aðstoð fullorðins á heimilinu. Þrátt fyrir að þau séu komin á miðstig er alltaf mælt með því að þau hafi hlustanda við upplestrarverkefni. Verkefnunum er ætlað að brúa bilið milli ensku í skólastofunni og ensku í daglegu lífi. Þau byggja á því sem unnið hefur verið með í skólanum og eru því hugsuð sem endurtekningar og viðbótarþjálfun. Áhersla er á upplestur, framburð, orðaforða og endurtekningu á orðmyndum og setningamyndum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=