Apaguðinn Hanuman

Hindúatrú / Guðir og goðsögur / Apaguðinn Hanuman

Sækja pdf-skjal

 

Apaguðinn Hanuman Apaguðinn Hanuman er ein af hetjunum í ljóðakverinu Ramayana og er tákn styrks og orku. Hann er sagður hafa vald yfir steinum, geta fært fjöllin, teygt sig til skýjanna og á einnig að geta breytt sér í hvaða form sem er. Hann er yfirleitt tengdur töfrum og hæfileikum til að sigra illa anda. Hindúar dýrka Hanuman vegna ótakmarkaðrar hollustu hans við guðinn Rama en hann stýrði apaher sínum gegn djöflakonunginum Ravana til að hjálpa Rama að endurheimta eiginkonu sína Sita. Í þakkarskyni gaf Rama honum eilíft líf og lofaði því að hann yrði tilbeðinn samhliða sér. Það er því algengt að sjá myndir eða styttur af Hanuman við hlið mynda af Rama.

Hægt er að lesa um hvernig Hanuman hjálpaði til við að bjarga Sita í sögunni af Rama og Sita.

Á Hanuman Jayanti hátíðinni er fæðingu apaguðsins, Hanuman, fagnað. Hægt er að lesa um hátíðina í kaflanum Hanuman Jayanti.