Hindúar halda hundruð trúarlegra hátíða á hverju ári. Flestar tengjast þær einhverjum atburðum í lífi guðanna. Sumar hátíðir eins og t.d. dívalí eru haldnar hátíðlegar hjá hindúum um allan heim meðan aðrar eru aðeins haldnar á ákveðnum svæðum. Í þessum kafla er sagt frá stærstu og vinsælustu hátíðunum.