Algyðistrú eða fjölgyðistrú?

Hindúatrú / Guðir og goðsögur / Algyðistrú eða fjölgyðistrú?

Sækja pdf-skjal

 

Algyðistrú eða fjölgyðistrú Hindúatrú er svokölluð algyðistrú en það merkir að hindúar trúa á eina alheimssál eða ópersónulegan kraft sem gegnsýrir allt og alla. Þessi alheimssál er kölluð brahman. Hindúar trúa hinsvegar líka á fjölda guðlegra vera sem þeir kalla devas. Orðið devas merkir hinir skínandi og vísar til þess að guðirnir búi á hinum bjarta og skínandi himni. Þessar guðlegu verur eða guðir eru sagðir vera mismunandi birtingarmyndir af alheimssálinni, brahman. Hindúatrú er því sérstök blanda af algyðistrú og fjölgyðistrú sem kemur til vegna þess að í honum hafa runnið saman mismunandi fornar hefðir og hugmyndir.

Þrír guðir hindúatrúar þykja sérstaklega mikilvægir og oft er talað um þá sem hina hindúísku þrenningu. Þessir þrír aðalguðir eru ábyrgir fyrir sköpun, viðhaldi og eyðingu heimsins. Þetta eru guðirnir:

Hver guð hefur svo fylgikonu eða kvenlega hlið en gyðjudýrkun er mjög mikilvægur hluti hindúatrúar.

  • Kona Brahma er Saraswati, gyðja þekkingar og lista
  • Kona Vishnu er Lakshmi, gyðja auðs og velgengni
  • Kona Shiva er Parvati, móðurgyðjan

Margir af minni gyðjum og guðum eru álitnir aðrar birtingarmyndir þessara yfirguða.