RISAstórar smáSÖGUR 2022

2 Efnisyfirlit Formáli 4 Kristín Ragna Gunnarsdóttir Sérstök stjarna 6 Valdís Unnur Atladóttir Levy, 9 ára Töfrabakaríið 11 Tinni Snær Aðalsteinsson, 8 ára Óþægileg upplifun 13 Ásrún Embla Agnarsdóttir, 8 ára Uppfinningin 18 Embla Björt Kristinsdóttir, 8 ára Hrellmennið 23 Þórarinn Hauksson, 9 ára Fjallastelpurnar 26 Inga Bríet Valberg, 8 ára Græna geimveran 31 Sara Björt Helgadóttir, 9 ára Örsögur 34 Michael Thor Sæmundsson, 7 ára Hamborgarahætta 36 Katrín Una Hannesdóttir, 8 ára Tölvuleikurinn 39 Þórarinn Hauksson, 9 ára Smásaga ársins í flokki 2022 6 til 9 ára

3 Þjóðminjasafnið 42 Katrín Rós Harðardóttir, 11 ára Bubbi og félagar bjarga Nammilandi 48 Hlynur Egill Vignisson,12 ára Hvarfið 55 Elín Freyja Guðmundudóttir, 10 ára Skýjastrákurinn 57 Högni Freyr Harðarson, 11 ára Bergljót og hjartabrotin 73 Árbjört Vetrarrós Jónsdóttir, 10 ára Jói jólasveinn fer í orlof 75 Tobias Auffenberg, 11 ára Skápurinn hans afa 80 Katrín Hákonardóttir, 12 ára Leppalúði og skrýtnu börnin 86 Edda Jóhannesdóttir og Erla Ýr Traustadóttir, 11 ára Svínki 90 Vignir Snær Brynjarsson, 11 ára Ævintýri með Stan Lee 92 Nökkvi Freyr Jónasson, 12 ára Smásaga ársins í flokki 2022 10 til 12 ára

4 Formáli Sögur eru eins og spegillinn sem Lísa í Undralandi stígur í gegnum, þær opna gátt yfir í annan heim. Söguheimurinn getur verið ímyndaður, líkt og Ævintýraskógurinn í Skilaboðaskjóðunni – eða staður sem er til í alvörunni, eins og í bókunum um Jón Odd og Jón Bjarna. En í þessum heimi, hver sem hann er, setjum við okkur í spor sögupersónanna: – Við mátum t.d. allt of stóra skó sterkustu stelpu í heimi og bregðum með henni á leik við lögreglu og þjófa. – Okkur hlýnar um hjartarætur þegar við skynjum eldheita ást tröllskessunnar Flumbru. – Líkt og Míó, skjálfum við hinsvegar af hræðslu frammi fyrir illa riddaranum Kató. – Og fyllumst vanmáttarkennd með Blíðfinni þegar vinir hans hverfa einn af öðrum. – Eins finnum við til með drengnum Ishmael sem er á flótta undan stríðsátökum. – En tökum undir fagnaðaróp Ronju þegar vorar og líf bærist í öllum trjám og vötnum. Þannig speglum við okkur í viðbrögðum sögupersónanna þegar þær standa frammi fyrir áskorunum og tökum fullan þátt í gleði þeirra og sorgum – og stækkum sem manneskjur í hvert sinn. Kannski ekki jafn bókstaflega og Lísa í Undralandi þegar húsið er að springa utan af henni en hjartað í okkur

5 stækkar örugglega um nokkur númer, líkt og hjá Trölla þegar hann sér eftir að hafa stolið jólunum. Eftir því sem við lesum fleiri sögur verðum við betur í stakk búin til að hugsa sjálfstætt, finna til samkenndar, tjá skoðanir okkar og skilja aðra. Auk þess er mannbætandi að hlæja þar til maður fær hiksta eða verða svo spenntur að tennurnar glamri. Það er líka bráðskemmtilegt og taugatrekkjandi að semja ný ævintýri. Börnin sem eiga sögur í Risastórum smásögum hafa þorað að sleppa hugmyndum sínum lausum og láta rödd sína heyrast. Sum þeirra hafa opnað dyr inn í aðra vídd eða annan tíma. Önnur hafa skrifað svakalegar hryllingssögur. Enn önnur segja frá áhugaverðum persónum eða furðulegum uppákomum. Öll eiga börnin það sameiginlegt að hafa dregið upp myndir af sögupersónum, sögusviði og atburðarás með orðum og teikningum þannig að lesendur geti séð þetta allt fyrir sér, ljóslifandi. Ég vona svo sannarlega að þau haldi áfram að nota sköpunarkraftinn og hvet önnur börn til að taka þátt í Sögum. Nú er það undir ykkur lesendunum komið að ferðast í gegnum spegilinn á vit ævintýranna sem hafa sprottið úr hugarfylgsnum þessara bráðefnilegu höfunda. Hafið forvitnina að leiðarljósi og njótið vel! Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rithöfundur og teiknari

6 Sérstök stjarna Smásaga ársins í flokki 2022 6 til 9 ára

7 Ágúst liggur í rúminu sínu, hann getur ekki sofnað út af því að á morgun á hann að skrifa sögu um tunglið og stjörnur. Hann veit ekki neitt um tunglið og stjörnurnar. Hann kann bara eitt lag um tunglið sem hann notar til að sofna. Nú getur hann ekki sofnað, svo hann syngur: „Tunglið, tunglið, taktu mig og berðu mig upp til skýja.“ Um leið og hann sleppir orðinu er eins og einhver kippi í naflann á honum og hann flýgur út í geim. Þar er stjarna sem er að spyrja hvort hún megi fara upp á himininn. En stjarnan í afgreiðslunni segir bara: „Nei, það er fullt í nótt.“ Ágústi finnst þetta frekar skrítið. Þarna eru nokkrar stjörnur sem eru að hoppa upp á himininn, stjörnur í göngutúr, stjörnur að drekka kaffi og stjörnur sem eru að keyra bíl. En stjarnan sem Ágúst sá vera að tala við afgreiðslukonuna er allt öðruvísi en hinar. Það er eins og hún sé ekki tilbúin, hugsar Ágúst. Hún er bara með þrjá arma og eitt strik yfir magann. Valdís Unnur Atladóttir Levy, 9 ára

8 Ágúst hleypur til stjörnunnar og spyr: „Er allt í lagi?“ „Já já, eða sko, mér er strítt út af því að ég er öðruvísi.“ „Ha, er þér strítt út af því að þú ert öðruvísi?“ „Já,“ svarar stjarnan. „Mér finnst þú vera enn þá sérstakari af því að þú ert öðruvísi,“ segir Ágúst. „Ha, finnst þér það?“ „Já, því ekki það?“ spyr Ágúst. „Það hefur enginn sagt þetta við mig áður,“ segir stjarnan. „En hvað það er skrítið en af hverju vildir þú fara upp á himininn?“ spyr Ágúst. „Af því að ef maður kemst ekki upp á himininn þá gleymir tunglið manni og þá deyr maður.“ „Ó, ég skil. En hvað heitirðu?“ spyr Ágúst. „Ég er alltaf kölluð litla stjarna.“ „Allt í lagi, Litla stjarna, ég heiti Ágúst.“ „Ágúst, geturðu hjálpað mér að komast upp á himininn?“ „Já, en hvernig geri ég það?“ „Þú þarft bara að segja stjörnunni þarna að ég sé sérstök af því að ég er öðruvísi.“ „Ókei, núna?“ „Já, núna.“ Ágúst röltir óöruggur að afgreiðsluborðinu með litlu stjörnuna í eftirdragi.

9 „Góða nótt, get ég aðstoðað?“ spyr afgreiðslukonan. „Já, sko, af hverju finnst ykkur að litla stjarnan megi ekki fara upp á himininn?“ spyr Ágúst. „Af því að hún er ekki eins og við,“ svarar afgreiðslukonan. „Mér finnst að þið ættuð að leyfa henni að fara,“ segir Ágúst. Konan hugsar í smástund. „Allt í lagi, hún má þá fara upp á himininn,“ segir hún og ranghvolfir augunum.

10 Litla stjarnan hleypur strax þangað sem stjörnurnar eru að hoppa upp á himininn. Um leið og hún hoppar kallar hún: „Takk, Ágúst!“ „Ágúst, vaknaðu þú verður að flýta þér í skólann.“ Ágúst lítur á úrið sitt. „En mamma, það er klukkutími þangað til skólinn byrjar.“ „Ó, er það? Úrið mitt hlýtur að vera bilað.“ „Já, það hlýtur að vera,“ svarar Ágúst glaður vegna þess að nú veit hann upp á hár hvernig sagan á að vera.

11 Töfrabakaríið Inni í Töfrabakaríinu, þar sem allt er fullt af bakarísvörum eins og brauðum, bollum, kökum og ostaslaufum, stendur bakarameistarinn við vinnuborð og hnoðar deig. Aðstoðarbakarinn er að raða brauði í hillur. Bökuð brauð hlaðast upp með miklum hraða. Svo virðist sem einhver ósýnilegur sé að hjálpa því hraðinn á bakstrinum og magnið sem hleðst upp er ekki á færi tveggja dverga. Auk þess er allt sem bakað er ótrúlega bragðgott. Tilfellið er að Töframátturinn hjálpar þeim þannig að þeir geta bakað fyrir 5 milljónir dverga á degi hverjum. Einn góðan veðurdag þegar þrjú dvergasystkini ætla að kaupa sér ostaslaufu í Töfrabakaríinu koma þau að læstum dyrum. Inn um gluggana sést að allt er tómt í Töfrabakaríinu, allar hillur eru tómar! Svo koma þau auga á miða sem er límdur á gluggann á hurðinni. Eitt systkinanna les á miðann. Þar stendur: Tinni Snær Aðalsteinsson, 8 ára

12 Fór að leita að töframættinum og bakarameistaranum. Aðstoðarbakari. Allt í einu hverfur allt og systkinin ranka við sér þar sem þau standa í hnapp og líta í kringum sig. Þau átta sig á því að þau eru komin í furðuveröld þar sem allt er svart. Systkinin tala saman og ræða stöðuna fram og til baka, þau eru bæði hrædd og forvitin. Þau byrja að ganga um í furðuveröldinni og horfa í kringum sig. Í hinni svörtu veröld birtast tíu litlir svartir dvergar. Svörtu dvergarnir byrja að njósna um dvergasystkinin. Þeir læðast í bakgrunni og stökkva svo allt í einu fram og taka systkinin til fanga, binda þau saman með kaðli og draga þau í áttina að risastórri svartri höll. Svo fara þeir með þau inn í höllina. Inni í höllinni er enn drungalegra en úti. Þegar litlu svörtu dvergarnir koma með dvergasystkinin inn í höllina hrópar kóngurinn sem situr þar í svörtu hásæti: „Í fangelsi með þau!!!“ Systkinin eru sett í fangelsi og látin liggja þar á hörðu gólfinu. Þau hjúfra sig hvert að öðru og loka augunum. Allt í einu heyra þau sagt: „Hvað má bjóða ykkur? Þið eruð búin að standa þarna í tvo klukkutíma.“ Þau ranka við sér og eru þá stödd í Töfrabakaríinu fyrir framan afgreiðsluborðið. Aðstoðarbakarinn stendur fyrir innan búðarborðið og það er hann sem spyr.

13 Óþægileg upplifun Mamma, Katrín og Jón, litli bróðir hennar, eru í bílnum sínum. Þau eru á leið til ömmu uppi í sveit. Katrín og Jón eru að leika sér í Hver er maðurinn. Það er komið að Katrínu að giska þegar mamma stoppar bílinn fyrir utan hjá ömmu. Jón hleypur strax út úr bílnum og inn til ömmu og mamma fylgir á eftir. Katrín drífur sig með þeim. Hún gengur inn til ömmu og heilsar. Amma snýr baki í þau því hún er að hræra í pottunum. Hún snýr sér við og segir: „Velkomin, elskurnar,“ og kyssir Katrínu á kollinn. Amma stendur við pottana og mamma og krakkarnir sitja við eldhúsborðið. Katrín sér Fréttablaðið á borðinu og lítur yfir fréttir forsíðunnar. Hún bendir Jóni á frétt af skrýtnum kalli og þau flissa. Mamma stingur upp á að krakkarnir fari út að leika á meðan amma eldar. Amma segist vera með vasaljós handa þeim ef þau vilji kíkja í skóginn. Systkinin fara út í skóg á meðan þau bíða eftir matnum. Það er skrítið tré í garði ömmu sem þau kannast ekki við. Allt í einu byrjar Jón að láta undarlega. Hann stekkur á tréð og faðmar það aftur og aftur. Katrín bannar honum það og biður hann að hætta. Ásrún Embla Agnarsdóttir, 8 ára

14 Hún kíkir á hús ömmu til að athuga hvort amma og mamma séu að fylgjast með þeim, en húsið hennar ömmu er horfið. Hún lítur á Jón, hann er horfinn líka. Katrín stekkur á tréð og faðmar það og hverfur inn í það. Búmm, þau eru komin á einhvern myrkan stað. Það er koldimmt. Katrín man eftir vasaljósinu sem amma gaf þeim og kveikir á því. Þá sjá þau hræddan mann sem situr rétt hjá þeim. Hann segist heita Kalli og vera spæjari. Þau kannast við hann þar sem þau höfðu lesið um týnda spæjarann í Fréttablaðinu hjá ömmu. Kalli segir þeim frá „þeim sem má ekki nefna“ og að þetta sé allt honum að kenna. Það sé honum að kenna að þau soguðust inn í tréð, að þau séu föst hérna í myrkrinu, að Kalli spæjari sé nú týndur og krakkarnir líka. „Þetta er allt „Honum“ að kenna,“ segir Kalli. Í myrkrinu heyrist ómandi rödd – rödd „þess sem ekki má nefna“. Orðin hans eru neikvæð og niðurdrepandi. Þau óma og eitra huga krakkanna og Kalla en þau reyna að hrista það af sér. Þau leita öll að leið til að komast út úr myrkrinu en sama hvað þau reyna þá finna þau ekki leiðina út. Katrín hugsar hvort myrkrið sé endalaust og byrjar að ganga áfram á meðan Jón lýsir með vasaljósinu í aðra átt. Katrín gengur varlega, þreifar fyrir sér og allt í einu klessir hún á eitthvað sem líkist hári. Hún byrjar að þreifa á hárinu og finnur að þetta er eins og haus.

15 Vera snýr sér við og þá sér Katrín að þetta er andlit án augna. Veran er grá, með svart hár og langar beittar klær á höndunum. Katrín öskrar og hleypur eins hratt og hún getur til baka en fattar þá að hún hefur hlaupið aðeins of langt. Hún stoppar og kallar á Kalla og Jón. Hún kallar og kallar þar til hún heyrir loks veikt „hjálp“ í fjarska. Katrín þorir ekki að hlaupa til baka en hugsanir bergmála í höfðinu á henni: Ég verð að bjarga strákunum. En ég þori því ekki. En ég verð! Hún hleypur aftur í átt að veika hljóðinu, lítur til hliðar, og sér svo allt í einu Kalla og Jón. Þeir eru fastir í stól með bundið fyrir munninn. Þess vegna heyrðist svona lágt „hjálp“, hugsar Katrín. Hún fer til þeirra og losar með erfiðismunum frá munnunum á þeim. Þeir hrópa báðir: „Þetta er gildra! Passaðu þig!“ Katrín lítur aftur fyrir sig og setur upp skelfingarsvip. Allt í einu finnur Katrín að hún situr á stól, hún er föst í stólnum. Katrín sér að Kalli og Jón eru við hlið hennar. Hún heyrir að eitthvað er að nálgast hana. Hún heyrir að dropar detta eins og í helli og heyrir fótatak í mölinni. Hún kallar óstyrk: „Hver er þetta?“ Hún fær ekkert svar. Allt í einu heyrir hún þungan andardrátt fyrir aftan sig, alveg upp við eyrað á henni. Hún lítur skelfd við og sér að þetta er augnalausa veran.

16 Jón, Kalli og Katrín æpa skrækróma upp yfir sig. Kalli nær að losa sig og losar Katrínu og Jón líka, eins fljótt og hann getur. Þau hlaupa frá stólunum en það eru klettaveggir allt í kring. Þau snúa sér við og sjá veruna standa þarna með hendur uppréttar og klærnar úti. Veran stekkur á þau. Katrín kýlir frá sér, sparkar og spriklar. Hún reynir að brjótast undan taki verunnar. Allt í einu finnst Katrínu sem veran kalli með rödd mömmu hennar: „Katrín, Katrín mín.“ Katrín fær aukinn styrk, ýtir verunni fast af sér og sparkar á sama tíma í framsæti bílsins. Mamma snýr sér við í sætinu og spyr hvort hana hafi verið að dreyma eitthvað illa og svo segir mamma að þau séu loksins komin til ömmu. Katrín er að vakna í bílnum, þetta var bara vondur draumur. Jón hleypur inn til ömmu og mamma fylgir á eftir. Katrín sest upp og drífur sig með þeim, fegin að þetta hafi bara verið draumur. Hún gengur inn til ömmu og heilsar henni þar sem hún stendur og er að hræra í pottunum. Katrínu finnst þetta svolítið líkt draumnum sínum, sérstaklega þegar hún sér Fréttablaðið á eldhúsborði ömmu. Amma snýr sér rólega við og segir um leið: „Sæl, elskan mín.“

17 Um leið og amma snýr sér að Katrínu breytist rödd hennar á undarlegan hátt og Katrín sér, sér til skelfingar, að amma er augnalausa veran! Katrín öskrar upp og hleypur í fang mömmu sinnar. Amma tekur af sér grímu og segir vinalega: „Bú!“ Síðan skellihlæja þau öll að vitleysunni í henni ömmu.

18 Uppfinningin Það var hlýr maí morgunn í Reykjavík og ég var mætt í skólann. „Hæ Lóa,“ kallaði Inga þegar hún sá mig í skólanum. „Hæ, geturðu hitt mig eftir skóla?“ sagði ég og hvíslaði svo: „Við þurfum að finna upp á einhverju sniðugu fyrir uppfinningakeppnina sem er á morgun í skólanum.“

19 „Já, gerum það,“ sagði Inga. Tveir og tveir áttu að vinna saman og við Inga vorum búnar að ákveða að vera saman í verkefninu en vorum ekki enn þá komnar með hugmynd að uppfinningu. Við vorum ekki í sama bekk en samt góðar vinkonur. Mér fannst eins og við værum í 42 tíma í skólanum en svo var hann loksins búinn og við rákumst hvor á aðra. „Komum heim til mín,“ sagði ég. Inga var að stara á aðrar stelpur, Sóleyju og Árnýju, sem voru að monta sig yfir sinni uppfinningu. „Komdu, við skulum ekki vera að pæla í þeim, komum heim til mín,“ sagði ég. Við hjóluðum heim eins hratt og við gátum. Þegar þangað var komið fórum við inn í eldhús og hófumst handa við að hugsa. Sólin skein inn um gluggann og hitaði upp eldhúsið. „Mér er rosalega heitt,“ sagði Inga. „Áttu límonaði?“ „Nei,“ sagði ég. „Getum við þá kælt okkur í sundi?“ spurði Inga. „Já, það væri góð hugmynd. En ég á enga sundlaug,“ svaraði ég. „Getum við þá farið upp í herbergi með eitthvað að borða og haldið áfram að hugsa?“ spurði Inga. Þá fékk ég frábæra hugmynd. „Ég veit, búum til uppfinningu sem er notuð í hitabylgju! Sundlaugarmatvörugarður á hjólum!“ Embla Björt Kristinsdóttir, 8 ára

20 Við hlupum upp í herbergi og hófumst handa við að búa til uppfinninguna. Það þurfti að redda ýmsu til að búa þetta til. Við redduðum gömlum og ryðguðum bíl af bílaverkstæðinu sem pabbi vinnur á og pabbi gerði við vélina. Því næst gróðursettum við ávaxtatré og grænmeti á bílnum og fylltum gamla heita pottinn hans pabba af vatni og komum honum fyrir á bílgrindinni. Að lokum bjuggum við til límonaðivél sem við festum á hliðina á bílnum. „Vá! Þetta tók þrjá klukkutíma,“ sagði Inga. „Ég þarf að drösla mér heim, mamma var að hringja. Lóa, þú passar uppfinninguna vel þangað til á morgun,“ hélt hún áfram. Áður en hún fór hjálpaði Inga okkur pabba að fara með sundlaugarmatvörugarðinn inn í bílskúr. En því miður gleymdi pabbi að læsa bílskúrnum. Við tókum ekki strax eftir því en sumir gerðu það. Þegar ég segi sumir þá er ég að tala um prakkarana Sóleyju og Árnýju. Þær höfðu legið í fylgsni sínu á bak við runna hjá næsta húsi og beðið eftir rétta augnablikinu til að ráðast til atlögu. Þegar klukkan sló 10 voru fáir á ferli. Þá læddust þær inn í bílskúrinn og keyrðu í burtu á sundlaugarmatvörugarðinum. Þær sem kunnu ekki að keyra. Daginn eftir, þegar við gengum inn í bílskúrinn, tókum við eftir því að sundlaugarmatvörugarðurinn okkar var horfinn. Og þá fór allt í uppnám. „Ó nei!“ gargaði ég upp yfir mig. „Við eigum að skila uppfinningunni í dag!“

21 Þegar ég kom upp í skóla og sagði Ingu frá varð hún alveg miður sín. Við vissum ekkert hvað við ættum að gera en okkur datt í hug að einhver hefði stolið bílnum. „Hver myndi gera svona? Stela uppfinningu af öðrum!“ sagði ég. Við höfðum ekki tíma fyrir nýja uppfinningu þannig að við þurftum að mæta tómhentar á svið. Við vorum mjög sárar yfir þessu. Sýningin hófst og allir krakkarnir komu sér fyrir á sviðinu með uppfinningarnar sér við hlið, faldar á bak við lak. Krakkarnir kynntu uppfinningar sínar, hver á fætur öðrum, og afhjúpuðu þær um leið. Þegar kom að Sóleyju og Árnýju, drógu þær lakið af uppfinningunni sinni og þá kom sundlaugarmatvörugarðurinn okkar í ljós. „Hei,“ kallaði Inga. „Þetta er uppfinningin okkar Lóu!“ „Þið stáluð henni,“ sagði ég. „Er það satt?“ spurði kennarinn Sóleyju og Árnýju. „Uuuu, við vorum ekki með neinar hugmyndir að uppfinningu en vildum vera með í sýningunni svo við ákváðum að stela flottu uppfinningunni frá Lóu og Ingu. En okkur þykir það mjög leitt, getið þið fyrirgefið okkur?“ „Já, auðvitað,“ sögðum við Inga í kór. Við Inga kynntum síðan uppfinninguna okkar og fengum góðar undirtektir. Eftir að allir þátttakendur höfðu kynnt sínar uppfinningar var komið að því að segja frá úrslitum

22 keppninnar. Í þriðja sæti voru Jakob og Kiddi með uppfinninguna sína sem kallaðist Hárgreiðsluvélmennið. Í öðru sæti voru Matthildur og Jói með uppfinningu sem kallaðist Sjálfvirkur gardínuopnari. Þá var komið að fyrsta sætinu og kennarinn bað um trommuslátt. „Í fyrsta sæti í uppfinningakeppni skólans árið 2022 eru … Inga og Lóa með uppfinninguna Sundlaugarmatvörugarður á hjólum.“ Við Inga ærðumst úr fögnuði. Kennarinn rétti okkur bikarinn og Inga öskraði í gegnum hávaðann: „Hei, Sóley og Árný, viljið þið koma og lyfta bikarnum upp með okkur?“ „Já, endilega,“ sögðu Sóley og Árný. Eftir það urðum við allar fjórar bestu vinkonur.

23 Hrellmennið Einu sinni var lögga sem hét Stebbi tvö! Frændi hans var seyðagerðarmaður sem bjó í kastala langt í burtu. Stebbi vildi fara í heimsókn til hans af því að bróðir hans, Stebbi, var veikur og þurfti galdraseyði. Stebbi tvö lagði af stað í langt ævintýri en hann villtist á leiðinni. Þegar hann sá reyk var hann nokkuð viss um að hann væri kominn, af því að þar sem er reykur er eldur. En hann lenti á undarlegum stað. Húsin voru óvenjuleg – þau voru kofar. Honum leið ekki vel. Honum leið eins og einhver vildi að hann væri ekki þarna. Eldurinn var í raun bara gufa aðeins lengra í burtu. Hann hugsaði um þrjá hluti: Í fyrsta lagi. Að enginn byggi hér lengur og hann þyrfti að labba lengra. Í öðru lagi. Að einhver væri kannski að fylgjast með honum. Í þriðja lagi. Að hann væri dálítið svangur. Hann byrjaði á atriði númer þrjú, af því að það myndi segja honum hvort einhverjir ættu heima hér. Hann kom upp að húsi og bankaði laust. Ekkert gerðist. Hann bankaði aðeins fastar. Ekkert gerðist. Hann bankaði miklu fastar. Þórarinn Hauksson, 9 ára

24 Hann fann slímugt grip á öxlinni. Hann sá svart slím á öxlinni. Þetta var dökkrautt blóð. Það sem var fyrir aftan hann hlaut að hafa drepið einn eða fleiri. Hann tók á sprett, hugsaði ekkert meira, bara flúði og leit ekki um öxl. Slímið slettist af skrímslinu og hann fann hvernig þung slumma lenti á bakinu á honum. Á endanum sá hann glitta í eitthvað blátt. Þetta hlaut að vera kastalinn. Hann var kominn inn í hallargarðinn. Hann hljóp upp stigann og á þriðju hæð til vinstri sá hann hurð frænda síns. Hann opnaði dyrnar, skellti og læsti. Frændi hans kom hlaupandi. „Stebbi tvö? Hvað ert þú að gera hér? Og af hverju ertu að hlaupa?“ Másandi og blásandi sagði Stebbi tvö: „Það er eitthvað að elta mig.“ Frændinn leit í gegnum gægjugatið. „Ah, ég hef ekki séð svona í langan tíma. Þetta er hrellmenni.“ „Mér er skítsama hvað þetta heitir! Stebbi eitt er með Covid-19!“ „Ah! Þetta hrellmenni …“ „Ég sagði að mér væri alveg sama um hrellmennið!“ „Já, en það er málið,“ sagði frændinn. „Hrellmennið er lækningin.“ „Ha?“

25 „Þú þarft að fara með það og láta bróður þinn drekka það.“ „Ha, allt?“ spurði Stebbi. „Nei, nei, nei!“ sagði frændinn. „Bara fjórðung!“ Stebbi horfði á frænda sinn og síðan á hrellmennið. Þeir stóðu í þögn.

26 FJALLASTELPURNAR

27 Guðrún og Elísabet horfa á borgina frá Esjunni og finnst hún bæði hættuleg og spennandi. Frá því að systurnar fæddust hefur þær langað til að skoða borgina og kynnast henni aðeins. Stelpurnar eru nefnilega fjallastelpur og þess vegna mega þær ekki fara frá Esjunni án þess að vera í dulargervi. Foreldar þeirra hafa varað þær við snjóflóði um hálf sjö leytið og beðið stelpurnar um að passa sig mjög vel. Guðrún byrjar að byggja skýli og er svo önnum kafin við það að hún pælir ekkert í því hvað litla systir hennar er að gera. Elísabet er að tína til dulargervi úr fataskápnum sínum og er ekkert að hugsa um að það eigi að koma snjóflóð eftir tuttugu mínútur. En allt í einu heyrir Elísabet mjög hátt hljóð og hún kallar: „SNJÓFLÓÐ!“ Hún hleypur til Guðrúnar en það er kannski ekki mjög góð hugmynd vegna þess að flóðið stefnir beint til þeirra. Þær hlaupa niður fjallið og SKVETT! BÚMM! Snjóflóðið ber þær alla leið út í sjóinn. Þær komast upp úr við höfnina í Reykjavík. Stelpurnar horfa á Sæbrautina og verða svolítið hræddar því þær eru ekki vanar svona mikilli umferð. Kona á hjóli reiðir hjólið sitt yfir götuna og þær fylgja henni eftir. Þær ganga áfram og sjá þá stórt glerhús. Elísabet segir: „Vó, hvað er þetta!?“ Þær ganga inn. Þar er risa skilti sem á stendur Inga Bríet Valberg, 8 ára

28 VELKOMIN Í HÖRPU. Þær ganga aðeins lengra og sjá rúllustiga. Elísabetu finnst þetta frábært. Hún ætlar að renna sér niður en áður en hún nær að taka fyrsta skrefið í átt að rúllustiganum stoppar Guðrún hana vegna þess að hún vill ekki að þær lendi í vandræðum, sérstaklega ekki í borginni. Litla systir hennar er ákveðin í að skoða sig um fyrst hún er loksins komin í borgina og hleypur niður stigann. Það minnir hana á þegar hún rann niður fjallið í snjóflóðinu. Hún sér konu með ljóst stutt hár sem virðist vera að þrífa klósettin. Elísabet spyr konuna hvað sé um að vera í húsinu. Konan segir: „Þetta er tónlistarhús, óperuhús og veitingastaður.“ „Ég skil,“ segir Elísabet og kallar síðan á systur sína. Guðrún drífur sig niður stigann og gefur systur sinni komdu þú átt ekki að vera hér augnaráðið og spyr: „Hvað ertu að gera?“ „Ég er bara að tala við þessa almennilegu þrifkonu.“ Guðrún tekur í hönd systur sinnar og leiðir hana inn í sýningarrými. Inni í herberginu er dimmt og á veggnum er risastór skjár. Stelpurnar hafa setið þar í smástund þegar ung kona með ungabarn kemur inn á sýninguna. Hún sest við hliðina á þeim og brosir. Eftir litla stund koma svo gömul hjón inn á sýninguna. Stelpunum er farið að þykja þetta óþægilegt og þær ákveða að fara og skoða eitthvað

29 annað. Þær labba út af sýningunni og upp stigann. Þá heyra þær mjög háa tóna úr Eldborg. Systurnar fara inn en vita ekki að þetta er inngangurinn baksviðs. Allt í einu eru þær komnar upp á svið. Þær halda fyrir eyrun og sjá alla áhorfendurna. Þeim finnst það svolítið skrítið því þær hafa ekki verið fyrir framan svona marga síðan á fjallaráðstefnunni í Bláfjöllum þegar þær voru litlar. En núna eru þær komnar á svið í Hörpu. Eftir sýninguna klappa allir og stelpurnar verða nokkuð ánægðar með sig. En allt í einu fatta þær að það voru ekki bara áhorfendurnir sem sáu þær, heldur líka allir hundrað hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru með þeim á sviðinu. Stelpurnar hlaupa út úr Hörpu og fara lengst í burtu. Þá koma þær að öðru stóru húsi. Þær fara inn og sjá eitthvað sem líkist búri. Á því stendur Miðasala Þjóðleikhússins. Systurnar ganga í þetta sinn inn á réttum stað og sjá frábært leikrit. Eftir sýninguna fara þær á veitingastað og setjast niður og skoða matseðilinn. Þær velja sér nammi-ís því þær hafa aldrei smakkað svoleiðis. Þegar þær ætla að borga fatta þær að þær eru ekki með neina peninga. Elísabet verður svo leið að hún labbar í burtu og stingur höndum í vasana. Hvað er þetta? Hún finnur þúsundkall. Þær borga og þegar þær fá ísinn spyr Guðrún: „Af hverju heitir þetta nammi-ís?“

30 En áður en Elísabet nær að svara er hún búin að smakka og kallar hátt „NAMMI!!!!“ Allir hrökkva í kút og sérstaklega túristarnir. Guðrún skammast sín svolítið fyrir systur sína og ætlar að spyrja hana hvort þær ættu ekki bara að fara. En áður en hún nær að gera það er Elísabet búin að segja „nei“. Þær sitja því aðeins lengur. Þær eru frekar þreyttar og svangar. Klukkan er orðin hálftíu en vandamálið er bara að þær eru ekki með meiri peninga. Þær ákveða að fara aftur í Hörpu. Eftir smástund eru þær komnar þangað inn en í þetta sinn er Guðrún ekkert hrædd og hleypur niður stigann. Þegar þær koma niður sjá þær aftur góðu ræstingakonuna. Þær segja: „Hæ, manstu eftir okkur?“ „Já, aðallega þessari stuttu,“ segir konan. „Af hverju eruð þið enn þá vakandi svona seint?“ Stelpurnar segja henni hvað gerðist. Þá segir konan ákveðin: „Þið megið gista hjá mér.“ Systurnar verða mjög hissa. Þær áttu ekki von á þessu því hún er bara venjuleg kona sem býr í lítilli íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Þær afþakka boðið og fara út úr Hörpu og konan læsir húsinu. Stelpurnar ganga aftur heim í Esjuna. Þegar heim er komið horfa fjallastelpurnar á borgina en finnst hún ekkert hættuleg lengur, heldur bara falleg og spennandi.

31 Græna geimveran HÆ! Ég heiti Katla og er 10 ára. Tvíburasystir mín heitir Karítas. Hún er einni mínútu eldri en ég og er alltaf að monta sig af því. Við erum samt góðar vinkonur þótt við rífumst oft. Mig langar til að segja ykkur frá því svakalegasta sem ég hef lent í. Við Karítas vorum að æfa fyrir jólatónleikana og kennarinn sagði að við ættum að mæta á píanóæfingu klukkan sjö um morguninn. Okkur fannst þetta svolítið Sara Björt Helgadóttir, 9 ára

32 skrýtinn tími en fórum samt því þetta var síðasta æfingin fyrir tónleikana. Þegar við ætluðum að opna dyrnar voru þær læstar. Hmm, hvernig gat staðið á þessu? En við vissum af leynileið. Það var gluggi á klósettinu sem var alltaf rifa á svo vonda lyktin kæmist út. Karítas náði að opna gluggann meira og tróð sér inn. Svo opnaði hún útidyrnar fyrir mér. Þegar við löbbuðum inn um dyrnar heyrðum við píanóspil úr stóra salnum. Við veltum fyrir okkur hver væri að spila, hvort það væri kennarinn okkar? En allt í einu heyrðist BÚMM! Hurðin skelltist og þegar við ætluðum að opna aftur var LÆST. Við urðum mjög hræddar en ákváðum að vera hugrakkar. Við læddumst á tánum en allt í einu hætti píanóspilið. Svo byrjaði einhver að gráta. „Hver getur þetta verið?“ spurði Karítas. Allt í einu vorum við ekkert hræddar lengur og hlupum inn í sal til að sjá hvað væri að. Þegar við komum inn í salinn sáum við litla, græna veru á gólfinu. „Er þetta slímklessa?“ spurði ég. „En hún er grátandi,“ sagði Karítas. Við fórum nær og allt í einu sáum við lítil augu. „Er þetta geimvera??“ öskraði ég. Þá heyrðist: „Já. Ég. Geimvera.“ Við trúðum ekki okkar eigin eyrum né augum. Karítas hafði oft sagt mér að geimverur væru ekki til. Þarna kom í

33 ljós að hún vissi ekki allt betur þótt hún væri eldri. „Ég. Frá. Mars. Ég. Heyrði. Fallega. Tóna. Laumaði. Mér. Inn. Til. Að. Spila. Líka. En. Svo. Alltíeinu. Læst. Og. Ég. Kemst. Ekki. Heim.“ „Elsku geimvera, við hjálpum þér,“ sögðum við. Við leiddum litlu sætu veruna og opnuðum fyrir henni. Hún faðmaði okkur og hljóp út þar sem geimskip beið eftir henni. Svo flaug hún af stað. Daginn eftir voru jólatónleikarnir. Við vorum mjög spenntar en samt enn þá dálítið ringlaðar eftir ævintýrið. Ég átti að spila fyrst og settist við píanóið. Þá sá ég kökumylsnur á píanóinu og mjólkursull. Ætli græna veran hafi komið aftur um nóttina?

34 Örsögur Pringulsið og bíllinn Einu sinni var eitt pringuls að labba úti á götu. Þá kom bíll í borginni og klessti á pringulsið. Þá sagði ugla: Pringulsabátar. Örin og heyrnartólin Einu sinni var ör sem var alltaf að skjótast út um allt. En einn daginn hitti hún í heyrnartól. BÚBB heyrnartólin sprungu. Koddinn og teppið Einu sinni voru koddi og teppi sem fóru út á pall. Þá sagði koddinn við teppið: Teppaslagur.

35 Michael Thor Sæmundsson, 7 ára Kertið og spegillinn Einu sinni var kerti sem var alltaf að líta í spegil. En einn daginn kveikti kertið í speglinum. Og þá sagði spegillinn: Þú ert nú meiri brennuvargurinn. Glugginn og ljósið Einu sinni var gluggi sem var alltaf að fylgjast með öllu. Þá kom ljós og brenndi gluggann. Þá sagði glugginn: SÓLSKIN. Innstungan og bíllinn Einu sinni var rafmagnsbíll sem fór um borgina. En hann varð rafmagnslaus og þá kallaði krummi: RAFMAGN.

36 HAMBORGARAHÆTTA Mávarnir görguðu og vindurinn kleip í kinnarnar á Millu og Hildi sem löbbuðu meðfram höfninni á leiðinni á fiðluæfingu. Þær hlökkuðu til að fara á æfingu og voru báðar svangar. „Ég er glorhungruð,“ sagði Milla. „Ég líka. Ég gat ekki borðað matinn í hádeginu. Fannst þér hann ekki vondur?“ svaraði Hildur. „Jú, mjög. Hann er búinn að vera mjög skrýtinn upp á síðkastið. Það er eins og Halldór kokkur sé steinsofandi í eldhúsinu,“ svaraði Milla. „Sammála,“ sagði Hildur. Það var bjart en það voru engir bátar í höfninni. Þegar þær voru á leið heim var komið myrkur. Þá tóku þær eftir dularfullum bát. „Milla, sjáðu þennan kolsvarta bát. Hann var ekki þarna áðan. Við verðum að rannsaka hann.“ „Ertu vitlaus, Hildur?“ „Æ, komdu bara,“ svaraði Hildur. „Allt í lagi,“ sagði Milla. Þegar þær voru komnar ofan í bátinn var allt svart. „Hvaða lykt er þetta?“ sagði Hildur. „Þetta er eins og hamborgaralykt en Donald Prump nýi

37 Katrín Una Hannesdóttir, 8 ára forsetinn er búinn að banna hamborgara af því að hann hatar þá.“ svaraði Milla. „Hildur ég sé ekkert.“ „Ég er með símaúr.“ Þær notuðu ljósið af símaúrinu til að sjá en það var ekki nógu bjart. Milla skalf af hræðslu. Þær fundu hálfétinn hamborgara á gólfinu og þeim heyrðist einhver vera að bera kassa úr bátnum. Allt í einu birtist andlit í ljósinu! Stelpurnar öskruðu af hræðslu og hlupu eins hratt og þær gátu út úr bátnum. Svartklæddur maður stökk upp í sendiferðabíl og stelpurnar rétt náðu að hlaupa og opna dyrnar á afturenda bílsins. Þegar þær voru komnar inn í bílinn fundu þær aftur hamborgaralyktina. „Hildur, finnurðu þessa lykt?“ „Já, ég finn hana. Þetta er hamborgaralyktin!“ Bíllinn stoppaði. „Við verðum að fela okkur annars sér hann okkur.“ Maðurinn opnaði dyrnar aftan á sendiferðabílnum og náði í kassana. Stelpurnar hlupu út úr bílnum og eltu manninn að lítilli skemmu. Þar voru læti og tónlist og rosaleg hamborgaralykt. Inni í skemmunni var fullt af fólki. Stelpurnar sáu svartklædda manninn. Þær urðu skíthræddar. Tónlistin stöðvaðist og allt fólkið horfði á Hildi og Millu. En þá tók maðurinn af sér hettuna og þær sáu að þetta var Halldór kokkur í mötuneytinu í skólanum.

38 „Halldór kokkur! Hvað ert þú að gera hér?“ spurði Hildur. „Uuuum, ég er búinn að steikja leynilega hamborgara öll kvöld síðan Donald Prump setti þessi asnalegu hamborgaralög.“ „Já, þess vegna var maturinn í skólanum svona vondur,“ sagði Hildur. „Mamma og pabbi?“ sagði Milla. „Hvað eruð þið að gera hér?“ „Hæ,“ sögðu þau bæði í kór. „Ætlið þið nokkuð að segja frá leynilegu hamborgaraskemmunni okkar?“ spurði pabbi. „Nei, nei, með einu skilyrði. Að við megum líka fá,“ sagði Hildur. „Ok!“ sögðu allir. Stelpurnar tróðu í sig hamborgurum.

39 Tölvuleikurinn Brrr! Brrr! Þú tekur upp símann. „Hei, viltu spila tölvuleik með okkur?“ segir vinur þinn, Jón. „Ú, ég gleymdi! Ég er að fara í hann!“ Það sem þú vissir ekki var að þetta gæti verið síðasti tölvuleikurinn sem þú myndir nokkurn tímann spila. Þú opnar leikinn og velur að vera kaktusa-kallinn. Vinur þinn segir: „Hei, ég er alltaf kaktusa-kallinn!“ „Bu-hu. Nú er ég kaktusa-kallinn.“ „Ég læt pabba minn reka þig úr leiknum.“ Þú breytir um leið um kall. Pabbi hans á nefnilega leikinn. Þú verður í staðinn: Bananinn. Þú ýtir á PLAY. Skjárinn verður svartur. Augun í þér verða svört. Líflaus búkurinn dettur niður á gólfið. En þú veist það ekki, vegna þess að þú ert bananinn. Þú opnar augun. Þú horfir í kringum þig. Þú ætlar að spyrja vin þinn hvað sé í gangi, en þegar þú reynir að tala heyrir þú ekki neitt. Þú sérð kaktusinn. Hann heyrir ekki neitt. Svo fattar þú að allt sem þú segir breytist í texta sem birtist fyrir ofan hausinn á þér. Þú byrjar að lesa textann fyrir ofan kaktusinn. Þar stendur: Þórarinn Hauksson, 9 ára

40 „Ég trúi því ekki að þú hafir fallið fyrir þessu. Pabbi minn endurforritaði leikinn. Þegar þinn kall kemur í leikinn … Tja. Þú veist hvað gerist!“ Svo stendur fyrir ofan kaktusinn að hann sé hættur í leiknum. *** Þú hefur verið fastur í tölvuleikjaheiminum í fimm daga. Þú hefur misst alla von. Það eina sem þú hefur í huga er að vinna leikinn. En það þarf tvo til að sigra. Dö-döööö-DÖ! Allt í einu kemur kaktusinn aftur! „Farðu bara!“ segir þú. „Ég er búinn að vera að reyna að komast inn allan tímann!“ segir vinur þinn. „Ha?“ „Ég gleymdi lykilorðinu til að komast inn í þennan heim.“ „Ég hélt að þú skrifaðir allt á miðann þinn.“ „Miðinn er ekki sérstaklega stór!“ „Ó.“ „Svo ég hef verið að reyna að komast inn í þessi þrjú ár!“ „ÞRJÚ ÁR?!“

41 „Við skulum tala um þetta í alvöru heiminum. Ég er kominn með höfuðverk af að skrifa niður öll þessi lykilorð.“ Kaktusinn fer út úr leiknum og tekur þig með sér. *** Þú vaknar í spítalarúmi. Læknir sem er að ganga fram hjá sér að þú ert skyndilega vaknaður. „Kgaygrhgrasss,“ segir þú. Þú hefur ekki notað hálsinn á þér í þrjú ár. Læknirinn lætur þig labba niður í anddyri og kallar í leigubíl. Þegar þú ert búinn að segja honum heimilisfangið þitt, sem tekur nokkrar tilraunir, segir hann þér blíðlega að fara.

42 Þjóðminjasafnið Einu sinni voru tvíburarnir, Anna og Lísa, á Þjóðminja- safninu með bekknum sínum í skólaferðalagi. Kennarinn, Áslaug, sagði við bekkinn sinn: „Jæja krakkar, nú fáum við leiðsögn frá Karli sem ætlar að fræða okkur um safnið.“ Karl kom og kynnti sig og sagði: „Sælir krakkar, ég heiti Karl og ætla að vera leiðsögumaðurinn ykkar í dag.“ Hann vísaði bekknum upp stigann til að fara og skoða alla forngripina. Karl vísaði þeim að flottu sverði. Anna og Lísa höfðu aldrei séð þetta sverð þótt þær hefðu farið á safnið mjög oft og þekktu það eins og lófann á sér. Þær höfðu lesið fullt af bókum um alla þessa flottu gripi frá fornöld en höfðu aldrei séð né lesið um þetta sverð. Karl var að útskýra fyrir krökkunum að þetta væri armband sem hefði fundist hér á Íslandi og væri frá árinu 1050. En Anna og Lísa sáu ekki armband, þær sáu sverð. „Lísa, sérð þú sverð?“ spurði Anna. „Já, og hann er að segja að þetta sé armband.“ Þeim fannst þetta mjög skrýtið svo þær spurðu Áslaugu og fjóra aðra nemendur og þau sögðu öll að þetta væri armband. Hvað er eiginlega í gangi?! hugsaði Lísa. Smásaga ársins í flokki 2022 10 til 12 ára

43 Þegar Karl var búinn að útskýra og fræða krakkana um þetta armband fóru þau að næsta grip en Anna og Lísa urðu eftir til að pæla aðeins meira í þessu. Allt í einu glitraði steinn á sverðinu. Þetta var ekki bara einhver steinn heldur demantur. Demanturinn var mjög fagur. Stelpurnar héldu að það hefði komið glampi á demantinn og því hefði hann glitrað en þá sáu þær bréf sem lá á gólfinu fyrir framan þær. Anna og Lísa urðu mjög forvitnar og tóku bréfið upp. Í bréfinu var gáta. Þetta var ekki einhver klassísk gáta heldur tveggja blaðsíðna gáta, sem var rosalegt, þetta var bara eins og lítil smásaga. „Er þetta smásaga eða bréf?“ spurði Lísa. „Nei, þetta er gáta,“ sagði Anna. „Hvernig getur þetta verið gáta?“ sagði Lísa. „Veistu, ég bara veit það ekki,“ sagði Anna. „Má ég sjá gátuna?“ sagði Lísa. „Já, auðvitað,“ sagði Anna. Katrín Rós Harðardóttir, 11 ára

44 Gáta Fullt af stáli. Ekki fullt af káli. Kannski er þetta brynja. En ekki að hrynja. Var þessi hlutur úti? Eða var allt í hnúti? Var hann til í gamla daga? Eða er þetta bara gömul þjóðsaga? Hvað gerðist þegar ýtt var á gikkinn? Er verið að nota gömlu leiktrikkin? Og er verið að rugla í ykkur? Kannski var þetta of sterkur drykkur. Lesið gátuna aftur. Og aftur. Leitið eftir næsta hlut. Og leitið að næsta málmhlut.

45 Stelpurnar voru búnar að lesa helminginn af fyrsta bréfinu. Þær voru mjög hissa og hræddar eftir að lesa þessi fyrstu fjögur erindi og vissu ekki alveg hvað væri í gangi. Þær sáu sverð þegar allir hinir sáu armband og svo birtist gáta fyrir framan þær. Þeim fannst þetta mjög óhugnanlegt. „Hvað er eiginlega í gangi?“ sagði Anna. „Ég bara á ekki til eitt einasta orð, þetta er mjög grunsamlegt. Ég held að það sé verið að tala um brynju,“ sagði Lísa.

46 „Bíddu, bíddu, ertu að segja mér að það sé verið að tala um brynju?“ sagði Anna. „Já, augljóslega er verið að tala um brynju, málmhlut og málm svo það hlýtur að vera,“ sagði Lísa. Anna og Lísa lögðu af stað til að reyna að finna brynju. Þær fundu eina brynju en á skiltinu fyrir framan glerskápinn sem brynjan var í stóð að þetta væri skjöldur. Hvað var í gangi?! Fyrir framan þær var bréf, í þetta sinn var þetta ekki tveggja blaðsíðna gáta heldur bréf. Þær önduðu aðeins léttar. Í bréfinu stóð: Bréf Skuluð þið fara til sverðs og finna demant. Demanturinn fallegi mun vísa ykkur veg ... þegar fallegur ljósgeisli hefur látið ljós sitt skína. „Ertu að djóka?“ sagði Anna. „Neibb, greinilega ekki ... en manstu, það var demantur á sverðinu þarna áðan,“ sagði Lísa spennt. „Já, og það kom glampi á demantinn ... sem var ljósgeisli frá demantinum en við vorum bara ekkert að pæla í því,” sagði Anna hratt.

47 Anna og Lísa hlupu eins hratt og þær mögulega gátu að sverðinu. Þegar þær voru komnar að sverðinu komu sterkir ljósgeislar frá demantinum á sverðinu. Allt í einu heyrðist rödd frá sverðinu. Röddin sagði: „Þið einar sjáið sverðið vegna þess að formóðir ykkar var mikil víkingakona sem barðist vel og varði þorpið sitt. Hún var aðal stríðskonan á sínum tíma og ég finn á mér að þið eigið eftir að verða miklar baráttukonur eins og hún formóðir ykkar var, þegar þið eruð orðnar eldri.“ Anna og Lísa urðu steinhissa. Þær trúðu varla eigin eyrum né augum eftir það sem hafði gerst á Þjóðminjasafninu þennan dag. Þær voru mjög fegnar og glaðar að það var komin útskýring á þessu öllu saman. Þær fóru að finna bekkinn sinn og litu til baka á sverðið þar sem það glóði björtum geislum til þeirra.

48 Bubbi og félagar bjarga Nammilandi Bubbi er lítill strákur sem býr í Reikabæ. Bærinn er ekki mjög stór en mjög skemmtilegur. Félagar Bubba heita Jón, Siggi og Ríkharður. Þeir eru bestu vinir hans og eru alltaf að lenda í ævintýrum. Til dæmis fóru þeir í Sveppaland og fengu fullt af nammisveppum frá sveppaálfinum. En nú tölum við um það sem er að gerast núna. Bubbi vaknar eftir góðan svefn og klæðir sig í föt. Hann labbar til mömmu sinnar og spyr: „Mamma, hvaða ilmandi lykt er þetta?“ „Þetta eru pönnukökur með sírópi.“ „Mmm, uppáhaldið mitt!“ segir Bubbi spenntur. Hann borðar og getur ekki hætt að hugsa um að hitta vini sína. Skólarútan kemur og hann kveður mömmu sína og hleypur út í rútuna. „Halló,“ segir Bubbi við Fróða rútubílstjóra. Svo labbar hann aftast í rútuna vegna þess að hann veit að félagar hans eru alltaf þar. „Hei strákar, Bubbi er kominn,“ segir Ríkharður. „Halló,“ segir Bubbi. „Halló,“ segja Jón og Siggi. Bubbi sest og þeir fara að tala um óvissuferðina sem þeir eru að fara í með skólanum. Tíu mínútum seinna mæta þeir í skólann. Vigdís kennari segir öllum að setjast.

49 „Nú förum við í óvissuferð!“ segir Vigdís og allir krakkarnir ískra af spenningi. Kennarinn bætir við: „Það eiga allir að klæða sig en gerið það rólega. Ég vil ekki að einhver meiðist.“ „Já, gerum það,“ segja krakkarnir í kór. Krakkarnir reyna að ganga rólega en geta það ekki því þeir eru svo spenntir. Í rútunni tala félagarnir og tala og tala. Allt í einu er sagt í hátalarann: „Nú erum við komin í Nammiland!“ Krakkarnir verða mjög hissa og einn krakkinn öskrar: „Ertu að meina það!?“ „Já, ég er að meina það,“ segir Fróði rútubílstjóri og krakkarnir ískra enn meira. Þegar Bubbi og félagar koma út úr rútunni tekur gómsæt nammilykt á móti þeim. Það kemur piparkökukarl og segir bekknum að fylgja sér. Krakkarnir ganga í röð á eftir piparkökukarlinum. Þegar þeir eru komnir í stórborgina sem heitir Nammiparadís fá krakkarnir kandífloss. Svo heimsækja þeir Andra sem er gamli karlinn í hverfinu. Þegar þeir eru að labba til Andra sjá þeir gúmmíbíla og rúsínusveppi. Krakkarnir í hverfinu elska rúsínusveppina. Þegar krakkarnir koma til Andra segir hann: „Hvaða skrattar eru nú komnir hér?“ „Ja, þetta eru nú bara skólabörnin úr Reikaskóla,“ segir piparkökumaðurinn. Hlynur Egill Vignisson,12 ára

50 Andri svarar: „Ohhhhh, ég man. Barnabarnið mitt er í þeim skóla.“ „Jahá,“ segja krakkarnir. Andri bendir Sigga á að koma til sín og segir svo: „Bíddu, bíddu, bíddu, er þetta sykurlopi?“ „Ha?“ segir Siggi. „Já, þetta þarna,“ segir Andri og bendir á kandíflossið. „Nei, þetta er kandífloss.“ „Ó,“ segir Andri. „Í gamladaga var þetta kallað sykurlopi.“ Krakkarnir hlæja, svo segir einn krakkanna: „Það er fyndið orð.“ Kakkarnir halda áfram að skoða sig um en þá ákveða Bubbi og félagar að prakkarast svolítið. Þeir yfirgefa hópinn og ætla að bregða Vigdísi. Strákarnir fela sig fyrir aftan stóru nammisveppina og bíða. Fimm mínútur eru liðnar en hópurinn hefur ekki gengið fram hjá sveppunum. Félagarnir fara þangað sem hópurinn var en hann er ekki þar! Þeir öskra: „VIGDÍS! VIGDÍS!“ en fá ekkert svar. Vigdís og hópurinn heyra ekki í þeim vegna þess að þau eru á leiðinni í súkkulaðilest sem fer í Fagradal en það er lítill sveitabær. Strákarnir sjá Vigdísi þar sem hún er á leiðinni í lestina. Þeir þjóta eins hratt og byssuskot til að ná lestinni. En þeir missa af henni.

51 Félagarnir bíða eftir næstu súkkulaðilest og halda að hún fari í Fagradal, en nei. Þeir fara í Ljósadal og þar er ekki gott að vera. Þar eru súkkulaðibirnir, lakkrísljón og gúmmídrekar sem spúa sykri. Og færir þú of nálægt súkkulaðilæknum gætir þú lent í brjóstsykurshákarli! En lang hættulegasta dýrið er brjóstsykurströll! Þeir labba innan um stóru gúmmíbangsatrén í skóginum. Allt í einu segir Bubbi: „Umm strákar, hvað er þetta?“ Þeir fara nær og þegar þeir sjá hvað þetta er öskra þeir: „GÚMMÍDREKI.“ Það vekur drekann og hann eltir félagana. Þeir hlaupa og hlaupa. Þegar þeir geta ekki hlaupið lengur spúir drekinn sykri á þá en þeir fela sig bakvið tré. Ríkharður hleypur að drekanum og klifrar upp á bakið á honum. Drekinn klikkast og reynir að henda Ríkharði af baki en nær því ekki. Ríkharður klappar drekanum og hann róast. Á endanum verður drekinn vinur strákanna. Þeir prufa að fljúga á drekanum og það er það skemmtilegasta sem þeir hafa gert í lífinu. Þeir skíra drekann Flappa. Flappi sér súkkulaðibjörn og spúir sérstakri týpu af sykri, sem heitir vinasykur, á hann. Súkkulaðibjörninn verður vinalegur við öll dýr sem hann sér. Flappi gefur strákunum fullt af vinasykri og segir þeim að bjarga Nammilandi.

52 Strákarnir spyrja: „Kemurðu ekki með okkur?“ Flappi svarar: „Nei strákar, ég þarf að hugsa um drekaeggin mín.“ „Ó, ókei,“ segja strákarnir. Strákarnir setja fullt af vinasykri í súkkulaðilækinn en hákarlarnir ráðast samt á þá! Þá fatta þeir að vinasykur virkar ekki á brjóstsykursdýr. „En hvað með brjóstsykurströllið?“ segir Jón. „Ó, NEI!“ segja strákarnir í kór. „Við verðum að finna nýja tegund af sykri,“ segir Siggi. „En hvernig?“ spyr Bubbi. „Ég veit ekki en við munum bjarga Nammilandi!“ „Ég veit,“ segir Jón hljóðlega. „Hvernig?“ segja strákarnir. „Ég sá áðan gamlan mann hræra bleikan sykur. Kannski þekkir hann allskonar tegundir af vinasykri.“ „Já, hvar á hann heima?“ spyrja strákarnir. „Bara hérna á næsta bóndabæ.“ „Förum þangað,“ segir Ríkharður. Þeir labba til mannsins og spyrja: „Halló, veistu um einhverja tegund af vinasykri sem virkar á brjóstsykurströll?“ Hann svarar: „Af hverju þurfið þið svoleiðis? Svona litlir skrattar eins og þið ráðið ekkert við það sterkan sykur.“ Strákarnir svara: „Jú, við þurfum að stoppa brjóstsykurströllin.“

53 „Allt í lagi. Ég byrja núna en ég væri til í smá hjálp með þetta því ég er svo gamall.“ „Ókei,“ segja strákarnir. Þeir elta manninn að rúsínusveppunum. „Við þurfum vökvann úr þessum sveppum. Strákar, viljið þið skera örlítið gras sem er þarna,“ segir hann og bendir á hólana. „Allt í lagi,“ segja strákarnir og hlaupa að hólunum. „Af hverju erum við að taka gras úr hólunum?“ spyr Siggi. „Ég veit það ekki,“ svarar Bubbi. Þegar þeir eru komnir með nóg af grasi fara þeir til gamla mannsins og gefa honum það. „Jæja, núna þurfum við að blanda sveppasafanum og grasinu saman og sjóða það. Svo bætum við súkkulaði úr súkkulaðilækinum út í.“ Þeir fara þangað og fylla einn brúsa af súkkulaði, sjóða svo allt saman og leyfa því að þorna. Eftir einn klukkutíma er það tilbúið og strákarnir fara og leita að brjóstsykurströlli. Þeir finna tröll í fjarska og tröllið sér strákana. Þeir hlaupa af stað en Siggi dettur. Hann er með allan vinasykurinn og vinasykurinn sem Flappi dreki gaf þeim blandast við nýja sykurinn sem þeir fengu frá gamla karlinum. Siggi setur svolítinn sykur í pokann og kastar sykrinum sem varð eftir á jörðinni á tröllið og það hættir við að ráðast á þá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=